Alþýðublaðið - 02.10.1963, Qupperneq 6
^niiiiiMiiiiniiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiniiiiiniiiiiiiiiiiii-HuniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiuinuniiiiMiiiiuMiMiiinunuiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiMMMSiMM 111111111111111111111111111111111111
,Konan hættulegust
NÝR trúflokkur hefur vakið
geisilegar deilur á Norðurlönd-
um. Þetta er hinn svokallaði
Maranata-söfnuður. Sértrúar-
flokkur þessi á upptök sín í
Svíþjóð, hefur hann síðan haf-
ið nokkra starfsemi í Noregi og
nú munu meðlimir hans hafa
í hyggju að koma fótum und-
ir starfsemi Maranata-safnað-
ar í Danmörku.
Scsnsku blöðin hafa vægast
sagt farið óblíðum orðum um
þennan nýja trúflokk. Nú
munu um tuttugu slíkir söfn-
uðir vera starfandi í Svíþjóð.
Oft hefur fundum hjá söfnuð-
unum lokið með slagsmálum og
meiri háttar látum. Einn a£
sænsku söfnuðunum hefur
meira að segja stefnt sænsku
dagblaði fyrir ærumeiðandi
ummæli og blaðamönnum
hefur verið fleygt út af sam-
komum, þá sjaldan þeim hef-
Frainh. á 13. síðu
Tuttugasta öldin er öld kven-
réttindanna. Þær eru ófáar
blaðagreinarnar og bækurnar,
sem á undanförnum árum hafa
verið ritaðar um kvenréttind-
in og allt ber þar að sama
brunni: Konan berst með oddi
og egg fyrir auknum rétti sín-
um í þjóðfélaginu og hefur
öðlazt hann smátt og smátt.
Fyrir skemmstu er komin út
í Noregi ný bók um þetta efni
og er hún eftir Margarete
Bonnavie. Þar er rakin skil-
merkilega píslarsaga konunnar
í aldaraðir og vitnað í um-
mæli heimsfrægra snillinga um
konuna og stöðu hennar í
þjóðfélaginu. Þar er meðal
annars þetta að finna:
★ Þegar gullöld Grikkja
hófst, varð konan að láta sér
lynda að vera fyrirlitin og út-
skúfuð. Perikles sagði: „Kven-
fólkinu er fyrir beztu, að það
sé nefnt eins lítið á nafn í
hópi karlmanna og frekast er
kostur — hvort heldur er til
lofs eða lasts.”
★ Aristoteles sagði: „Konan
er ófullkomin vera. Hún stend-
ur á lægra þroskastigi en karl-
maðurinn. Karlmaðurinn hef-
ur til að bera frá náttúrunnar
hendi ótvíræða yfirburði yfir
hana.”
★ Þegar kristindómurinn
hélt innreið sína, skánaði staða
konunnar lítið. Paulus vék máli
sínu að konunum einhverju
sinni í prédikunarstólnum og
sagði: „Þið eiginkonurnar
eigið að vera mönnum ykkar
hlýðnar og undirgefnar. Því að
maðurinn er höfuð konunnar
á sama hátt og Kristur er
höfuð safnaðarins.”
★ Heilagur Jóhannes frá
Antioehia sagði: ,,Konan er
svarinn fjandmaður vináttunn-
ar. Hún er stöðug uppspretta
sorgar og tára. Hún er hinn
illi skerfur náttúrunnar, í-
klædd fegurð og yndisþokka.”
★ Til er bók frá miðri þrett-
ándu öld, sem nefnist „Lífs-
reglui” og er saman tekin af
Chevalier de Beauvanoir. Þar
allra dýra"
segir meðal annars: „Sérhver
eiginmaður hefur rétt tíl að
berja konu sína, ef hún ó-
hlýðnast honum. Það verður þó
aö gerast það hóflega, að bar-
smíðin dragi hana ekki til
dauða.”
★ Lúther kom til sögunnar
og prédikaði forakt á konum.
Hér eru nokkrar umsagnir um
konuna frá þeim tímum: —
Náttúran hefur gefið konunni
breiðar mjaðmir og sterkt bak
af af því getum við dregið þá
ályktun, að til þcss sé ætlazt
að hún sitji heima og gæti bús
og barna.” Og að lokum: ,,Ef
konan verður þreytt af stöðug-
um barneignum og lætur líf
sitt af þeim sökum, þá er ekk-
ert við því að gera. Látum hana
bara deyja, því að hún er í
heiminn komin til þess að geta
af sér afkvæmi.”
