Suðurland


Suðurland - 10.05.1914, Blaðsíða 2

Suðurland - 10.05.1914, Blaðsíða 2
180 StTÐ'UjRL ANÍ) IjðF" cTbýtt! Mikið úival af Morgunkjúlatauuni, óstifað kálslín, mikið af kven regn og reiðliöttum, silkihattar, enskar hiífur M a n s e h e t s k y r t U r m. m. fl. fæst nú í Yerzlun Andrésar Jónssonar Eyrarbakka. UléMIHMtMtNHIMHHH Peir, sem þurfa á góðu --- girðingarefni --- að halda á þessu vori, svo sem’. gaóóavír fiengjum stolpum ættu að semja sem fyrst við Kanpfélagið „Hekla“ nnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn Þó ýmsir utanfélagsmenn hafi eitt- livað skift við þetta óskabarn „Vík- ings“ — söludeildina — þá sýnir það engin föst bönd sem hafi tengt þá við kaupfélagið, heldur mun þar að eins hafa komið til greina sú eðli- lega og almenna regla, að hver kaup ir eða gerir kaup á þeim staðnum er honum sýnist best í það og það skiftið. En hvað skeður svo? spyr „Vík- ingur" og heldur svo áfram. Hinn mikli dagur rennur upp, að aðalfund- ur er haldinn. Reikningshaldara segir hann að liafi lekist að sýna fjárhag félagsins þannig, að jöfnuður vœri niilli eigna og skulda. Með orðalagi þessu er sennilega tilganguiinn sá, að ætla mönnum að lesa það á milli linanna, að reikningar félagsins séu eitthvað hárugir. Eg þori óhikað að fullyrða, að fáir eru þeir menn, sem kynst hafa þeim bræðrum, Bjarna og Sigurjóni Kjartanssonum, er ætla eða trúa þeim til annais en alls þess besta, svo vel þektir sómamenn eiu þeir bræður — og það eru mennirnir sem gerðu reikninga fólagsins. Flest um mun því finnast aðdróttun þessi ómaklog, og það því fremur sem endurskoðendur félagsreikninganna, þeir Jón Einarsson 'dbrm. á Hemru og Olafur H. Jónsson búfrœðingur á Sólheimum hafa lokið lofsorði á reikningsfærsluna. Þar að auki iítur út fyrir að „Víkingur8 hafi ekki hugsað mikið um það, hvort heil brú væri í þessari ritgerð hans eða ekki. Því hér sem annarstaðar eru það ósannindi sem hann fer með, þar sem hann gefur í skyn að reikningar félagsins sýni að félagið eigi aðeins fyrir skuldunum og ekki meir. Aðal- reikningur kaupfélagsins fyrir árið 1913 sýnir að eftirstöðvar til næsta árs nema 1003 kr. 69 aurum meira en skuldir félagsins um áramót; var félaginu þó talið til heinna útgjalda á reikningi þessum skemdir á vörum og vörur sem ekki komust til skila o. fl. er nam nálægt 2 þúsundum króna, en sem er víst að fæst endur- goldið. — Auk þess er þá ótaiinn stofnsjóður félagsins, rúmar 6 þús., og varasjóðurinn, fullar 600 kr. Þá skýrir „Vikingur" frá að for maðurinn, Guðm. Þorbjarnarson á Stóra-Hofi hafi látið af formensku kaupfélagsins, og segir að breytingin hljót.i því að baka honum óþægilegan atvinnumissir. Eftir þessu er það Ijóst, að „VJkingur" telur að kaupfé lagið með söludeildina í togi hafi þuift og þurfi jafnvel framvegis einkum að vera til vegna Guðmundar á Hofi. Veslings „Víkingur" hefir margs að gæta, eða svo sýnist mér, þar sem hann virðist ýmist bera hag félagsins fyrir brjósti eða hann fárast yflr því að maður eins og Guðmund- ur á Hofi verði fyrir atvinnutjóni. Mér er vel kunnugt um að Guðmund ur á Hofl vildi feginn losna við for- mensku kaupíélagsins strax þegar hann flulti úr Skaftafellssýslu og hefir jafnan viljað það síðan; og allir sem voru á siðasta aðalfundi fólagsins heyrðu að hann lýsti ánægju sinni yfir því að staifi þessu var nú lótt af honum, sem hann hefir aldrei viljað afsegja málefnisins vegna, því, sem hans er von og vísa, ber hann hag fólagsins fyrir brjósti, er hann hefir frá byrjun baiist fyrir af sínum alþekta dugnaði. „Viking" til hug- hreystingar get eg þvi sagt það, að Guðmundur á Hofi hefir jafnan litið svo á, og gerir enn, að Kaupfélag Skaftfellinga hafi ekki þurft að vera til sín vegna hvað atvinnu áhrærir. Pá telur „Víkingur" upp nöfn hinnar nýju stjórnar og skýrir svo frá að menn hafi fljótt farið að líta misjöfnum augum á afskifti hennar af félagsmálum. Eg hefi aldrei búist við að vinna að almennum málum svo, að öllum líki, og saraa mun vera um með- stjórnendur mína að segja. Læt nægja og er ánægður með ef eg hefl mikinn meiribluta með mór. Einkum þó þegar svo er, eins og hér átti sér stað, að nær allir hinir hygnari menn sýslunnar voru fylgjandi breytingu þeiiri sem „Víkingur" er að fárast útaf, nefnilega það, að söludeildin var lögð niður, og sem hann telur einungis verk hinnar nýju félagsstjórn ar og sem mosta undrun og