Suðurland


Suðurland - 30.03.1914, Blaðsíða 2

Suðurland - 30.03.1914, Blaðsíða 2
160 SUÐURLAND það hverri meginstefnunni framhjóð- endur vildu fylgja, að löggjöfin styddi að því að auðsafn og framkvæmdar- magn yrði í fárra manna böndum, eða hitt, að vinna að því að fram- leiðslan og framkvæmdarmagnið yrði sem mest í höndum fjöldans. Vandr æðin í þessu máli í öðrum löndum, mundu stafa nokkuð af því að iög gjafarvaldið heflr ekki skeytt um þetta, og því hefir nú skapast það ástand sem stjórn og iöggjöf fær nú lítt við ráðið. Það sem hér iægi fyrir í þessu efni væri fyrst og fremst að löggjaf arvaldið hér væri á verði í tima, en vekja ekki með skeytingarleysinu upp þann draug, er það síðar fengi ekki við ráðið. Að því er snerti ákveðin úrræði til hagsbóta verkamönnum, kvaðst hann helst koma auga á heilsu og siysatryggingar. Atvinnuleysis vandræðin í kaupstöðum og kauptún um suma tíma árs væri og alvariegt viðfangsefni, en varla skjótt bót á ráðin frá hálfu löggjafarvaldsins, ræt- ur þessa meins liggja svo víða. Þriðji fundurinn var haldinn að Tiyggvaskála á flmtudaginn. Var sá fundur fámennur, mættu þar 15 kjósendur. Fundarstj. Engilbert Sig- urðsson frá Kröggólfsstöðum og skrif- ari Jón Sigurðsson í Kallaðarnesi. Rædd voru þar hin sömu mál og á hinum íundunum. Urðu reyndar umræður litlar af hálfu fundarmanna nema fyrirspurnir til frambjóðenda. í stjórnarskrármáiinu bar Jón Sig- urðsson frá Kailaðarnesi upp tillögu samhijóða þeirri er samþykt var á Eyrarbakka, og var hún sam|>ykt í einu hljóði. Fjórði fundurinn var haldinn að Húsatóftum á föstudaginn. Þar voru mættir eitthvað milli 30 og 40 kjós- endur úr Hreppum og af Skeiðum. Á þessum fundi mætti af fram- bjóðendum Einar Arnórsson einn. Jjýsti hann afstöðu sinni í stjórnar- skrármálinu og öðrum hinum sömu málum og á fyrri íundum. í stjórn- arskrármálinu var samþykt með öii- um greiddum atkvœðum samhijóða tillaga þeím er samþyktar voru á Eyrarbakka og að Tryggvaskáia. Umræður urðu engar af háifu fund armanna aðrar en fyrirspurnir til E, A., meðal annars bar Ágúst Heiga- son í Birtingaholti fram fyrirspurn til E. A. um afstöðu hans til bann- málsins. Svaraði E. A. fyrirspurn- inni þannig, að hann væri í raun og veru bannlögunum mótfallinn, en úr því þau væru nú einu sinni orðin til teldi hann það ekki vansaiaust að íara að nema þau lög úr gildi fyr en þá að næg reynsla væri fengin fyrir því að lögin næði ekki tilangi sínum. Annars voru á þessum fundi aðeins hin sömu mál til umræðu sem á hin- um fundunum. Fimti og siðasti fundurinn var haldinn að Minni-Borg í Grímsnesi á laugardaginn. Grímcnesingar sóttu fundinn mjög vel og 4 eða 5 kjósend- ur mættu þar úr Laugardalshreppi. Fundarstjóri var kosinn Jóhannes Einarsson í Eyvík og skrifari Magnús Jónsson í Klausturhólum. Fundurinn hófst kl. 1 e. hd. og 1. april næstk. fiyt ég í hús Guðmunclar Sigurðssonar, vei zlun armanns. Verð ég þar til viðtals við sjúklinga kl 10—2 og 4—8. Lyfjabúðin opin á sama tima. Eyrarbakka 24. marz 1914. Konráð R. Konráðsson. stóð til ki. 7^/a um kveidið. Á fund- inum mættu 3 frambjóðendur, þeir Einai Arnórsson, Jón Jónatansson og Þorfinnur Þórarinsson. Mestur hluti fundartímans fór í um ræður um stjórnarskrármálið. í því máli töluðu E. A. 4 sinnum, Þorf. 3, J. J. 2, Indriði Gnðmundss. 