Þannig hljóðar í örstuttum
setningum píslarsaga konunn-
ar, éins og hún er rakin í áð-
urnefndri bók. Nú er öldin
önnur. Réttindi kvenfólksins
aukast með hverjum degi sem
líður, hvort sem karlmönnum
líkar það betur eða verr. ..
......................................................................................................................MIIMIIII...................................MMMIIMII.........
ONA SINNA UM ALLA EVROPU
í RÚMLEGA eitt hundrað daga
hefur óhamingjusöm móðir, prins-
essan Ica von Fiirstenberg, leitað
tveggja sona sinna um Evrópu
þvera og endilanga.
Á. öllum helztu flugvöllum og
víða viíi landamæri eru leynilög-
regluþjónar, sem fylgjast með
allri umferð. Þrátt fyrir vökul
augu þrssara lögregluþjóna og á-
kafa leit móðurinnar, hefur ekki
sést tangur né tetur af drengjun-
ura.
Fyrrv»randi eiginmaður frúar-
innar, /• lfons fursti, er talinn hafa
syni -þeirra einhvers staðar á sín
! um vegum, en ekkert er vitað um
! það, hvar hann heldur sig. Sú til-
! gáta er uppi, að hann feli dreng-
j ina, Christoff, sex ái'a, og Hu-
bertus, fjögurra ára, i höll ein-
! livers staðar í Austurríki.
Á Wörther-vatni sáust í sumar
tveir drengir í mótorbát. Svipaði
þeim mjög til hinna horfnu prinsa.
Er farið var að rannsaka málið
virtust þeir hafa horfið sporlaust
Dómstóll dæmdi furstanum yf-
irráð yfir drengjunum, er móðir.
þeirra sótti um skilnað. En jafn-
framt kvað dómstóllinn svo á, að
hún skyldi mega heimsækja þá
með ákveðnu millibili, en nú er
liðið meira en ár síðan hún hefur
séð þá.
Síðastliðna lf)0 daga hefur hún
vonað statt og stöðugt, að þeir
200 leynilögreglumenn, sem nú-
verandl eiginmaður hennar, millj-
ónamæringurinn „Baby” hefur á
sínum snærum, mundu geta fund-
ið drengina, en sú von verður
daufari með hverjum deginum sem !
líður. Hún vill að skilnaðará- I
kvæðunum verði framfylgt, og fá
að hitta syni sína, sem reyndar 1
er ekki nema vonlegt. 1
• •
Oldungar í Sovét
í SOVÉTRÍKJXJNUM eru rúm-
lega 21 þúsund manns, sem eru
100 ára og eldri. Ekki munu í
nokkru landi vera jafnmargir
menn og konur, sem náð hafa
svo háurix aldri.
Sovézki heilbrigðismálaráð-
herrann Sergej Kurasjov, sem
nýlega var á ferð í Stokkhólmi
minntist þar meðal annars á
þessi mál. Kurasjov, er sjálf-
ur læknir, og auk þess prófess-
or í heilsufræði við læknahá-
skólann í Moskva.
Það er einkum í Kákasus,
sem fólk verður svona gamalt,
sagði hann, þegar hann var á
ferð í Stokkhólmi. Nýlega lézt
í Kákasus maður sem var 146
ára gamall. Sjálfur sagði hann
um þennan háa aldur sinn: Eg
varð svona gamall vegna þess
að það hefur aldrei neinn ráð-
ið yfir mér, ég hef aldrei ver-
ið öfundsjúkur, — og svo hef
ég verið kvæntur þrisvar sinn-
um.
Þessar röksemdir eru nú ekki
sérlega vísindalegar. Læknar
óg vísindamenn vilja finna ein
hverjar raunhæfari og vísinda-
legri skýringar á þessum háa
aldri, Augljóst er þó, að flestra
dómi, að loftslag og mataræði
skiptir miklu máli í þessu sam-
bandi. í Kákasus er mjög mik-
ið af næringarefnaríkum jurt-
um, sem mjög eru notaðar til
matargerðar, og sem fyrr seg-
ir, þá verður fólk hér á jörðu
hvergi eldra en einmitt í Ká-
kasus.
í bænum Carlos í Salas, sem er
í námunda við Buenos Aires,
hafa sjö bræður gifzt sjö systr
um. Ástæðan; Fjölskyldurnar
hafa eldað grátt silfur saman
í áraraðir.
£ 2. okt. 1963 — ALpÝÐUBLAÐIÐ
• m