Suðurland


Suðurland - 31.01.1914, Blaðsíða 2

Suðurland - 31.01.1914, Blaðsíða 2
130 SUÐURLAND fegurð. í suðri blasir við eldfjallið Sakurashima á smáeyju undan landi. A eyju þessari er fábygt, en fyrir handan sundið á aðaieyjunni er bær inn Kagoshima og eru þar um 70 þúsundir íbúa. Yegurinn yfir sundið frá Kagoshima til eldeyjarinnar Sak- urashima er aðeins tvær rastir. í þessum stöðum hófst þann 12. þ. m. eitthvert mesta eldgos sem sögur fara af. Fjallið Sakurashima, sem er um 1100 mílna hátt,' rifnaði á 3 stöðum og öskumekkirnir stóðu mörg hundruð metra upp í loftið. Ösku, gjalli og glóandi steinum rigndi yfir bygðina og í gegnum svartan öskumokkinn grilti í eldinn. Samfara gosinu urðu jarðskjálftar svo miklir að járnbrautir eyðilögðust í nágrenninu og fjöldi húsa féll til grunna. Simað er frá Tokío að bær- inn Kagoshíma sé hulinn 5 metra þykku lagi af ösku og gjalli. Um manntjónið er ennþá ekkert hægt að segja með vissu. Fyrstu frognir töldu það 100,000, nú er tal an þó komin niður í 7000 eða jafn- v. l minna. Eldsumbrot.in halda áfram. -----0*00------ Sigurför sláttuvélanna. Reynslan norðanlands. Ilér á landi austan Hellisheiðar h .fa siáttuvélarnar rutt sér ört til íiíms nú á fáum árum, hér þekkja menn það nú orðið hve miklir hags- inuuír eru að þessum vélum þar soni þeim verður við komið, og óhjá- k'. æmilegt er það að hér verði héð anar lagt meira kapp en áður á það tið útrýma þúfunum. Svo góð er þessí reynsla sem hér er fengin af nolkun vélanna. En í öðrum landshlutum hefir til 1‘i‘SS‘i lítið ágengt orðið með útbreiðslu vélanna, þar hafa áður á stöku stað voiið reyndar óhentugar sláttuvélar og ýms mistök verið á notkun þeirra, og þetta hefir, eins og áður var hér syðra, fælt menn frá því að hugsa nokkuð um þetta frekar og komið imi hjá þeim þeirri trú, að sláttuvél- ar gætu hér að engu liði orðið á landi liér. Nú hefir Ræktunarfélag Norðurlands tekið að sér að láta leysa úr vafan um um nothæfi sláttuvéla á sínu svæði. Lét það í sumar gera ýtar- legar tilraunir með vélslátt, og varð áiangur a]iu£ airnar °S m'klu betri en menn höfðu búiýt við. Um þlssa reyrwVu þar nyrðia skiif ar framkvæ'rrfSarstjóri félagsins, Jakob II. Líndal svo í Ársriti Ræktunarfé lagsins : . „Sláttuvél hefirfélagið eignast. Það or Deering, með þunn ri greiðu. Með tienni var slegið tún félagsins og slóst vel. Einnig var slegið með henni hjá nokkrum bæn dum i Eyja ffrði, bæði á túni og engi. Á túni reyndist hún slá vonum betur. í miklu grasi jafnvel svo vel, að vafa samt or að betur verði slegið með Ijí. Hvergi hefir hún komið í svo þétt gras, að þar reyndist nokkur fyrirstaða. Var þó slegið með henni hart grundartún á Hrafnagili. Á iila gerðum harðlendum þaksléttum slær hún lakara, en kemur þó ekki mjög að sök, sé grasið mikið. Yfir leitt slær vélin svo vel á t.únum, að engin.i skaði er að á fyrra slætti, og þar sem vel slétt er undir og allgott gras, slær hún viðunandi, ■ þótt ein- slegið skuli vera. Mikill halli á tún um er ókostur og smábletti borgar sig ekki að slá. Kyrt. þarf helst að vera, þegar slegið er, og þurt veður. Á engjunum gekk slátturinn víðast vel. Slegnar voru starungsfitjar, slétt valllendi og flæðengi blautt og þurt. Sé gott gras, slétt og mjúk rót, slæst engu ver en með Ijá. Á snöggvum störungsfitjum, með hnúskum og dældum, eins og viða vill verða, slær hún lakara en Ijár, ekki þó svo illa, að ekki megi vel við una fyrir þá, sem engjaráð hafa. Á harðvelli, sem ekki er því grasgefnara, vill þéttasti þelinn veiða eftir í rótinni. Á þurr- um flæðengjum sló vélin mjög vel, sé smágresi í rótinni, mun hún þó tæplega eins heydrjúg og Ijár. Á blautum engjum er aftur á móti ýmsum vandkvæðum buudið. Ilt að slá þar, sem hestarnir geta ekki geng- ið hiklaust. Sé leir í rótinni, vill heyið atast