3, séra Gísli Jónsson og Magnús Jónsson 1 sinni hvor. Af þessum ræðumönnum voru þeir á einu máli: E. A., J. J. og M. J., en hinir á móti. Þortlnnur Bórarinsson kvaðst okki sjá annað en að konungsboðskapurinn væri nákvæmlega eins og þingið hefði mátt búast við, og það hefði með engu móti getað átt von á öðru svari en þessu, enda væri hér ekkert að orðið, væri því sjálfsagt að taka við þessum boðskap eins og hann væri, og engin ástæða til neinna mótmæla né fyrirvara frá þingsins háifu, en sjáifsagt að samþyktja stjórnarskrána með öllu fyrirvaralaust. Reyndi hann að hrekja skýringar E. A. á málinu, en E. A. hrakti allar mótbárur jafn- harðan. Umræður voru rólegai' og stillilegar að mestu ieyti, þó taiaði Borflnnur af nokkrum hita og varpaði nokkrum hnútum til hinna, E. A. og J. J., en þær voru reknar aftur ósleitilega. Annars er ekki rúm til þess að geta nánar um þessar umræður nú, enda þótt ástæða hefði verið til. Dagskráin á þessum fundi var hin sama og á hinum fundunum. En um öll þau mál önnur en stjórnar skrármálið, er rædd voru, voru fram bjóðendur allir í öllu verulegu sam- mála. Álykt in var ekki gerð nerna um stjórnarskrármálið. Um það var bor- in upp og samþykt tillaga, að efni til samhijóða lillögum þeim, er samþ. voru á Eyrarb. og Ti yggvaskáia. Með tillögunni voru greidd 15 atkv., en ekkert á móti. Fundir þessir fóru annars allir vel fram, umræður rólegar og blátt áfram. Bað hefir stundum þótt við bera er Reykvískir stjórnmálamenn hafa verið hér á fundum, að æsing og of- urkapp hafi gert vart við sig. En nú varð þess ekki vart. Einar Arn- órnórsson flutti iíka sitt mál stilt og róiega með skýrum róksemdum, en engum umsigslætti eða fimbulfambi, og mun óhætt að fuliyrða að öllum þorra þeirra manna er mætt hafa á fundum þessum, hafi getist vel að. llangæingav eru nú að halda ingmálafundi sína þessa dagana. undirnir áttu að vera alls 4. Mun ú tveimur þeirra lokið, en sá 3 tendur yflr í dag á Stórólfshvoli. tunu fréttir af fréttir af fundum essum koma í næsta blaði. Um nýbýli og fleira. Bað sem kom mér til að skrifa þessar línur, er aðallega fyrirlestur Hailgríms Borbergssonar á Halldórs- stöðum, sem prentaður er í síðasta „Andvara" 1913,' og sem fluttur var á bændanámskeiði að Grund í Eyjafirði 5. apríl 1913, um „Aukið iandnám'', og grein sem birtist í Suðurlandi 14. febr., eftir Helga Þórarinsson í Bykkva- bæ: „Vinnuleysi og vinnuþörf". Báðar þessar ritgerðir ræða um eitt af þeim málum, sem ofarlega eru á dagskrá hjá þjóðinni, atvinnuleysi og nýbýlabúskap, eða ræktun landsins, en mjög fara höfundarnir sina leiðina hvor í því máli, hvað nýbýlabúskap snertir. — Eg vil þá fyrst og fremst fara nokkrum oiðum um grein Helga Þór- arinssonar, því honiun er eg i aðal atriðinu ósamdóma. Að vísu er eg honum samdóma að því leyti sem atvinnuleysið snertir í kaupstöðunum og bágindi þau sem af því leiða, en þar mun nú vera hægra um að tala en úr að bæta. Efalaust eru bágind- in og fátæktin í kaupstöðum mest hjá fjölskyldumönnum, sem fyrir ómögum fleiri eða færri hafa að sjá, en þeim hinum sömu hygg eg orfitt að leita sér atvinnu langt upp í sveit, að haust eða vetrarlagi, frá konu og börnum, og það kaup, sem þeir ættu þar von á að fá, hygg eg mundi skamt duga til að bæta úr hungri og bág- indum þeirra, en enga bændur þekki eg, þótt stórbændur nefndist, sem mundu treysta sér ti) að taka heilar fjölskyldur yfir veturinn, þótt ekki væri upp á annað en mat. Öðru máli er vitanlega að gegna með einhleypt fólk. Bað ætti að geta eitthvað fengið að gera fyrir mat sinn, en bæði hygg eg að það fólk þykist ekki vera upp á aðra komið í kaupstöðum, enda þakkarlaust þótt svo sé, en þetta fóik er ófáanlegt til að vera í sveit að vetrinum til, þykir nóg að verða að neyðast til að fara í sveit að sumrinu, til að afla þar handa sér að eyða að vetrinum, og er það síst hrósvert eða heppiiegt, en svo er það nú samt. Úr því fólkið er farið úr sveitinni, er komið það los á það, sem erfitt er að standa á móti. Bað er því iekinn seni þarf að setja undir i tíma, að fólkið flytji ekki úr sveitunum til kaupstaðanna í hugsunarieysi, og dvelji þar og eyði því iitla sem til er, uns það er búið, og verði svo að vera uppá aðrakom- ið, annaðhvort í kaupstöðum eða það verður að flytjast