Suðurland


Suðurland - 30.03.1914, Side 4

Suðurland - 30.03.1914, Side 4
162 SUÐURLAND raenna umferð yflr árnar á vetrardegi krefst þess að þær verði brúaðar — þá eru líka innanhéraðs ástæður svo miklar til þess að lengi má það ekki dragast. Kirkja þeirra Ölfusinga, svo til nýbygð stendur milli ánna, og til þeirrar kirkju verður fólk að sækja yflr báðar arnar. Barnaskóli er ný- bygður, hann stendur þar sem böin verða að sækja til hans yflr báðar árnar — og það getur altaf komið fyrir að þó árnar væru vel færar að morgni, gœtu þær svelgt eitthvert barnið að kvöldi. — Það er heldur ekki sjaldgæft að ferðamenn verði að vaða árnar í frosti og snjó, og leggja þannig ásigkomnir á Hellisheiði, — það mundi þeim þykja harðir kostir, sem ekki hafa af ferðalagi að segja, nema þegar best er og blíðast á sumrum. Enginn vafl getur á því leikið að skyldan hvílir á Landssjóði að byggja brýrnar. Það á hann að gera og það þarf hann að gera sem allra fyrst. Ritað í mars, 1914. E. S. Mannalát. Þann 1.’ marz s. 1. andaðist að heimili sínu, Holti í Stokkseyrarhreppi, ekkjan Guðfinna Sigurðardóttir, i hárri elli, 84 >2 árs. Ilún var fædd á Tóft- um í sömu sveit í sept. 1829, fluttist þaðan með foreldrum sínum, Sigurði Sigurðssyni og Ásdísi Magnúsdóttur að Gljákoti í sömu sveit. Þar giftist hún Grími Jónssyni frá Traðarholti og bjuggu þar búskap sinn á hálfu Gljá- kotinu Þau eignuðust 18 börn, þar af komust 9 til fullorðinsára, af þeim eru nú 6 á lífi. Eftir 22. ára sam- veru misti hún mann sinn, og bjó svo með börnum sínum í 10 ár áfram á jörðinni þangað til hún fór til Ingibjargar dóttur sinnar, konu Jóns í Holti, en hjá henni dvaldi hún til dauðadags. Pau börnin sem lifðu Guðfinnu sál. eru þessi: Hákon, bú- settur í Reykjavík, Ingibjörg, sömul. í Reykjavík, Grímur, bóndi á Miðkekki, Þórdís, kona Hannesar í Hólum, Þórð- ur, vinnumaður í Holti og Ingibjörg, kona Jóns í Holti, sem áður var getið um. Þau sem dóu fullorðin voru: Sig urður, bóndi í Borg, drukknaði á Stokkseyri, Jón, fyrrum bóndi á Stokks eyri og Guðný, gift sömul. Stokkseyri. Auk barnanna lifa hana 24 barnabörn og 13 barna barnabörn. Þau hjón — Grímur og Guðflnna — bjuggu við lítið jarðnæði en komust þó áfram með allan þennan barna hóp án sveitarstyrks, og þau árin sem Guðflnna bjó sem ekkja, mun hún haía verið fremur veitandi en þurfandi, enda voru börnin þá að komast upp. En erfitt hefir það verið að koma slíkum barnahóp fram, á litlu býli í misjöfnu árferði. Hún var líka gædd feikna viljaþreki og þraut- seigju samfara rniklum hæfileikum til að stjórna, enda mun þetta hvað best hafa stutt hana í framsóknarbarátt- unni. Trúhneigð kona mjög, og til hins síðasta var henni ríkast í huga and leg velíðan sín og sinna, samfara dáð og dug arkomendanna, enda spar- aði hún ekki áminningar í þá átt. Minning Guðfinnu sá). er því mjög hjartfólgin afkomendum hennar og vinum, enda var hún ein af mestu ágætiskonum þes3a lands. II. r Ur grendinni. Slys það vildi til í Þorlákshöfn siðastl. fimtud. þegar bátarnir voru að koma að, að stafnbúi fór út og ætlaði að halda við er skipið rendi uppað, var dýpra en hann hugði og náði ekki niðri, svifaði þá nokkuð skipinu, því slæmt var í sjóinn, loks varð steinn fyrir fæti mannsins og náði hann þar fótfestu, en í sama bili rak kvikan bátinn áfram og hjóst hann niður á rist