óánœgju hafl vakið. Síðasta aðalfundargerð fólagsins sýriir, að á fundinum var samþykt að engar vörur skyldi panta i þetta sinn nema þær, er einstakir menn og deildir félagsins panta hjá því. Breytingu þessa gerði því full trúafundur félagsins en stjórnin ekki. fá segir „Víkingur" að margir hafi ovðið til þess að telja breytingu þessa brot á lögum félagsins. Pað virðist ónóg að vera hvað eftir annað að tala og skrifa um „lögleysu" þessa og hafa i hótunum við félagsstjórn- ina. Mannlegra væri það af þessum herrum að láta hér ekki lenda við orðin tóm. fað er þýðingarlítið að vera að tala og skrifa um þessa „mörgu" sem hafi orðið til þess að láta uppi þá skoðun, að stjórn félags- ins hafi brotið lög þess. Framh. Á annan í páskum kom gufuskipið „Ask“ hingað með fóðurkorn, en varð frá að hverfa vegna brims. Nú ligg- ur kornið í Reykjavík, en fénaðurinn sveltur í sveitunum. G. Óhappatalan. Járnbrautarmálið. Járnbrautarmálið hefir verið rælt nú allmikið í Reykjavíkurblöðunum, ísafold og Lögréttu í vetur. Frá okkur hér eystra heflr].litiö heyrst um málið, minna en ætla mætti. Nefndaráliti Björns Kristjánssonar og öðrum skrifum hans um málið er alhnjög hampað af einstöku skamm- sýnum afturhaldsmönnum hér utn slóðir Og hælt á hvert reipi. Jarð vegurinn er því miður oftast nægi- lega frjór fyrir kenningar slíkra post- ula og stóryrði og staðhæfingar reyn- ast oft sigursælli en skynsamlegar röksemdir. Ekki síst í slikum málum sem þessu, þar sem fjöldi manna lætur sér nægja áð hlusta á það sem aðrir segja án þess að gera minnstu tilraun til að hugsa sjálflr um málið. fað er ekki nema meðalmannsverk og varla það, að drepa hvert stórtækt nýmæli eða framfarafyiirtæki hór á íslandi, sem hefir mikil útgjöld í för með sér. Og það vita þeir sem velja sér það hlutverkið, þeir fara með miklum geysingi og þyrla upp ryki á báða bóga í augu almennings og barlómsbumbuna slá þeir svo hat- ramlega, að fólkið tryllist af undrun yfir ósvífni þeirra som viija binda því þessa nýju bagga og leiða það útí þennnn ófögnuð. Pessvegna þarf enginn að telja sig mikinn mann fyrir það þó honum takist að -telja kjark úr mönnum og láta þá rísa öndverða gegn öllum stórfyrirtækjum sem kosta mikið fé. Og fólkið þarf ekki að fyllast aðdá unar yfir því þó einhverjum takist fimlega að slá barlómsbumbuna og þeyta upp ryki og búa til grýlur. Hitt er meira vert að sigrast á erfiðleikunum, brjóta heimskuna og skammsýnina á bak aftur og kvoða niður hleypidómana, en það er örð- ugra hlutverk en hitt. Pó sigrar jafnan sú stefnan að lokum. Og víst er það um þetta j irnbraut- armál, að reynslan kennir mönnum smámsaman. Járnbrautarþörfin verður almenningi með hverjum degi Ijósari. Mðrg dæmi mætti nefna frá þessum síðasta vetri, sem sýna hana og sanna. Hérna er nýjasta dæmið. Einkennilegt or það, áhyggjuefni fyrir þá som hjátrúarfullir eru, hve þingliðið nýja er á margan hátt bendl- að við töluna 13. — Vonandi er að ekki þutfl samt að skilja þetta sem fyriiboða illra tíðinda, en viðvörun getur það verið fyrir þingið um að skamt muni til óhappanna ef það gætir sin ekki! Óhappatalan kemur þannig fram: Til kosninga var boðað 1913. Á þingi eiga sæti; 13 nýir þingmenn. 13 embættismenn þjóðkjörnir. 13 Reykvíkingar. 13 Bændur. 13 þingmenn teljast til Sjálfstæðis- flokksins. — Jr’að er gráleg glettni örlaganna þetta. Og einhveijum verður ef til vill að orði: „þetta kunni ekki góðri lukku að stýra“. Stéttaskipuu í þinginu. Embættismenn eru liðflestir, þeii' eru 20 talsins, réttur helmingur þingS/ þar af 6 konungkjörnir. Af þessuna hóp eru 10 lögfiæðingar, 6 guðfræð- ingar, 3 læknar og 1 skólastjóri. Bændurnir eru 13. Launaðir starfsmenn (Búnaðaifél- og Fiskiíél.) 2. Kaupmaður 1. Ritsjórar 2. Barnaskólastj. 1. Yfirdómslögm. 1. Embættismönnum hefir við þessai' fækkað um 3, en bændum hefir fjölga^ um 2. Atli sá greinina „Óbappatalan" 1 próförk hjá ritstj. Suðuil., hafði hanh þá á orði að betur mundi geymast i minni manna atburður þessi ef settuí væri í stuðla, og kastaði þá fra03 vísu þessari: Voru í þetta sinn 13 á þing sendir Reykvíkingar, 13 frá eg að fréttist, flokksmenn skæðir, Sjálfstæðis. 13 sjá menn þar setta svinna bændur til vinnu. 13 nýliða og létta launasnaps — 13 — ketti. i Launasnaps-kettir = þeir sem eT á veiðum eftir launasnöpum, -— á launum = embæt.tismenr.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.