Suðurland


Suðurland - 29.11.1913, Blaðsíða 3

Suðurland - 29.11.1913, Blaðsíða 3
SUÐURLAN'D 99 hjálpa mér til með það, annast það fytir^mig, og auðvitað raá stórgiæða á’.því'að selja húsið.“ „Ætli þeir vilji þá ekki sjálflr njóta gróðans af þeirri söiu.“ „Eg ansa þér ekki, þú eit ekkert annað en hoimskan og tortiygnin og heigulskapurinn og úrtölusemin og ólundin og — — —“. Sigga var’orðin fjúkandi reið. Hún stökk á fætur, þreif kafflbollann sem eg ekki var hálfnaður að drekka úr, af borðinu og þaut með hann fram. Ja, það er svo sem ekki til mikils að tala um svona hluti við kvenn fólkið, nú þýtur hún fram í eldhús og fer að skæla. En hún verður öðruvísi á svipinn þegar við erum komín í stóra húsið í Reykjavík, ekki síst þegar við höfum selt húsið aftur og keypt antiað enn betra og erum otðin stótrik af öllu'saman. — Já, þessi dagur var happadagur í meira lagi. — Ressir'menn eru*þarfir, það eru menn sem vert er um að tala. Og þú, Sigga, bíddu bara — að ári um þetta ieyti, eða svo, ja, þá syngur þú við anrtfm tón. Atli. Allir yiðskiftamenn kf Ingólfur Stokkseyri og Háeyri eru hér með alvarlega ámintir um að borga skuldir sínar fyrir 15. desember n. k. Eftir þann tíma verður gjörð alvarleg innköllun á því sem þá verður óborgað, án frekari fyrfr- vara. Stokkseyri og Háeyri cTCelgi *3ónsson. c36B. ^Daniclsson. <voO<>0-------- Stærstu liafnarborgir hclmsins. í öllum eða ílestum verslunailiöfn um heimsins fer umferð skipa vax andi ár frá ári, og umferðin er ekk- ert smáræði á hinttm stærstu höfnun tm. í skýrslu fyrir árið 1912 er srnálestatala korainna og ' farinna gkipa talin þannig á þessum 6 stærstu Verslunarhöfnum: tiew Yotk Antverpen Hamborg Rotterdam London Honkong Komin skip 13.C73.76G 13.330.669 11.830.949 11.052.186 11.973.249 10.246.622 Farin skip 13.549.138 13.325.138 11.945.235 10.800.490 9.004.974 10.243.898 Sklpafcrðlr hér rlð land 1911. Flutninga og farþegaskip komin frá útlöndum til Reykjavikur 38.599 smál. Um Reykjavík alls frá útlönd- uin og innanlandshöfnum 91.885 smál. Frá útlöndum og innanlands- höfnum alls fyrir land alt er smálesta- talan 985.702. Útlend flskiskip sem til Reykjavík- ur koma eru talin 20.905 smál., alls á höfnum hér við land 96.036 smá). Lestatala skipa þeiira er komið hafa á hafnir hér við land 1911, nema þá alls, þegar fiskiskip erutal- in með, 1.081.738 smálestir, og er það um ljn af lestatali stærstu versl- unarhafnar heimsins. og það er ekkert smáræði, svo fámennt sem landið er. Árbók Hiiskóla íslands fyrir skólaárið 1912 —1913 er nýkomið út. Stúdentar sem nám stunduðu við háskólann voru alls 45, þar af 2 útiendingar — Norðmenn. 7 voru i guðfræðisdeild, 15 í lagadeild, 21 í læknadeild og tveir í hoimspekisdeiid. Kennarar háskólans, að aukakennur- um meðtöldum, voru 20, — stúdent- arnir aðeins liðlega helmingi fleiri. Með þessu lagi verður hver stúdent.- inn ærið dýr, aðsóknin að háskólan- unum er svo miklu miklu minni en við mætti búast. Meginþorri íslenskra stúdenta leggur enn leið sina til Kaupmánnahafnar og stundar þar sömu námsgreinar sem hér eru kend- ar. — íslenski sj/ilfstæðismetnaður- inn vegur ekki upp á móti Garð- styrknum. — í árbókinni er að þessu sinni auk hinna venjulegu skýrslna um háskól- ann, löng og stórmerkileg ritgerð, Yfirlit yflr sögu sullaveikinnar á ís- landi, eftir Guðinund Magnússon prófessor. ........------------- Simfrébt frá Rvik. a5/n—13. „Visir" flytur í morgun símskeyti frá ráðherra á þessa leið: „Konur.gur heitið að staðfesta sér stakan fána fyrir ísland, þegar lands- menn hafl komið sér saman um gerð hans gegnum ráðherra. Fáni sá er nú er notaður muni þó þykja of líkur Krítarfána til þess að ná staðfesting." 