út, og í mjög miklum mosa og vatni hættir til að setjast í greiðuna. Mjög blaut engi verður því tæpast gert ráð fyrir að slegin slegin verði með sláttuvél. Engu að að síður er reynsla sú, sem fengin er, betri en eg hafði búist við, og alt önnur en alment er álitið um siáttuvélar hér norðanlands. Þess mætti geta, að Eggert Davíðsson, bóndi á Möðruvöllum, fékk einnig sláttuvél í sumar; sló hann með henni mikið, bæði á túni og engi, og lætur hið besta yfir. Segir að síáttuvélin hafi borgað mikið í verði sínu í sumar. Að því sem mér er kunnugt, hafa 8 sláttuvélar verið starfandi á Noiðurlandi í sumar. Það er nú fengin sú reynsla., að það er vafalaust, að á mörgum bæjum er mikið, bæði á túni og engi, sem má slá með sláttuvél. Og þar þar sem minna er með hana að gera, geta tveir eða fleiri bændur átt hana í fé iagi. Fyrir einn mann mun sláttu vél tæplega kaupandi.á minna land en 15 dagsláttur. Vélin kostar nú hér um bil 240 kr. En auk þess er mikið betra að hafa sórstakt biýnslu- áhald, sem kostar um 22 kr. Sé slegið hiklaust í 10 tíma, rná ætla henni 5—6 dagsláttur á túni og nokkru meira á engi. Eægir hestar vcnjast vélinni fljótt. Sumir hestar, er reynd ir voru í sumar, drógu strax fullum fetum. Einstöku varð líka að sleppa sökum óþægðar, vegna þess líka, að menn voru eðlilega sárir á tímanum áð nota hann til tamninga. Um mennina er ekki svo mikið að óttast. Til þess að verða vel leikinn sláttu- maður, þarf reyndar nokkra æfingu, en verklaginn maður, er farið heflr með hesta, slær gott land hiklaust á fyrsta degi. Nú er verkafólksekla og kaupgjald fer altaf hækkandi. Helsta leiðin út úr þeirri klípu veiður sláttuvélin og fleiii vinnuvélar, þar sem hægt er að koma þeim við. Við höfum svo lítið vélfært land, segja flestir. Satt að vísu hjá mörgum, en surrúr hafa líka mikið. Og slétta landið stækkar fljótlega, þegar vélin er komin. Eað er einn af hennar kostum. Þá fara menn fyrst að finna, hvers virði jarða- bæt.ur eru. Hún þokar markinu hærra. Eflir þrekið til framkvæmd anna. Á byrjunarstigi jarðabótanna sáu menn sléttuð flekkstæði hingað og þangað innan um hraunþýfið að- eins í hillingum, lengra eygðu fæstir, hærra var ekki stefnt. Eess vegna eru sléttublettirnir dreifðir víðs vegar um allan .völlinn. Nú hafa margir tekið fyiir ákveðna túnhluta til slétt- unar. En sláttuvélin gerir enn meiri kröfur. Hún heimtar alt túnið, þann ig: Sléttið fyrst höftin og komið saman slóttu blettunum. Leggið svo nýjar sléttur haganlega til sláttar, og bui t svo með allar bannsettar þufurn- ar, þær verða ykkur og mér til bölv unar fram til síðustu stundar, sem þær fá að standa. Og vér ættum að láta leiðbeiningar og örvunarorð sláttu- vélarinnar oss að kenningu verða. Isú er fengið það verkfæri og sú reynsla, að það er ófært að láta þetta hjálparmeðal liggja ónotað lengur, og það er skaðleg óframsýni að miða ekki fyrirkomulag jarðabóta við not- kun hennar, jafnvel á þeim jörðum, sem hún þó getur ekki komið að notum í nánustu framtíð." Eins og sjá má af þessu sem Jakob H. Líndal skrifar, hefir reyndin orðið sú hin sama með „Deering" sláttu- vélina þar nyrðra sem hér, og er því líklegt að vélunum fjölgi þar úr þessu. Vandkvæði þau, er Jakob talar um að á því séu að slá með vél á blaut- um engjum, þekkjum við einnig hér syðra, en þó er samt slegið hér all- víða á afarblautum engjum, t. d. Safarmýri, og verður að góðu iiði. í*að er rétt, að þar sem leir er í rótinni vill heyið atast út, og er það mikið mein þar sem engjarnar að öðru leyti eru vel vélfærar, en lík- legt er að takast megi að ráða bót á þessu, og það hefi eg haft í huga að reyna. Hér syðra slá raenn aftur á móti alveg fyrirstöðulaust,” hversu mikill sem mosinn er, og eins talsvert niðri í vatni. En æfingu þarf talsverða í meðferð vélarinnar til