Alþýðublaðið - 10.10.1963, Qupperneq 3
Kabýlar eru
sigurvissir
Ait Mellal, Kabýlíu, 9. október.
(NTB-Reuter).
Foringi Berbauppreisnarinnar
í Kabýlíu, Hocine Ait Ahmed,
sagði á blaðamannafundi I þorp-
inu Ait Mellal í Kabýlíu-fjöllum
í dag, að uppreisnarmenn grerðu
sér ljósa grein fyrir áhættunni,
sem þcir tækju.
Við höfum barizt gegn undirok-
un síðan 1945 og við vitum,., að
stjómin mun bíða ósigur, bætti
hann við.
í dag var einnig allt með kyrr-
um kjömm á veginum frá höfuð-
stað Kabýlíu, Tizi Ouzou, til að-
alstöðva uppreisnarmanna. Ait
Mellal. Stjórnarhersveitimar
hafa enn ekki hafið sóknina til
Kabýlíu-fjalla.
Ástandið á landamærum Alsirs
Framh. á bls. 10
Spdð að RAB taki
ADENAUER
KVADDUR
Berlín, 9. október.
(NTB-Reuter).
Konrad Adenauer kanzlari kom
í dag til Vestur-Berlínar i 2ja
daga kveðjuheimsókn. Fyrr um
ðaginn stjórnaði hann síðasta
ráðuneytisfundi sínum í Bonn. —
Hann lætur af störfum kanzlara
á fimmtudag í næstu viku.
Hann verður skipaður heiðurs-
borgari Vestur-Berlínar við liátíð-
iega athöfn á morgun.
Á ráðuneytisfundinum kvaddi
Adenauer hátíðlega ráðherra sína.
Þetta var 69. fundurinn í fjórðu
kanzlaratíð Adenauers.
Heilbrigðimálaráðherra Haiti
sagðí í ræðu í gærkvöldi, að stór-
ir hlutar bæjanna á Suður-Haiti
„væru ekki lengur til“. Uppsker-
an á þessum slóðum er gerónýt.
Hann sagði, að ár sem .flæddu
yfir bakka sína, hefðu svipt með
sér heilum fjölskyldum.
Philioeaux heilbrigðismálaráð-
herra sagði, að þetta versta fár-
viðri í sögu Haiti hefði snert 90 %
íbúanna, það er að segja rúmlega
250 þús. manns. Slæmt veður hef
ur torveldað björgunarstarfið, en
þyrlur frá bandaríska flugvélamóð
urskipinu „Lake Champlain”, sem
var sent til Haiti frá flotastöð
Bandaríkjanna í Guantanamo Bay
á Kúbu, sveimuðu yfir hinum
eyddu svæðum.
Fréttaritai-i Reuters segir, að
það hafi næstum því ekki sézt
einn einasti maður eða dýr — og
varla nokkurt húsþak — á svæð-
um þar sem fellibylurinn olli
mestu tjóni.
Kirkjurnar, stærstu byggingarn
ar í hverju þorpi, stóðu sem þögl-
Fá hveiti frá USA
KENNEDY Bandaríkjafor-
seti skýrði frá því á blaða-
mannafundi í Washington í
gærkvöldi, að hann hefði heim
ilað sölu á bandarisku hveiti
til Sovétríkjanna og annarra
ríkja í Austur-Evrópu á heims
markaðsverði. Selt mun verða
hveiti til þessara rikja fyrir
upphæð, sem nemur um það'
bil 250 milljónum dollara. —
Forsetinn tók skýrt fram, að
salan næði aðeins til Sovét-
ríkjanna og bandamanna
þeirra í Evrópu. Hann tók og
fram, að kaupendurnir yrðu
að láta það koma greinilega
fram, að hveitið kæmi frá
Bandaríkjunum, en það á að
greiðast í bandarískum gjald-
eyri eða með gulli. Einnig til-
kynnti hann, að bandarísk skip
mundu flytja hveitið til Sov-
étríkjanna, ef tök yrðu á.
IWMmmHHWmMnHHMHMMMIHMMIWmHMMWWMMWIMMnWVtmHMWMMIHMI
v/á af Macmillan
— Ef heimiu-inn kemst undir yfirráð kommúnista, — hvar
eigum við þá að fá hveiti?
FLORA STEFNIR
TIL V-EVRÓPU
MIAMI, 9. okt. (NTB-Reuter).
Feliibylurinn „FIóra“. sem hef-
ur valdið miklu manntjóni og gíf-
urlegum eyðileggingum, á nokkr-
um stöðum á Karíbahafi, hreyfð-
ist í kvöld í átt til Norðvestur-
Evrópu.
Bandarískar veðurathugunar-
stöðvar skýrðu svo frá, að hins
vegar mundi styrkur feltibylsins
minnka þegar hann kæmist í sam-
band við kaldari loftsstrauma á
Norður-Atlantshafi.