aftur til sinnar eigin sveitaij sem þurfamenn. Betfa eru vanalegu afdrifin. Hitt ber aldrei við, að þetta fólk flytji aftur í sveit- ina með nokkur efni, mikii eða lítil, og er það átakarilegf, ekki einungis fyrir það sjáift., heldur og engu síður fyrir sveitarfélögin, sem hafa alið það upp og gert að mönnum, en nýtar lítiila verka af, en þar hafa kaupstað- írnir og sórstaklega Reykjavík marga krónuna fengið fyr og siðar í uppeldi fólks úr sveitunum. Gæti sveitfest- istiminn ef til vill haft þar einhver áhtif, en út í það skal ekki farið hér. Um þessi atriði öll hygg eg að við Helgi getum verið ásáttir. í áminstri grein sinni gerir IJ. B. harða árás á smábýlabúskapinn, og segir að smábýlin „reisi aldrei landið úr rústum", heldur telur hann rétt- ara að_ sameina kotbýlin sem mest og gera að stórbýlum, sem i fornöld. Bessu er eg alveg mótfallinn. Það þaif enginn að ætla sér að hafa þræla og ambáttir til að yrk’ja jarðir sinar með nú, eins og var í fornöld. Sá hugsunarháttur einstakra inanna, að vilja leggja sem mestar og flestar jarðir undir sig, er síst til að auka ræktun landsins eða stuðla að því, að fólkið haldist í sveitunum og vinni sér og þeim gagn. Pað or þvert á móti átumein fyrir sveitirnar og land skapinn, og ræktun landsins oft ef ekki oftast misskilin hagnaðarvon fyrir þann sem það gerir, en upphaf að argvít- ugustu óhamingju fyrir litlu en sjálf- stœðn jarðirnar og ]>á sem á þeim bjuggu og gátu búið í framtíðinni, hefðu þær ekki verið lagðar undir höfuðbólið. Skal eg nú reyna að rökstyðja þetta. Það eru stórbændurnir á stóru jörðunum sem eðlilega vantar helst fólkið tii að vinna upp jarðir sínar, og cins og H. P. nefnir, vantar fólk til að geta hirt skepnur sínar viðun- aniega og gert það annað sem þörf er að gera. Frá þessu er litil undan- tekning, nema þar sem uppkomin börn eru hjá foreldtum sínum. En hvað leiðir svo af þessu? Vitanlfga það, að jarðirnar eru ekki svo setnar sem þaif. Lítið gert í samanburði við stærð jirðarinnar. Þótt lítið sé gert úr kotbúskapnum, eða búskap á litlum jörðum, sýnir reynslan það, og hún er ólýgnust, að á 4 10 hndr. jöi ðum lifa fleiri menn og fleiri skepn- ur en á 1 40 hndr. jörð, sbr. sumar javðir í FJóa, Þykkvabæ og víðar. Auk þess eru á þessum 4 sjálfstæð- ir bændur, sem una sér meb sína hópa, én á stóru jörðinni ekki nema 1 bóndi með nokkra menn, ef til^vill litið fleiri en hver hinna, og þá""á hlaupum, sitt árið hvern. Bað þarf ekki endilega stóra jörð eða margar jarðir til að búa á til þess að búskap- uiinn geti verið góður og jafnvel fyrirmyndarbúskapur. Bað hafa ein staka menn sýnt, bæði fyr og síðar. Að öllu samanlögðu hygg eg, minsta kosti þar sem eg þekki til, hafa aftur stóru jarðirnar orðið ofjarlar bóndans, enda þótt hvorttveggja vitanlega hafi átt sér stað, en það sýnir þó ekkf annað en það, að litla jörðin hefir farið vel með sinn góða bónda. En set.jum nú samt svo, að alt gangi vei, eins og er, með búskap á stóru jörðunum, og sein betur fer er það víða, þótt eg efist urn að það sé í hiutfalli við stærðina, þá tel eg iítinn vafa á að eins og nú horfir við, sé rangt að stækka þær meir. Við verðum að taka með i reikninginn að við lifum á breytingartiina. Síðan vistarbands- lögin urðu til 1893, hefir svo gef breyst með fólk, ailerfitt er að hafá það til nauðsynlegustu vinnu og þá sérstakiega á stóru jarðirnar. Annað það, að húsabyggingaf hafa’svo mjög aukist á síðustu árum, og þá ekki hvað síst á stóru jörðunum, að nemá mun víða öðru eins verði, og sum- staðar meira en hvað jóiðin kostaO að eg að minsta kosti verð a.ð játa, að eg er ekki svo bjartsýnn, að e£ sjái hverjir séu færir ti) að taka Þ®r í framtíðinni, eins og þær eru nu' hvað þá heldur ef lögð yrðu mö>‘S »

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.