þess að geta notað hana á svo afarmismunandi jarðlagi sem hér er um að ræða. Gerð „Deering" sláttuvélarinnar er þannig, að talsverða tilbreytni má gera á henni eftir mismunandi jarð- lagi. Hafa hér í blaðinu áður verið gefnar nokkrar bendingar um þetta. Reynslan heflr hér syðaa orðið sú, að æfðir monn hafa slegið með vél- unum engjar, sem ongum hafði áður til hugar komið að nokkurt viðlit væri að slá með vél, og af reynslu þeirri, sem hér or fengin, má mikið læra. Búnaðarfregriir. Suðurland byrjaði á því á síðast- liðnu vori, að bjóða mönnutn rúin undir þessari fyrirsögn fyrir ýmsar markverðar og eftiibreytingaveiðar riýjungar í búnaðai framkvæmdum. Yíldi blaðið með þessu móti greiða fyrir því að bændur kyntust hver annars reynslu, og jafnframt halda því á loft, sem merkilegt væri af þessu tagi, og verða mætti öðrum til lærdóms og upphvatningar. Mælt- ist blaðið til þess að því yrði sendar fregnir um alt af þessu tagi, smátt og stórt er gerðist í sveitunum. Við því hefði mátt búast, að þessu hefði verið vel tekið, og að blaðinu hefði borist talsvert af slíkum fregnum, en reyndin hefir orðið önnur, ekki einn einasti maður heflr látið til sín heyra um þett.a síðan fyrsta greinin kom út. Hvergi nema hér á íslaudi hefði blað getað faiið svo argvítuga fýlu- ferð með slík tilmæli. Til þess að sýna lesendum blaðs- ins, einkum bændunum, að það hefði mátt vei ða mörgum til gagns og fróð- leiks, ef tilmælum þess hefði verið sint, er hér nú birt bréf írá bónda hér í sýslunni um jarðræktarstörif með nýju sniði, er hann hefir haft með höndum. Bréfið er reyndar ekki sent blaðinu. En sá sem bréfið fékk hefir tekið sér bessaleyfi til að lofa Suðurlandi að birta það, og fer það hér á eftir: „—---------Eg mun hafa lofað þér að láta þig vita hvernig gengi að græða upp bLttinn sem þú plægðir í túuinu hjá mér haustiö 1911. Skal hér í fám orðum skýrt frá því. Bletturinn er að stærð 1300 □ f. Allmikið var unnið að því að herfa hann, bæði um haustið og á klaka um vorið — roeð fjaðraherfi, annað herfi þá ekki til. Gekk það illa; sá eg að seint eða aldrei mundi takast að jafna flagið með því; tók eg því fyrir að láta jafna flagið með hand- verkfærum, til þess gengu 18 dags- verk. Var því verki lokið 25. maí 1912. Flagið var í halla og þurfti sumstaðar að moka niður hóla og hryggi, var þar því engin grasrót á þeim blettum; í þá sáði eg 4 pd. af grasfræi. Áburður var borinn í af flaginu, ekkert í hitt. Var það svo látið eiga sig. Algrænt var það orðið í byrjun júlí, en um miðjan ágúst var það besta af því slegið og fékk eg af því 5 hesta af heyi. Ekki var meira gras þar sem borinn, var í það áburður, en arfi miklu meiii. í vor 1913 var enginn áburður borinn í það, og þó spratt það mjög vel og var grasið hátt og þroskamikið. Um mánaðarmótin júlí og ágúst var það slegið og fékk eg af því 23 hesta af vænu bandi, bar þá mjög lítið á aifa. Þetta svarar til 16 hesta af dagsláttunni. Næsta vor ætla eg að bera vel á það. — Ef til væri hentugt herfi sem ynni vel plægða grasrót, væri þétta lang fljótlegasta og besta aðíerð við túna- sléttu þar sem jarðvegur ér góður og gróðuvsæll. Af herfum þeim sem við höfum nú úr að velja, mun diska eða skála- heifið vera hið besta á plægða gras- rót. t'innska spaðaherfið virðist mér alls ekki gotf. Það hefir verið lofað alt of mikið, Eg held að því mætti breyta til bóta, þannig, að spað- arnir hölluðust dálítið meira og væru einnig nijórri og lengri. Búnaðarfélag íslands þyifti að hafa til umráða nokkurt fé til að láta góða smiði íslenska reyna að laga land- búnaðarverkfæri sem ábótavant er eða búa til ný. Margt af þeim til - raunum mundi að sjálfsögðu mishepn- ast, en breyting til bóta, þó ekki væri nema á einu verkfæri gæti ef

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.