Suðurland


Suðurland - 10.05.1914, Blaðsíða 1

Suðurland - 10.05.1914, Blaðsíða 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála IV. árg. Eyrarbakka 10. mai 1914. Nr. 46. V Suðurland keraur út einu sinni í viku, á • laugardögum. Argangurian kost- » ar 3 krónur, erlendis 4 kr. Ritstj Jón Jónatansson • á Ásgaulsstöðum. 0 Inuheimtumaður Suðurlands er 5 hér á Eyrarbakka: Maríus • Ólafsson, verelunarmaður 9 við kaupfélagið „INGÓLFUR" • á Há^yri. — I Reykjavík: • Ólafur Gislason versl- 9 uaarmaður í Liverpool. • Auglýsingar sendist í prent- 2 smiðju Suðurlands, og kosta: J kr. 1.50 fyrir þuml. á fyrstu síðu, « en 1,25 á hinum. •—.......... CiríRur Cinarsson yfirdómslögmaður Laugaveg 18 A (uppi) Beykjavík. Talsími 433. Flyfcur mál fyrii' undirrétti og yflrdómi. Annast kaup og sölu fasteigna. Venju lega heima kl. 12—1 og 4—5 e. h. Bændaförin. Þess var getið í síðasta blaði að bændaförin norður á að hefjast frá Pingvelli 19. júní, og verður þá fyrst farið vestur til Borgaifjarðar — yflr Uxahrygg. Um viðkomustaði í Borg- arfirði er enn ekki ákveðið. En til feiðarinnar fiá Þingvöllum og að Stað í Hrútafirði eru ætlaðir 3 dag- ar. Formaður Búnaðarsambandsins nafði i vetur mælst til þess við Ræktunarfél. Norðurlands að semja á*tlun fyrir ferðina um JSorðurland. Heflr honum nú borist áætlun þessi °g þykir rétt að birta hana hér þeinr M athugunar sem ætla að vera í förinni. Aætlunin er á þessa leið: 22. júní Frá Melum eða Stað í Hrúta- flrði, komið við á Söndum í Miðfirði, gist í Viðidul. 23. — Farið fram í Vatnsdal um Kornsá, Undiifell, Hvamm, gist í Þingi, ef til vill farið til Þingeyra. 24. — Farið um Blönduós að Holta- stöðum og Geitaskarði í Langadal, gist þar. 25. — Farið yfir Kamba um Sauð- árkrók að Reynistað og Páfastöðum í Skagafirði. 26. — Fram um Skagafjörð, um Vallholt, Vallnnes, að Frosta- stöðum og Hofstöðum. 27- — Farið að Hólum í Hjaltadal. • — Farin Heljaidalsheiði, um Bakka, Helgastaði í Svarfað ardal, til Dalvíkur. a- — Yflr Eyjafjörð á vélarbát að Höfða, Laufási, Grýtubakka. 30. — Sjóveg til Akureyrar. Skoð- uð tilraunastöðin. 1. júlí Fram Eyjafjðrð að Grund og til Akureyrar aftur. 2. — Um Vaglaskóg, Ljósavatn að Gienjaðarstað. 3. — Um Laxamýri að Halldórs- stöðum, Reykjadal. 4. — Upp að Mývatni, um Reykja- hlíð, Slútnes, Skútustaði. 5. — Um Gautlönd, vestur í Bárð- ardal. Búast má við einhverjum lítilshátt- ar breytingum á þessari ferðaáætlun, en sem þó sjálfsagt skifta eigi miklu. Úr Bárðaidalnum verður svo farið af stað 6. júlí, snður Sprengisand. — Þeir sem förina fara, verða að hafa 3 duglega hesta hver, niá ekki minna vera. Búnaðarsambandið Ijær tjöld til fararinnar. Breytingar á ferðaáætluninni og annað sem ástæða er til að taka fiam áður en förin er hafin, verður þeim tilkynt sem í förinni verða, áð- ur en af stað er farið. Um útbúnað til faratinnar er varla ástæða til að taka neitt annað fram en hér er gert, því þeir einir munu verða í förinni, er sig munu -kunna heiman að búa. AUir þeir sem verða í förinni héð- an að austan, verða að vera komnir á Þingvöll á sunnudagskvöldið 18. júní. J. J. Komdu vor! Úr Ijóðabi'éfi til „Þrastar". Alt er hauðrið hjarni slótt, hvergi er skjól við næðing, — þó hefir sólin blett og blett brætt úr klakalæðing. Hjá öllum þorra útaf ber, ef ei batinn kemur. Heyjafengur horflnn er, hurð við jarka nemur. Komdu vor! með blíðum blæ, breyttu fönn i raka, þýddu úr hliðum hvífcan snæ, hauðrið leystu úr klaka. Komdu vor! með kveldin löng — kærast jarðar börnum — láttu' oss heyra svana söng á silfuiskærum tjörnum. Komdu vor ! með