mannsins, meiddist hann mjög, var Jæknis þegar vitjað, og síðan var hann fluttur hingað og er nú hér undir læknishendi, og mun hann eiga lengi í meiðslinu. Maður þessi heitir Brynjólfur, og er frá Bár í Flóa. Það slys vildi og til að vélamaður á vélabát hóðan, finguibrotnaði í vélinni, var það hepni að ekki varð meira tjón að. Eyrarbakkíi læknlshérað er nú laust frá 1. apríl. Kon^feR. Kon- ráðsson sem gegnt nefir émbættinu fyrir Ásgeir Blöndal héraðslækni í veikinda forföllum hans, er nú settur læknir hér. Konráð heflr getð sér hinn besta orðstír og er það alment áhugamál manna hér að fá að halda honum framvegis, heflr verið safnað undirskriftum undir tilmæli til stjórn- arinnar um að veita honum embættið, og hefir þessu alment verið þannig tekið að óhætt er að fullyrða, að allur þorri héraðsbúa er á einu máli um þetta. Er vonandi að veitingar valdið á sínum tima verði við þessum almennu óskum manna hér. — Botnvörpungar raðasér nú allþétt hér fyrir utan, síðan fiskurinn kom og ekki hika þeir við að fara innfyrir landhelgislínuna, síst á nóttunni. Hafa þeir þegar valdið hér allmiklu tjóni á veiðarfærum, auk þess sem þeir á annan hátt spilla fyrir veiðum lands manna. Er það illa að þegar loksins kemur hér flskur á grunnið eftir heils árs aflaleysi, skuli menn engan frið hafa til að nota sér björgina fyrir þessum yflrgangsseggjum. Varðskipið fór hér austur um nýlega að morgni dags, og brá þá svo undarlega við að ekki sást einn einasti botnvörpungur þann dag, en fult af þeim hér útifyrir rétt áður og eins siðan. Æskilegt væii að varðskipið gæti vitjað hingað oftar um þetta leyti, en vei ið heflr að undanförnu, enda hægast meðan það er hér mest á ferð kring um Vestmannaeyjar og þaðan austur með Suðurströndinni Vitanlega getur þetta eina skip ekki alstaðar verið. Rætt heflr verið hér um að koma á eftirliti úr landi, en á því eru miklir örðugleikar vegna brims, svo alloft verður ekki komist út héðau er mest væri þörf á. En sjálfsagt gæti slíkt eítirlit orðið til mikilla bóta ef því yiði víðkomið, og á það bendir atbuiður sá er gerðist hér nú fyrir skömmu. Vélabátur Einarshafnarverzlunar „Hjálparinn" varáferð til Vestmanna- eyja, voru þá nokkrir botnvörpungar á leið hans, brugðu þeir við er þeir sáu til ferða hans, og tóku saman pjönkur sínar í skyndi og flýttu sér burt hið bráðasta, sumir með vörp- una utanborðs í böndum, gáfu sér ekki tíma tiJ að innbyrða — hafa sjálfsagt búist við að hér væri eftir- litsbátur á ferð. Fólksflutningurinn úr sveitunuin. Eftir Sigurð Sigurðsson. I. Fyrir tæpum 20 árum hlíddi eg á stólræðu í Hrepphólakirkju hjá séra Valdemar prófasti Briem, er mér þótti Jærdómsrík, og hefir mér oft dottið hún í hug síðan. í þeirri ræðu var hann að vara fólk við og áminna það um að flytja ekki í hugsunarleysi úr fámenni í fjölmenni; úr sveitinni að sjónum eða í kaupstaðina. Sýndi hann í Jjósum dráttum, að freistingarnar væru svo margfalt meiri og hættu- legri í fjöJmenni, borgum og bæjum, en til sveita, og áminti um að breyta ekki til, nema gildár og góðar ástæð- ur mæltu með breytingunni. Síðan þessi ræða var flutt, hefir þessi áminning og aðvörun til fólksins veiið marg endurtekin í ræðu og riti, en árangurslítið eftir roynslunni að dæma. Með ári hverju flytur fólkið úr sveitunum í kaupstaðina, einkum til Reykjavíkur. Sumir gera það með