Suðurland


Suðurland - 10.05.1914, Blaðsíða 3

Suðurland - 10.05.1914, Blaðsíða 3
STJÐURL AND 181 Verslun Guðmundar Egilssonar á Laugaveg 42 í Reykjavík er ávalt byrg af allskonar nauðsynjavöruiu, vcfuaðar vöru, nærfatnaðl, sjölum, sjófötum, b.isáhöldum og inörgu fleiru; má sérstaklega nefna hið bragðgóða Javakaffi, sem hvergi fæst betra né ódýrara. Einnig ágætir Yindlar, margar tegundir. Hármcðalið hcimsfræga, sem allir ættu að nota, fæst nú einungis í Verslun Guðmundar Egilssonar á Laugaveg 42 í Reykjavík. Smjörbúastjórnir athugi, að Kaupfél&gið Jekh selur í vor c?Tilaríálaofni — Stnjörsalt — Smjörpappír Stlutningafötur — SRilvinóuolíu Smjöríif góðan og ódýran i litrum o. fi; ooooooooooooooooooooooooooo „Liverpool“ er orðinþekt um land alt fyrir sitt margbreytta, góða og ódýra úrval af allskonar matvöru. Einnig er nú komið afarstórt úrval af JEeir* og Slervöru alveg dæmalaust ódýrt. T. d. má nefna! Sioltapör Jrá 12 a. cJlfrjöl/iurglös frá 12 a. ^DisRar frá 12 a. St/RurRör Jrá 12 a. SHaffistell Jyrir 6 menn frá 2 Rr. og 60 a. Höfuðstaðarbúar sjá sinn hag í að versla hér, sveitamenn ættu að gera það líka. Verzlunin Liverpool Vesturgötu 3. Reykjavík. mxmxmxmxmxmxmxmxmxmxmxmxmxm Simfregnir frá Rvík. Kosningin í Austur Skaftafells- s^slu féll þannig, að kosinn er Por- leifur Jónsson með 87 atkv. Sigurð ur Sigurðsson fékk 69 atkv. Prðfastur nýr í Húnaþingi er orðinn séra Bjarni Pálsson í Stein- nesi. Borgarstjóri í Reykjavik er kosinn Knud Zimsen með 8 atkv. Sig. Eggerz lilaut 5 atkv. Landsbankagjaidkcrastuðaii er veitt Jóni Pálssyni, er gegnt heflr því starfi nú um hríð. Oifting. Ungfrú Laufey Vilhjálms dóttir frá Rauðará og Gnðm. Finn- bogason magister giftust í gær, og héldu svo samstundis af stað í brúð- kaupsferð til Englands. Giftingin kom Reykvíkingum á óvart — aldrei þessu vant. Thorefélagið. Eins og kunnugt er var Thorefél. leyst frá samningi sínum við lands stórnina 1912, með því félagið var þá komið á heljarþrömina. Síðan befir þó félagið haldið uppi siglingum hingað með 4 skipum og því hefir farnast vel. Reikningar þess fyrir siðastliðið ár eru Dýlega birtir. Tekjuafgangur er kr. 197,030, þar af er eytttiivið gerða á skipum ofl. 101,651 kr. þessi tekjuafgangur er meir en þrefalt meiri en félagið hafði 1911, og rúmum helmingi meiri en 1912, og hafði þó félagið þau árin 7 skip í förum. Reynslan af rekstri Thorefélagsins siðastliðið ár sýnir að það er ekki óarðvænlegt að reka þessar millilanda ferðir, þó „Sameinaða" vilji jafnan halda því fram að það haldi þeim uppi i gustukaskyni og með skaða. Annars eru það góð tíðindi að þess- ar ferðir borga sig vel. Er gott til hess að vita er að því líður að Eim skipafél. íslands taki til starfa. Úr sveitinni. Vopnafirði 8. apr'xl. Nú er ömurlegt hér um að litast. Snjór yfir öll r svo mikill að gamlir menn þykjast ekki meiri séð hafa. Hefir honum hrúgað niður öðruhvoru á 10 vikum, og haglaust verið allan þann tíma Lítið kvartað um hey- leysi enn, þó munu