fugla-fjold fjor og líf að boða. Skaiaðu gulli skýjatjöld og skærum morgun-roðn. Komdu vor! með kraft og lif - komdu að yngja og græða, vertu öllum hjálp og hlif sem hainiai' þuugir mæða. Byggingarefni: steinlím timbur bárujárn pappa saum o. fi. er ráð að tryggja sér í tíma í Kctnpféhginu „Hekla". Komdu vor! með dug og dáð dreyfðu þungum kviða. Gefðu öllum rekkum ráð sem ragir eru að stríða. Brúsi. Yerslun Skaftfellinora. Svo nefnist grein eftir „Víking" i 39. tbl. Suðurlands. Greinarhöfundur þessi virðist hafa tekið sér hæfilegt nafn, úr þvi hann ekki þorir að gefa upp sitt rétta skírnarnafn; því talsvei ður víkings eða þó öllu heldur berserksbragur er á honum í þessu starfl hans að hrúga saman ósannindum og marklausu bulli, reyndar veltur þetta alt yfir á hann sjálfan strax og andað er á hrúguna. Þó grein þessi sé í rauninni ekki verð þess, að henni sé svarað, og þótt hún þurfl ekki svars við ef um kunnuga lesendur er að ræða, þá ætla eg samt, vegna hinna ókunnugu er greinina lesa, að gera við hana nokkrar athugasemdir. Eftir að greinarhöfundur er búinn að minna á hve verslunin í Vík er búin að standa þar lengi o. fl., minn ist hann á hina dönsku verslun og hina íslensku kaupmenn; þar gefur hann í skyn að íslensku kaupmenn irnir hafi ekki verið megnugir þess að ná öllum viðskiftum við sveitir þær er sækja til Vikur með veislun sína. Mér er ekki kunnugt um að menn hér í sýslu hafi þráð að J. P. T. Brydes verslun í Vík legðisfc niður, enda ekki eðlilegt að svo væri, þar sem ekki er vitanlegt að hún hafi gefið verri viðskifti en hinar aðrnr kaupmannaverslanir þar í Vík. Kaup félag Skaftfellinga var ekki stofnað með það fyiir augum að koma nokk- urri férstakri verslun í Vík á kné, heldur var það tilgangur manna þeirra, er fyrir stofnun þess gengusfc, að koma á fót samvinnufélagsverslun, án tillits tii þess hvaða verslanir yrðu fyrir viðskiftamissi. „Víkingur" þessi skýrir svo frá, að félagsmenn haft átt að fá vörur sínar fyrir það verð er þær kostuðu, með álögðum kostn- aði, og þar að auki hagnað þann, sem söludeildin kynni að gefa af sór; þeim hagnaði hafi átt að skifta milli félagsmanna árlega. Þetta er mjðg rangt frá skýrt. Eins og lög félagsins sýna, var strax byrjað á að koma upp varasjóði fyrir fólagið og sömuleiðis stofnsjóði. Báða þessa sjóði átti að auka árlega með verslun félagsins. í varasjóð hefir samkvæmt lögum fólagsins (30. gr.) jafnau verið lagt 5% af hreinum ágóða; en afganginum skift á félags- menn eftir verslunarmagni hvers eins. 31. gr. laganna mælir svo fyrir, að af ágóða þeim sem skiftist meðal fólagsmanna samkv. 30. gr. skuli fyrst um sinn leggja að minsta kosti helminginn við stofnsjóð. Þetta sýnir að Víkingur veit ekki hvað hann er að skrifa. Eg hefi aldrei heyrt þess getið að þeim hagnaði, sem söludeildin kynni að gefa af sár, skyldi sérstaklega skifta á fólagsmenn. Þegar kaupfé- lagið var stofnað var alls ekki geit ráð íyrir söludeild, heldur var hún tekin upp seinna á aðalfundi án þess sú ráðstöfun væri boiin undir félagsmenn. „Víkingur" minnist á hve útlitið hafl verið glæsilegt strax á öðiu ári. Þeim glæsilega tíma ntuna sennilega fáir eftir, sem tðJilegt er, þar sem þetta félag sem flest önnur samskonar félög, hefir jafnan átt við mikla örðugleika að stnða, bæði sökum fjárskorts og samtaka- leysi?. „Víkingur" gefur einnig í skyn að félagið hafi verið búið að ná tðkum á mönnum; það föstum, að þeir hafi verslað við söludeildina jafnvel þó verð á vöium htnnai veeii ei.gu lægra en hjá kaupmönnum.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.