Suðurland


Suðurland - 18.12.1913, Blaðsíða 2

Suðurland - 18.12.1913, Blaðsíða 2
106 SUÐURL A'ND En hitt er argvítug fjarstæða sem furðulegt er að nokkurt íslenskt blað skuli dirfast að láta sjást í dálkum sínum, að allar framkvæmdir séu í dauðateygjunum og að trúin á iifs skilyrði landsins sé hjá fjöldanum eins og útbrunnið skar. Því verður ekki mótmælt að land- búnaðinum þokar áfram, þó hægar miði en æskilegt væri. Jarðabætur fara vaxandi, framleiðslan eykst, af- urðirnar hækka í verði. Og þótt bændur hafi við mikla og margskon- ar örðugleika að etja, er langt frá því að þeir séu að missa trúna á atvinnu sinni og álíti þann einn fram- tíðarveg sinn að biðja einhvern fast- eignarprangarann að kaupa aí sér jarðirnar svo þeir komist til Ameríku, þvert á móti hefir allur fjöldi þeirra óbifanlega trú á því að þeim takist að sigrast á erfiðleikunum smámsam- an. Og í hverri einustu sveit þessa lands sýna verkin merkin. Sjávarútvegurinn hefir á seinustu ái um tekið afar stóríeldum frainför- um, og hvar sem litið er á atvinnu- vegi vora, kemur í Ijós framfara og umbótaviðleitni meiri eða minni. Margt af þessu heppnast auðvitað misjafnlega, og það er margt sem þvi veldur, en íslensk þrautseigja er moiri en svo að allar^ framkvæmdir séu „í dauðateygjunum" undireins og nokkrir erfiðleikar mæta. Hitt vita allir sem vita vilja, að nlvarlegar misfellur eru á atvinnu- málum vorum að ýmsu leyti, og vorkleg menning vor er komin skemra en skyldi, og eru því ærin verkefni fyrir hendi til umbóta, og sjálfsagt veiða þar í ýmsum greinum skiftar skoðanir um úrræðin. En eitt er víst, að með gífuryrðum og glamri og sót- svörtum bölsýnisprédikunum verður hvorki þessum né öðrum góðum mál- um unnið gagn. Eða hyggur hr. Jóh. Jóh. að þessi lýsing hans, sem hann í einu af holstu blöðum landsins gefur af lands- mönnum og ástandi atvinnuveganna, sé til þess að auka traust íslensku I jóðarinnar á sjálfri sér eða auka álit liennar hjá öðrum þjóðum? Varla er ráð fyrir því gerandi, en hift er víst, að ef hr. Jóh. Jóh. í Aineríkuför sinni í sumar hefir tek Lt það á hendur að koma öllum ís- I ndiugum vestur um haf svona smám- saman, þá væri þessi svartsýna lýsing hans á framtíðarhorfum landsins ágæt byrjun til að undirbúa það fyrir- tæki. Annars er það ekki ólíklegt að þessi gífuryrði hr. Jóh. Jóh. séu rftuð í hugsunarleysi í bardagahitanum sem á honum er útaf veðdeildarlögunum. En séu þessi stórorðu og ósönnu ummæli hans seit fram með yfirlögðu raði, ætti hann að hafa það í huga, að þeir sem reyna að sveita þjóð sína og kasta skarni óhróðursins í andlit henni, ættu ekki siður að eiga „flengingu vísa“ — svo notuð séu hans eigin orð — heldur en þíng- mennirnir útaf veðdoildarlögunum. ----ch>o><.--- Ný einokun Dana. Eftir Jónas' Jónsson frá Hriflu. Lengi hefir einokunarverslun Dana verið illræmd hór á landi; hún er Fundarbo ð. Aðalfundur fiskifélagsdeildarinnar „Framtiðin“ á Eyraibakka verður haldinn á Eyrarbakka laugardaginn 17. janúar 1914 og byrjar kl. 6 e. hd. Þar verða lagðir fram endurskoðaðir roikningar deildarinnar, kosin stjorn, varastjórn og endurskoðtfiiarmenn til eins árs og rædd ýms mál er deildina varða. Áriðandi er að fundurinn veiði vel sóttur. í stjórn doildarinnar ttuðin. ísleifsson. Bjarni Eggertsson. €fuðf. Þórariusson. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx vafalaust eitthvert mesta ólán sem dunið hefir yfir þjóðina. En um það vaið enginn sakaður hér. Við lulum í lægra haldi fyrir afli þess er var máttarmeiri. En þessa dagana er ný og endur- fædd einokun að spenna landið í klóm sinum, og hún er líka dönsk, aðeins myndbreytt, lymskari og lævísari hinni fyrri. Það er steinolíukiígunin. Svo er mál með vexti, að stór- gróðafélag eitt hið mesta sem til er, hefir náð valdi yfir flestum steinolíu- lindum í heiminum. Félag þetta hefir höfuðbæli sitt í Bandaríkjunum, en deildir út um allan heim. Kenna þær sig sumstaðar við löndin, þar sem þær starfa, til að villa mönnum sjónir, látast vera innlendar stofnanir, og er svo í Danmörku. Fá menn þeir, sem gera félaginu þann greiða, að lána því nöfn sín til að afla því yfirskinsþjóðerni, rétt til að eiga nokkra hluti í félaginu, en það er arðsamt mjög; er mælt að hlutirnir borgi sig alloft hið fyrsta misseri, og fer það að líkindum því að félagið hefir verið nær einráðandi um stein- olíuverð undanfarin ár, og ekki dregið af kröfunum; hefir verðið farið sí- vaxandi, og munu íslendingar ennþá minnast 5 kr. hækkunarinnar frá í fyrra, sem átti að nægja til bráða birgða. Steinolíukongarnir hafa nú um stund setið sólarmegin og grætt ógrynni fjár, enda óspart látið hrjóta mola af borðunum í munn undirtyllustéttar þeirrar, er veita þeim þjónustu. En þeim þykir framtíðin ískyggileg. Óvin sældir þeirra aukast með ári hverju, og ýmsar þjóðir gera sig liklegar til að grípa til örþrifaráða og hrekja „hiinginn" af höndum sér. Eru Þjóð verjar þar fremstir í fiokki. Nýjar steinolíulindir geta fundist og govbroytt markaðinum. Og annað eins hefir skeð eins og að Bandamenn gyldu einokunarharðstjórunum makleg mála- gjöld með því að sviíta þá eignar- rétti með nauðungarsölu á þeim náttúrugæðum, er þeir misnota svo geypilega. Mætti þá svo fara, að steinolía stórfélli í verði og væri seld við sannverði. Deildaskipun og þjóðernisdaður steinolíufélagsins or viðbúnaður þess gegn yfirvofandi hættu. Það vill negla sig llý/ast á löndin, ]>að vill skif'ta þjóðunum iil að drotna yfir þeim, það er reiðubúið að gefa fáein■ um mönnum i hverju lundi hlutdeild í risaágóða sínum til þess að geta því betur haldið öllum öðrum mönnum í einokunarhlekkjunum. Um nokkur ár hefir danska stein- olíufélagið drotnað einvalt í sinni grein hér á landi og átt, litlum vin- sældum eða velvild að fagna nema ef vera skyldi hjá þeim er haft hafa smásölu á hendi fyrir það. Þingið 1912 var samhuga í að skoða félagið hættulegan andstæðing, þótt litið yrði þar um fi amkvæmdir. Og þegar Fiskifélagið komst á stofn var það undireins alráðið í að stofna innlent hlutafélag, með lágum hlutum, er væru við hæfi fátæklinga, til að hafa á hendi steinolíusöluna í landinu. Etigin hugmynd á því sviði gat verið eðlilegri, hollari, eða líklegri til þjóð- þrifa; hún miðaði að því að losa hina mörgu en félitlu olíukaupondur vlð óþarfa og rándýra milliliði. Steinolíufélagið danska varð skelkað er það vissi um viðbúnað Fiskifélags- ins; þ ið bjóst við vissu tekjutjóni, og að sjá slitinn einn höfuðstrenginn í danska múlnum á íslendingum. Það skifti um nafn. Hið stæriláta dansk- ameriska félag var alt í einu orðin rammíslensk stofnun með 300,000 kr höfuðstól, er boðin var hlutdeild í með 2500 og 5000 kr. hlutabréf- um. Málfærslumaður danska steinolíu- félagsins hér i Reykjavik tjáði sig standa fyrir hlutasölunni, og skyldi henni lokið á tæpum mánuði. Enn- fremur var svo að sjá að félagið þyrfti eigi að búast við tilhlutun nýrra hluthafa, því að stjórnin var þegar kosin. Margt benti á að ekki væri ætlast til að rnikið yrði islenskt við félag þetta nema nafnið. Hlutirnir voru svo háir, að auðvitað var að mjög fáir menn í landinu gætu koypt þá, síst fyrirvaralaust. Ennfremur var útboðinu háttað þannig, að