yfirlögðu ráði; en aðrir í algerðu hugsunarleysi, eða veikri von um að eitthvað bet.ra taki við. Bændur hafa tekið sig upp, er búið hafa góðum búum, selt þau og flutt til Reykja víkur. Eytt þar efnum sínum og orðið fátækir. Iloifið svo sjónum þeirra, er þá þektu, í hringiðu kaup staðarlífsins og einskis gætt framar. Bessi forlög, eða hvað maður á nú að kalla það, maigra góðra sveita- bænda, er flutt hafa í kaupstaði, eru ömurleg í meira Jagi. — fað er mik- ill munur á því í öllu tilliti að búa góðu búi í sveit, eða vera í þurrabúð í kaupstað og hafa ekki öðru að sinna en algengri eyrarvinnu, ef hún annars fæst. Og vitanlega lakast þó af öllu það, að eiga sífelt undir högg að sækja með að fá vinnu. Ekki er betur ástatt hvað unga fólkið snertir. Undireins og það er komið upp, fer það í burtu frá for- eldrum sínum eitthvað út í buskann, en tíðast þó til Reykjavíkur. Bænd- urnir sitja svo eftir mannlausir eða fáliðaðir, og neyðast stundum til vegna þess að bregða búi og flyt.ja í kaupstað. — í kaupstöðunum lifir svo unga fólkið áhyggjulausu lífi, eft.ir því sem best verður séð. Eiðir tímanum oft og einalt í hálfgeiðuog algerðu iðjuleysi. Notar eftir því sem hægt er skemtanir kaupstaðanna, sjónleiki, kvikmyndasýningar og brek- ánsböll, og eyðir sínum síðasta pening í það. Það hugsar ekki um neitt, eyðir því litla sem það eígnast og lætur reka á reiðanum, viljalítið og forsjálaust. — Yitanlega eiga sér stað heiðarlegar~undantekingai ; on hér er litið á~þetta frá almennu^sjónarmiði. II. Astæðurnar til þessajflutnings fólks- ins úr'sveitunum” í ‘'kaupstaðina ~eru margvislegar ;’>n>ðallega skilst mér að þær séu'þrjár. — í fysta lagi ófneyja meðjkjör>ín. Sumirerusvo gerðir, að þeir una_h vergi^hag sínum og eru einlægt að breyta "til.ÁJ f’eir veiða strax óánægðir of eitthvað bját ar á, og vilja þá friðlaust komast í burtu. Ef t. d. árar illa, felst þeim hugur og leggja árar í bát. Þeir yfirgefa þá jarðir sínar og flytja í kaupstað. Þessi óþreyja gerir mörgum oft stórtjón, og hún háir mikið framför- um landbúnaðarins. Framh. —■------------- Ráðning’ talgát.unnar í Suðurlandi, 14/3. 1914. 20. 11. 22. 17. Land. 14. 15. 3. 12. 11. Sunna. 5. 10. 18. 16. 13. 15. 19. Blindur. 5. 20. 11. 3. 17. 6. Blanda. 21. 20. 17. 15. 7. Eldur. 13. 24. 16. 17. 18. 10. 20. Dindill. 21. 18. 16. 24. 7. Einir. 2. 15. 8. 22. Auðn. 5. 11. 20. 23. 15. 7. Baldur. 5. 2. 19. 8. 24. Barði. 21. 18. 3. 9. 7. Einar. 14. 15. 22. 17. 19. 2. 8. 18. 7. Sundraðir. 13. 6. 3. 14. Dans. 20. 18. 12. 17. Lind. 17. 9. 20. 15. 7. Dalur. 19. 9. -1. 15. 19. Ragur. 4. 7. 15. 3. 13. Grund. 10. 15. 12. 17. 15. 7. Lundur. 24. 14. 10. 6. 3. 13. íslarid. 10. 11. 15. 4. 6. 19. 13. 11. 10. 15. 1-9. Laugardalur. 2. 3. 13. 18. Andi. 14. 11. 3. 13. 15. 19. Sandur. 14. 2. 15. 8. 15. 19. Sauður. 2. 7. 4. Arg. 6. 12. 4. 2. 1. II. 16. 4. 15. 19. Angalangur 1. 9. 15. 4. Laug. 2. 15. 8. 6. 19. 4. 7. 15. 12. 17. Auðargrund. 4. 15. 22. 16. 11. Gunna. I.— 24. Langbarðalandsundirlendi. Br. J. Fleiri hafa sent ráðningar, en sú er aðeitis birt er fyrst kom. Jörðin Áhraun i Skeiðahreppi fæst til ábúður í næstu fardögum, 1914. Semja ber við Egll fórðarson Kjóastöðum I Biskupstungum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jónatansson. Preutsmiðja Suðurlands.

x

Suðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.