stabbarnir fara að gerast litlir hjá sumum, sem von legt er. Bændanámsskeið var hér 2—4. þ. m. Sendi Búnaðarsamband Austur lands tvo menn hingað til þess að halda fyrirlestra, þá Ben. Blöndal kennara á Eiðum og Pétur Sigurðss. Prentvilla er í ofnahagsreikning Sparisjóðs Árnessýslu í 44. tbl. Þar er eignaliður 1. b. talinn kr. 268168,88, en áað vera kr. 368168,88. frá Hjartarstöðum. Sökum ótíðar- innar var námsskeiðið sótt ver en annars mundi orðið hafa. Var þó allfjölment síðasta daginn. Fyrirleslrar voru þessir: Benedikt Blöndal hélt 4; — um heyverkun, nautgripai ækt, mjaltir kúa og kjöt- verzlun. Pétur Sigurðsson 4; — um jarðrækt 2 og um uppeldi 2. Ingóif ur Gíslason læknir hélt 1 fyrirlestur um húsakynni. Ben. Gíslason Egils- stöðum 1 um fóðurtegundir. Krist inn Danielsson Refsstað 1 um jarð- eplarækt. Séra Einar Jónsson 1 um íóðurbirgðir. Sig. f. Johnson kenn- ari 1 um framtið ungmenna. Alls vorn haldnir 13 fyrirlestrar. Létu menn hið besta yfir náms skeiðinu og kom fram fundarályktun á málfundi, sem lét þá ósk sína í Ijósi að slikt námsskeið mætti verða hér næsta ár. Sjónleikir voru hafðir mönnum til skemtunar tvö kvöldin. Að loknu námsskeiðinu var hald- inn stjórnmálafundur; af frambjóðend- um mættu á honum Jón á Hvanná, Ingólfur læknir og séra Einar. Umræður fóru mjög kyrlátlega., en skiftar voru skoðanir milli Jóns og hinna tveggja, sem vænta mátti. — MeðaUahdi 10. apHI. — — Af tiðinni er það að segja, að síðan með þorra hefir verið mjög gjaffelt, en oftast þó gott veður. ísa- lög voru orðin allmikil, en er nú óð- um að bráðna fyiir sólargeislunum. Heybirgðir á þrotum hjá ýmsum, en nokkrir vel birgir og geta hjálpað hinum sem heylitlir eru. Um korn til fóðurauka er ekki að tala, með því að allar kornvörur munu vera mjög á þrotum í verslun- unum í Vík. Hettusótt er að stinga sér niður bér á ýmsum bæjum, en ekki mun hún teljast á háu stigi alment. Lágukotey 10. apríl 1914 Einar Sigurfinsson. Búnaðarsambaiid Suðurlands heldur aðalfund sinn í Vík í Mýrdal mánudaginn 15 júní næstk. Eegar það var samþykt í fyrra að halda þennan fund austur í Vik til samkomu- lags ’við Skaftfeilinga, höfðu ýmsir fulltrúar hér úr útsýslunum góð orð um að leggja á sig ómakið til að sækja fundinn. Suðurl. vill minna þá á heit sín, og mælast til þess við hina er engu hafa heitið um þetta, að telja það ekki eftir sér að sækja fundinn. Ef formenn félaganna geta ekki farið, ættu þeir að gangastfyrir þvi að aðrir yrðu kosnir sem heim- angengt eiga. Úr grendinni. Skipakomur. Faxaflóagufubátur- inn Ingólfur var á ferð hingað nú í vikunni með vörur til kanpfélagsins Hekla. í fyrra dag kom seglskipið „Vonin" frá útlöndum með vörur til Einars hafnai verslunar. Skip'ð hafði haft mánaðar útivist og fengið hörð veð- ur. Harðiiidi. Norðanstormar dag- lega alla þessa viku með hörkufrosti, svo ekki slakar móti sól um hádag- inn. ískyggilegar horfur ef ekki bregður bráðlega til hlýinda.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.