um það leyti sem fregnin um það gat hafa borist með póstum til fjarlægari hér- aða, var útboðstiminn liðinn. Jafnvel Eimskipafélagið hefir þurft marga mánuðí, fjölda umboðsmanna til að fá loforð jyrír álíka hárri upphæð eins og hið nýja félag þóttist þurfa. En ef menn hefðu enn verið í vafa um sannarlegt innræti þessa sam- vinnufyrirtækis, þá tók yfirlýsing forgöngumannsins fyrir allan efa, er hann taldi það undir sérstakri vernd danska steinolíufélagsins og Debells deildarstjóra hér. Auðsén var fyrirætlun hr. Debells 1 þessu máli. Hann vildi skifta mót stöðu íslendinga og vinnur til að veita tveim eða þrem íslendingum : hlutdeild í hinum geysimikla ársgróða í von um að fá fyIgi þeirra til að bæla niður mótþróa allrar þjóðarinn ar, sem verður fyrir fjárlátinu. Ekki verður sagt að Dönum ■ hafi skjátlast hér í vali nýrra vina. Báð- ir hinir íslensku forgöngumenn eru efnaður kaupsýslumaður, hinn sigur- sæll lögmaður, eigandi að mjög út breiddu vikublaði og hluthafi i öðru stærsta blaði landsins. Hafa bæði þessi blöð í einfeldni hjartans lýst blessun yfir fyrirtækinu, svo óefnilegt sem það er í augum vandalausra. Einmitt af því að þjóðin trúir svo vel þessum mönnum, hafa flestum komið á óvart aðgerð þeirra, en fáir eða engir munu áfella þá, næatum allir vorkenna þeim og kenna í brjosti um þá fyrir að hafa trúað Dönum of vel og látið þá hlaupa með sig í gönur. Mjög sennilegt er að þeir sjálfir sjái nú eftir að hafa fylt flokk hins útlenda stórgróðafélags í stað þess að standa með löndum sínum, þola með þeim órétt ofbeldi um stund, en bíða næsta tækifæris. Þá hefði þjóðin^öll, blöð hennar og forgöngu- menn tekið höndum saman til að reka „hringinn" danska heim í átt- hagana. Verkfæri. IV. Hcstareba er einfalt og handhægt verkfæri og ómissandi þar sem mikið er unnið að sléltum. Hún er til þess æt.Iuð að jafna flögin, flytja úr bölum í lautir. Sáðslétturnar sem gerðar hafa verið hérna austanfjalls mundu margar vera sléttari og út- litsfallegri ef hestareka hefði veiið notuð. Hestarekuna á að nota að aflok- inni herfingu, best vinst með henni þegar flagið er laust og djúpherfað og moldin ekki mjög blauf. Rekan er að geið lík stórri „skúffu skóflu", á henni eru venjulega 2 sköft og með þeim er henni stýrt. Fyrir rekuna er beitt 1—2 hestum eftir ástæðum. Rekan er notuð þannig að þar sem balar eru eða byngir í flaginu er henni beitt niður svo hún fyllist, og er henni svo ekið þangað sem laut er og þar hvolft úr henni og þessu haldið áfram þangað til flagið er full- jafnað. Nota ma einnig heslareku til skurðgraftar í lausum þurlendum jarðvegi. Þess ber að gæta að þegar jafnað er til í flagi og teknir burtu stórir balar, að við það flytst oft besta gróðrarmoldin öll í burtu, þarf þá að bæta þetta upp með áburði eða á annan hátt. Hestarekan or einfalt og auðnotað áhald og ætti að vera miklu víðar til en raun er á. Valtarar eru ómissandi þar sem nokkuð er fengist við sáðsléttu eða rólgræðslu. Betra. en ekki er að búa sér til valtara úr tjörutunnu, setja ás í botnana og smeygja kjálkum á ásinn, og beita einum hesti fyrir. Tunnuna þaif að þyngja með þvf að láta í hana sand. Roynt hafa hér nokkrir menn að búa sér til valtara úr steinsteypu, og má það óefað vel takast, en sjálfsagt er að binda steyp- una vel með vír. Útlenda valtara borgar sig ekki áð flyt.ja hingað, enda jafnan sjálfsagt fyrir hvern mann að hafa það fyiir augum að reyna að vera sjálfbjarga með að búa til áhöld taldir valinkunnir dánumenn, sem ekki vilja vamm siit vita, annar vel

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.