Alþýðublaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Ámi Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: EiSur GuSnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald kr. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. NÚ ER SJÓNVARPIÐ GOTT! FRÁ ÞVÍ að umræður um sjónvarp hófust i •íslenzkum dagblöðum, hefur ævinlega a-ndað köldu frá Þjóðviljanum til þess máls. í gær bregð ur þó svo undarlega við, að í blaðinu birti'st löng lofgrein, viðtal við innflytjanda sjómvarpstækja. Hvað veldur? Svarið er einfalt: Hafinn er innflutn ingur sjónvarpstækja frá Sovétríkjunum. Hér eft- ir iverður væntanlega ekki syndsamlegt að dómi flokksforustu íslenzkra kommúnista að horfa á sjónvarp, sivo framarlega sem móttökutækið er upp runnið austan úr Sovét. Þjóðviljamenn eiga nú óhægt um vik að hall- mæla sjómvarpinu, þar sem vinir þeirra og iæri- feður eiga 'hagsmuna að gæta hér í þeim efnum. Fólk brosir að hinum snöggu skoðanaskiptum Þjóð viljans í þessu máli. Alþýðublaðið skýrði fyrir nokkru frá því, að hafinn væri innflutningur sjónvarpstækja frá Sovétríkjunum og iværu þau tæki allt að helmingi ódýrari en. sjónvarpstæki frá Bandaríkjunum og löndunum vestan tjalds í Evrópu. Jafnframt var á það bent hér í blaðinu, að með hagkvæmari inn' kaupum ætti að vera hægt að lækka verð tækja frá framangreindum löndum til muna. Það ættu innflytjendur að taka til náinnar athugunar, áður en íslenzkt sjónvarp hefst, sem vonandi dregst •ekki lengi. Reynsla er ekki enn komin á savézku sjónvarps tækin hér á landi, en ekkert bendir til að þau muni reynast lakari öðrum tækjum, sem hingað hafa verið keypt. Það er að sjálfsögðu hagsmunamál neytenda að varan sé sem ódýrust, og sé um gæða ; vöru að ræða, skiptir upprunalandið að sjálfsögðu ' engu máli. NÝ UPPREISN í ALSÍR ALSÍR er enn á barmi borgarastyrjaldar. Ben Bella, nýbakaður einvaldur, hefur lýst yfir, að hann sé reiðubúinn að kalla út fjölmennt ivaralið til að vinna bug á uppreisnarmönnum í Kabýla- fjöllum. Skemmst er þess að minnast, að Frakkar réðu lofum og lögum í Alsír. Þá var alsírska þjóð- in sameinuð í baráttu sinni gegn þeim. Nú eru Frakkar horfnir frá Alsír, og við er tekin einveld- isstjórn Ben Bella. Hluti þjóðarinnar gerir nú upp reisn gegn stjórn hans á sömu lund og gegn stjórn Frakka áður. Þróun mála í Alsír sýnir glögglega áð lítil bót er nýlendum að sjálfstæði, sé ekki þann ig um hnútana búið, að lýðræði og almenn mann- r.éttindi fái að njóta sín og lýðskrumarar og ein- ræðisseggir nái ekki undirtökum í fyrstu lotu. VESTUR FÖR VARÐBERGS Þrjátíu ungir menn úr Varð- bergi, féi'agi ungra áhugamanna um vestræna samvinnu. komu heim í fyrrmótt úr vikuhcimsókn til Bandaríkjanna. Voru þeir fyrri hl'uta vikunnar í liöfustöðvum Atlanishafsbandalagsins í Norfolk í Virginíu-ríki en seinni hluta vik- unnar í Washington. Á föstudag- inn hittu þeir að máli Lyndon 15, Johnson, varaforseta Bandaríkj- anna og Robert Kennedy dóms- málaráðherra og lögðu fyrir hann nokkrar spurningar varðandi fram kvæmd á stefnu hans og baráttu fyrir auknum réttindum bl'ökku- manna og samstarf Atlantsliafs- ríkjanna í NATO og á sviði efna- liagsmála. Þegar þeir komu til Norfolk, höfuðstöðva flotadeildar Atlants- hafsbandalagsins fór þar fram stutt móttökuathöfn, fánaliylling og iúðrasveit flotans lék þjóðsöng ís- lands. í Norfolk fóru þeir um borð í kjarnorkuknúna flugvéla- móðijiskipið .„ENTERPRICE“, skoðuðu kafbáta og kynntu sér yfirstjórn flotadeildarinnar og sátu hádegisverðaboð H. P. Smiths yfirmanns hennar. Hlýddu þeir á erindi um varnarkerfi Atlantshafs bandalagsins og fóru til Williams- burg, skoðuðu búgarð og héldu síðan til Was'nington. í Washington hlýddu þeir á fyrirlestra um land og þjóð, um stjórnmál í Bandarikjunum og um vandamálin, sem nú eru á dagskrá varðandi framkvæmd á stefmt Bandaríkjastjórnar um full mann- réttindi blökkumanna. Komu þeir í Hvíta húsið þinghúsið og fleiri opinberar byggingar og skoðuðu söfn og Dulles-flugstöðina, sem nú er í smíðum. Eins og fyrr segir gengu þeir á fund varaforsetans, Lyndon B. Johnson og dómsmála- ráðherra Boberts Kennedy. Hóp- urinn var boðinn til sendiherra- hjónanna Thors Thors og konu hans. Mun það vera einróma álit. þátttakenda að heimsóknin til Bandaríkjanna hafi tekizt með miklum ágætum. Á ljósmyndinni eru þátttakend- ur í ferðinni við aðalstöðvar Atl- antshafsbandalagsins SACLANT í Norfolk í Virginíu. SPILAKVÖLDM Spilakvöld Alþýðuflokksfélags Reykjavikur hefjast annað kvöld, föstudag, kl. 8,30 stundvíslega í Iðnó. Spiluð verður félagsvist að venju og eru mjög góð iverðlaun í boði1. Að vistinni lokinni verður dansað til kl. 1 eftir miðnætti. Byrjum veturinn vel — fjölmennum stundivíslega á fyrsta spila- kvöld vetrarins! Skemmtinefndin. ERU AÐ BYRJA 2 10. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.