Suðurland


Suðurland - 18.12.1913, Síða 3

Suðurland - 18.12.1913, Síða 3
SUÐUrLANB 107 Kf Ingólfur Stokkseyri Háeyri hefir nú fyrir jólin mikið til jólagjafa af allskonar glis- og skrautvórum, mikið úrval af jólakortum, landslagskortum o. fl. niðursoðna mjólk í mjólkurleysinu ýmsar kryddvórur sem oflangt yrði upp að telja. cfflunié ofíir að noía tceRifœrié meé 10~150 qfslœííi a allri Rramvöru og faínaéif er sfenéur aéeins tií c3óla. Þau og vetkfæri, er á þarf að halda, að svo miklu leyti sem unt er. liaðhreinsarar eiu veikfæri sem eiu enn lítt þektir og af.tr óvíða til. Þessum áhöldum verður heldur ekki viðJkomið vá rneðan þeirti aðferð er íylgt við rófna- og kartöfluræktina að sá i beð. En líklegt er að ekki líði á löngu úr þessu að raðsetning verði alment upp tekin, að minsfa kosti þar sem nokkur garðrækt er til nntna. Aðferðin hefir hér gefist vel hjá þeim er reynt ltafa. Og fæstir hafa ráð á því nú orðið að láta vetkafólk sitt liggja á hnjánum í fleiri daga á sumri við að reita arfann. Ennþá er rófna og kartöfluræktin óvíða svo mikil, að nota þutfl rað- hreinsara sem hesti er beitt fyrir, en allvíðast má hafa not hinna smærri sem ætlaðir etu fyrir handafl. í’eir eru reyndar ekki miklu ódýrari en hinir minstu sem ætlaðir eru til hest- dráttar, en iniklu hægara að vinna rnoð þeim í litlum görðum. Raðhreinsarar eru margskonar, mesti fjöldi tegunda af breytilegii gerð eru á boðstólum og með talsvert mismunandi verði. Eitthvert besta verkfæri af þessu tagi sem unt er að fá er „Planet juníor". Pað er smiðað í Ameríku og kostar fyrir handafl eitthvað um 40 kr. Fyrir þá sem þykir þetta áhald of dýrt inætti nenda á litlu amerísku „garðplógana", sem Stefán B. Jónsson í Reykjavík seldi hér á árununr. Þeir kostuðu eitthvað 25 kr., eru mjög handhægir og liðlegir, þótt ekki séu þeir jafn- góðir og „Planet". Sumir láta sór ef til vill detta í hug að hreinsun garðanna með þess um verkfærum hljóti að vera ófull nægjandi og eitthvert kák, en þeir hinir sömu þyrftu að sjá æfðan mann vinna t. d. með „Planet", þá mundu þeir fljótt fá aðra skoðun á málinu, og þá mundi raðsetningaraðferðin víðar upp tekin til mikils hagnaðar fyrir garðræktina. Á vökunni. i. Skammdegisdrunginn og skarntn- degisdeyfðin grúflr yfir sveitinni. Rökkurmóða í lofti um hádaginn. Útsýn öll ömurleg og harðneskjuleg. Steinóður Útsynningur, ertinn og ill vígur, þýtur yfir sveitina á harða spretti. Hann rekui- húsunum þunga snögga löðrunga um leið og hann þýtur framhjá, hann þreifar um torfið á heyjunum og járnplöturnar á hlöðu- þökunum, og geti hann einhversstað- ar náð taki, sviftir hann því upp í einni svipan. Hann þeytir snjógusum úr nösunum, leikur sór að þeim á ýmsa vegu, býr til hringiður og hvirfllbylji. Hann klórar upp hjarnið og þoytir mylsnunni víðsvegar. Sjái hann mann á ferð er það hans mesta yndi að henda þessu framaní hann, beint framaní snjáldrið á honum, og avo hlær hann, við ofsalegan, ískrandi, kaldan, heljarhlátur. Þykk og óslitin fannbreiða hylur alla jörð, svo hvergi sér í auðan hnjóta. Bjargarbann fyrir allar skepn hf- Náttúran hefir lokað forðabúri sínu fyrir bændunum. Köld og al varleg horftr hún framaní þá, líkt og hún vildi segja: Nei, góðir hálsar, hjá mér fáið þið ekki meir að sirmi. Farnist nú hvorjum eftir þyí sem hann hafði fyrithyggju til. Hún er hörð 1 svörum móðir nátt úra, en hún er réttsýn, og hún er góður kennari, altaf síðan þetta land bygðist hefir hún verið að kenna bænd unum, kenna þeim að vera viðbúnir vetrarharðindunum, námfýsin hefir verið svona upp og ofan, og margt heflr'glapið fyrir. Og sumir hafa ekkert lært, þeir sitja enn á busa- bekkjunum, og sitja þar ef til vill alla æfi. Hjá þeim vekur hver smá harð indaskorpa kvíða og kvartanir og í skammdegishaiðindum eiga þeir enga sældaræfi. Og í þeirra augum er íslenskur búskapur ekki annað en basl og strit. En lítið þið framan í bina, þá sem hafa haft not af kenslunni, þá sem hafa lært að vera bændur á íslandi, og sjáið þið hvort þeir