Flóra gekk yfir nokkrar smáeyj-
ar í Bahama-eyjaklasanum í dag
eftir að hafa herjað á nokkrar
eyjar í Vestur-Indíum frá Tobago
til Jamaica, Haiti og Kúbu. Vind-
hraðinn var þá 160 km á klukku-
stund en síðan jókst hann. Felli-
bylurinn breytti því næst stefnu
og stefndi út á Atlantshaf — burtu
frá Bandaríkjunum.
Frá Port-au-Prince berast þær
fréttir, að um 350 sjálfboðaliðar
muni í dag ganga í lið með stax-fs-
mönnum Rauða krossins sem
vinna að því að útvega mat og
föt handa fólki, sem enn er
einangrað á Haiti.
Forsætisráðherrann var fluttur á
sjúkrahúsið £ gær.
I opinberri tilkynningu í gær-
kvöldi frá embættisbústað forsæt
isráðherrans í Downing Street 10
var sagt, að forsætisráðherrann
yrði frá störfum í margar vikur.
í stað hans mun R. A. Butler vara
forsætisráðherra gegna störfum
forsætisráðherra.
Brezk blöð bollaleggja mjög um
það, hver muni verða eftirmaður
MacmiIIans, og AFP segir, að
þessar bollaleggingar hafi færzt
mjög í aukana síðan tilkynningin
um veikindi forsætisráðherrans
var birt.
jf ‘
Flestir telja. að möguleikar Butl
ers hafi aukizt, þar sem hann verð
ur nú starfandi forsætisráðherra í
nokkurn tíma.
En varað er við að gera ráð
fyrir því að Butler verði forsætis
ráðherra sjálfkrafa.
Óháða Lundúnablaðið ,,The
Times” minnir á, að Butler var
einnig varaforsætisráðherra og
tók við forystunni I ríkisstjórninni
þegar Sir Anthony Eden veiktist
í Suezdeilunni 1956, án þess að
það hafi leitt til þess, að Butler
yrði eftirmaður Edens.
ir minnisvarðar um harmleikinn,
hinn hræðilegasta í sögu lands-
ins.
Talið er, að a.m.k. 4 þúsund
manns hafi farizt í fellibylnum.
Kúba hefur hafnað tilboði um
aðstoð frá bandariska Rauða kross
inum. í yfirlýsingu, sem lesin var
upp í Havana-útvarpinu sagði: —
„Við höfnum þessu hræsnisfulla til
boði um aðstoð frá þeim, sem sí-
fellt reyna að leiða yfir okkur
ógæfu og hrun með hafnbanni og
árásum.”
London, 9. október.
NTB-AFP-Reuter.
Læknar hafa ákveðið að gera .
fyrirhugaðan blöðruhálskirtils-
uppskurð á Harold Macmillan for-
sætisráðherra á morgun, að því
er skýrt var frá á Edward VII.
sjúkrahúsinu í London í dag. —
Kuala Lumpur, 9. okt.
NTB-Reuter.
Stífla í Kuala Lumpur
brast í flóði, sem varð eftir
miklar rigningar, í dag, og
vatnið streymdi eftir götun-
um í allt að tveggja metra
hæð. Óttazt er, að margir
hafi farizt.
í skóla einum í hverfinu
þar sem flóðið varð, er 20
barna saknað, en alls eru
nemendurnir 60 talsins.
Vatnsflóðið streymdi inn í
um 1000 byggingar og senni
lega hafa 8 þús. manns misst
heimili sín. Hafinn er víð-
tækur brottflutningur fólks.
Vín, 9. okt.
NTB-Reuter.
Bruno Kreisky, utanríkis-
ráðherra Austurríkis, og At-
tilio Piccioni, utanríkisráð-
herra Ítalíu, eiga að koma
saman til viðræðna um Snð-
ur-Týrol-málið í Genf 23.
október, að því er tilkynnt
var opinberlega í Vín í dag.
Allsherjarþing SÞ hefur
áður beðið deiluaðila að
reyna að leysa deiluna með
viðræðum. Deilan snýst um
réttindi austurríska þjóðar-
brotsins í landamæráhéruð-
unum á Norður-Ítalíu.
London, 9. október.
NTB.
Vestur-evrópska samband-
ið hefur heimilað V-Þjóð-
verjum að smíða sex kaf-
báta, að því er skýrt var frá
i London í dag.
Ráðið hefur ákveðið þetta
að ráði yfirhershöfðingja
NATO, Lyman Lemnitzer, til
þess að Vestur-Þjóðverjar
geti staðið við skuldbind-
ingar sínar gagnvart NATO á
þeslu sviði.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10. okt. 1963 3