3 menn, skipstjórann, yfirstýrimann og háseta, tók út af „Kong Helge" á leið frá Austfjörðum til Noregs. Ráðið. Hvar er gleði, hvar er friður? Hvar er lífsins yndi mest? Hvar er sá, sem stælir, styður styi ktai þui fa nllra best? Leitaðu ekki heims í höllum, hnossið þráða ef viltu fá. En á trúar æðstu fjöllum aðeins ráðið máttu sjá. Vel þér ráð það, vinur góði. Vökvaðu blómin þarna efst. Leitaðu í dýrum diott.ins sjóði, sem dáðaríkri trúnni gefst. Næturgali. Á víð og dreif. Rafiysingin á Scyðisfirði. Verk- inu var lokið 13. f. m. og þá Ijósin kveikt í fyrsta sinn segir blaðið Austri. Er látið vel af framkvæmd verksins og umbúnaði. öllum og eru Seyðfirð ingar hrifnir mjög af Ijósunum. Guðm. Hlíðdal hefir staðið fyrir verkinu. Einkalcyti til ýmiss.i iðnaðarstarf- rækslu hér á landi, hefir konungur nývorið veifcfc 8 félögum, ©rueinkaleyfí pöSSl DIITj í Logbíl tiíngcibJtiíilim. Em flestar iðnaðargreinir þessar þannig vaxnar að sárlitlar líkur eru til að nokkuð verði vart við þennan iðnað frekar hér — nema í Lögbirtingabl. Brimncsvitiun sem hrundi í fyrra vetur er nú að rísa upp úr rústunum aftur skamt frá þeim stað er hann áður stóð. Fjársala á Austfjörðum segir Austri að verið hafi með mesta móti i haust enda verðið venju fremur hátt. Fyrir fé á fæti var verðið hæst 16 aura fr. pd. Kjötverð 26 og 28 aur. pd. Mör 23 aur. pd. og gærur 45 aur. Lagastaftfcstingar. Seinni lotan á staðfestingu laganna frá þinginu í sumar, var 11. þ. m. {4 staðfest öll lögin sem eftir voru. Vcstur íslcndingar og Eim skipafélagið. Nýjustu fregnir um hlutöku iauda vorra vestra gefa hinar bestu vonir. Talið vist að safnast muni þar ekki minna en 200 þús. kr. og mundi þó meira ef ekki væri hart í ári nú með peninga þar vestra. Vigfús Sigurðsson sá er fór yfir Grænlandsjökla með Koch höfuðs manni, kom til Reykjavíkur ineð Ceres þ. 10. þ. m. Var hann gestur þess „Sameinaða" á ferðinni hingað. Verðlaunapening úr silfri var Vigfús sæmdur af konungi áður en hann fór frá Kaupmannahöfn llafiiarvinuan í lícykjavik. Garðurinn á Öifiiiseyjaigranda er nú bráðum kominn alia leið útí eyj. una. Blaðamenn í Reykjavík fóru um daginn samkv. hoði hafnarveik- fræðings, í einum hóp til að horfa á hafnarvinnuna bæði á sjó og landi, Fanst þeim öllum mikið um það er fyrir augun bar, og þóttust farið hafa fiægðarför mikla og ratað í hin furðu- legustu æfintýri. Matt. Jochumsson er farinn úr Reykjavík aftur og heim til til sin, var mælt að hafa mundi hann vetur- setu í Reykjavík, en nú hefir hann breytt þeirri fyrirætlun sinni, en kvðst vitja suður aftur þegar vorar. Af- mælisdag sinn héit hann hátíðlegan í Rvík áður hann fór, var þar mikið um gleðskap og ræðuhöld, en enginn stóð þó Matthíasi snúning, hann er nú 78 ára. Alil á Akvancsi. „Morgunblaðið" 11. þ. m. segir góðan aflaáopin skip þá á Aktanesi, 30 — 40 í hlut. Er langt síðan nokkuð verulegt heflr aflast þar á opin skip. Vélarbátum fjölgar. A Stokks- eyri gengu 7 vélarbátar í fyrra á vetrarvertíðinni. Nú er í ráði að 4 bætist við í vetur. Reim mundi fjöiga fljótt vélabátunum hérna ef komin væri góð bátahöfn í Forlákshöfn. Atlalaust er enn með öllu, eða var þegar síðast var leitað héðan. Kosningaskraf hér eystra er enn ait í hljóði, og lítt að marki. Mælt er að hinir og þessir nýir menn séu í einhverju tilhugalífi við kjósendur, en enginn er enn búinn að opinbera. Erjurnar í Fram er sagt að hafl lyktað með því að L. H. B. hafl nú flutt sig þaðan alfari, en með hveijum hætti veit enginn hér eystra, og ei hinir útvöldu í Rvík nema Jón Ólafs- son einn. Botnvörpungur strandaði ný- lega á Mýrdalssandi. Skipverjar vissu ekki af fyr en skipið var komið upp í sand en þeir þóttust vera á leið til í Ve.stmannaeyjum. Menn björguðust allir og eru væntanlegir austan að þessa dagana áleiðis til Reykjavíkur. Slæmar horfur. „Það er siæmt útlit með grasvöxt inn í sumar ef svona viðrar lengi“, segja menn, þegar vorkuldarnir ætia að kyrkja gróðurinn. Og það er í sannleika slæmt, já, hryggilegt að sjá næðinginn gripa heijartaki hvern frjóanga og hverja fræplöntu sem gægist uppúr moldinni, og það er eðlilegt þó mönnum lítist illa á blik- una þegar svo gengur, menn eru þungir á svip, áhyggjufullir útaf gras- neyðinni sem þeir sjá fram á, kvíða fyrir slættinum, kvíða framtíðinni. Stundum batnar von bráðar úr þessu, veðrið hlýnar, sólin nær að skína og regn diýpur á jórðina. Þá hressist bóndinn, vonin iifnar á ný, „ef til vill verður meðni gras“, eða „svona viðunandi". Stundum halda kuldain- ir áfram lengi, iengi, grasinu fer lítið fram, sláttur verður ekki byrjaður í tæka tíð vegna gi asleysisins, og hey- skapuiinn gengur illa, vinnan iýir rnann meir en ella og veitir ekki þá ánægju sem hún nnnars myndi gera. En er nú ekki hægt að ráða bót á þessu? Er ekki unt að koma i veg fyrir að gróðurinn bíði tilfinnanlegan hnekkir þó vorið verði venju fremur kait eða þurkasamt? Við veðrátt-

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.