þora ekki að líta framan í útsynninginn, hvort þeim bregður svona við smá- skorpu á jólaföstunni. Þeir tauta kanske dálítið yftr því að þurfa að fara að taka sauðina og hrossin á gjöf svona snemma. En ókvíðnir horfa þeir samt á veturinn, hjá þeim geng ur hann í garð „sem gamall trygða vinur”. Og svo á það líka að vera, því á dugnaði og fyiiihyggju sveitabóndans hvílir framtíðarheill þessa lands öllu öðru framar. Pað er grundvöllurinn sem sveitirnai eiga að byggjast og blómgast á. En í sveitunum á flest það sem er best í fari þjóðarinnar sínar traustustu rætur. — Hamast þú utsynningur eins og þér sýnist, ger þú það sem þú getur til að auka skammdegisdrungann og skammdegisdeyfðina. Ekki skeyta þeir því hið minsta bændurnir okkar sem numið hufa fyrsta og æðsta boð orð íslenskrar búfræði og breytt eftir því, en það boðorð hljóðar svo: Vertu jafnan viðbúinn við vetrarharð- indum. En jafngott er þó þú reynir að hrópa það í eyru hinna. — Ef til vill kemur sá tími einhvern tíma að hver einasti bóndi á íslandi hefir lært þetta boðorð og breytir eftir því. Pá getur þú spriklað og dansað vetrarnæðingur, bændunum getur þú þá ekki lengur unnið geig. Þá horfa þeir kalt og rólega á ham- farir þínar, iskrumlur þínar vinna ekki á stálbrynju fyrirhyggjunnar. Bændurnir vita að þeir eru viðbúnir að verjast ertingum þínum þangað til sólin dreifir vetrarmyrkrinu og sendir voihlýjan sunnanblæinn með Þig — norður og niður. Atli. Eimskipafélagið. Uppdrættir af skipunum hafa verið til sýnis í Reykjavík hjá bráðabyrgða- stjórninni. Láta þeir vel yflr er helst bera skyn á þá hluti. Afráðið er að loita tilboða um smíði skipanna sarn kvæmt þessum uppdráttum, hjá stæstu skipasmíðastöðum á Englandi, Þýska- landi, Danmörku, Noregi og víðar. Nýkomið „Lögberg" flytur fregnir af fundahöldum í Vinnipeg um hlut töku Vestur-íslendiriga. Kom þar fratn eindreginn áhugi þeirra landa vorra þar vest.ra á þessu mikla þjóð heillafyrirtæki. Safnaðist þegar um 75 þús. kr. hlutafé. Er gert ráð fyrir að um 100 þús. kr. safnist í Vinnipeg ogjafnmikið að minsta kosti meðal íslendinga annarstaðar. Er nú unnið að hlutasöfnuninni þar af miklu kappi. — Það er mikið gleðiefni hverjum góðum íslendingi að þessu miklu vel ferðarmáli er svo langt komið áleið- is. Byrjunin er góð, en nú skiftir miklu um áframhaldið. Reynir þá allmjög á það tvent: að félaginu veiði vel stjórnað, og að ekki brest.i samheldnina meðal landsmanna til að varðveita og verja þetta óskabarn sitt hverskonar hættum i uppvextin um. Og til þess mun þörf á að vera vel á verði. Árið næsta verður merkisár og 17. jan. merkisdagur í sögu þjóðarinnar, og það er sjálfri henni að kenna ef hann verður ekki líka heilladagur. Búnaðarnámsskeiðiö, Eins og sóst af auglýsingu í siðasta tölublaði, gefur Búnaðaifélag íslands kost á náinsskefði í vetur að Þjórs- artúni. Námsskeiðið í fyrra var vel -sótt, og svo var að heyra á flestum er þangað komu, að þeir ekki iðruðust eftir. Suðurland býst ekki við því að í þetta sinn sé þörf á neinni brýningu. Allra síst fyrir yngri mennina, því þeir eiga tvöfalt erindi þar sem íþrótta- námskeiðið er háð samtímis. Það væri þá helst ef til vill að ýta við hinum eldri. Námskeiðið í fyrra sóttu allmargir eldri bændur, og Suð- urland vonar að svo verði enn, þá má með engu móti vanta. Þessi námskeið eru þeim ætluð eigi síst. Og auk þess sem ráðnir og reyndir bændur geta eigi hvað síst haft gagn af námskeiðunum, geta þeir líka gert námskeiðunum gagu. Þeir hafa reynsl- una fyrir sig að bera, og á nám- skeiðum er ágætt tækifæii fyrir þá til þess að skýia frá reynslu sinni um ýmislogt, og bera saman við reynslu annara. Við þurfum svo mjög á því að halda að læra hver af öðrum. Bændur! Fjölmennið því á nám- skeiðið í vetur. — Suðurland vék að því í fyrravetur að leitt væri að alþýðufræðsla Stú dentafélagsins hefði ekki getað liðsint okkur eitthvað hér eystra á nám- skeiðinu þá, og mæltist til að það

x

Suðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.