Alþýðublaðið - 10.10.1963, Síða 4
IFimmtugur í dag
GUNNAR BJARNASON
<3ÓÐVINUR minn Gunnar Bjarna-
^on frá ísafirði er fimmtugur í
clag, að því er skráðar heimildir
llierma, enda þótt slíkt verði ekki á
Ihonum séð.
Gunnar er fæddur á ísafirði 10.
október 1913, sonur hjónanna
Helgu Magnúsdóttur og Bjarna
Sigfússonar, verkamanns. Gunnar
■ólst upp £ foreldrahúsum á ísa-
firði og gekk þar í barna- og ung-
lingaskóla, en unglingaskólinn á
ísafirði veitti þá í mörgum grein-
um kennslu eigi siðri en gagn-
fræðaskólar veita nú.
Strax að loknu unglingaskóla-
námi, gerðist Gunnar nemi í skipa
jsmíði hjá hinum þjóðkunna skipa-
^smíðameistara Bárði G. Tómas-
.syni, á ísafirði og útskrifaðist full-
.uuma skípasmiður. En er hann
Ivafði unnið að skipasmiði um 6
«ira skeið, dróst sú atvinna mjög
fiaman á ísafirði við farg það, er
Ikreppa þeirra tíma lagði á allt at-
liafnalíf.
Svo svarf að í þessari atvinnu-
grein að eitt árið, sem Gunnar
vann að skipasmíði urðu árstekjur
ínans um 1.100 kr. — ellefu hundr-
xið krónur — og greiða varð af því
liúsaleigu 600 kr. yfir árið.
Gunnar gerðist nú starfsmaður
Hafveitu ísafjarðar og var inn-
heimtumaður hennar nærri heilan
úratug. Siðar gerðist hann starfs
niaður verkalýðssamtakanna á ísa-
firði, forstjóri vinnumiðlunarskrif-
Ætofunnar þar og um IV2 árs skeið
liafnargjaldkeri í veikindaforföll-
tim ráðins gjaldkera. Gunnar er
jneð afbrigðum hagur maður, og i
frítímum sínum stundaði liann oft
leikfangasmíðar, og urðu þessi
leikföng hans mjög eftirsótt á þess
xim árum, er lítið, fluttist til lands
xns af slíkri vöru.
Gunnar fluttist frá ísafirði 1950,
og átti þá fyrst heima í Reykjavík,
<en 1952 fluttizt hann til Hafnar-
•fjarðar og þar hefur liann átt
heima síðan.
Eftir að Gunnar fluttist hingað
Æuður, liefur hann ýmist stundað
smíðar eða skrifstofustörf. Nú er
hann starfsmaður á bæjarskrif-
■ötofunum í Iíafnarfirði.
Hér hafa verið rakin nokkur
Ætörf Gunnars, Þau segja þó næsta
lítið um manninn, en benda þó ó-
ívírætt á fjölbreytilega starfs-
hæfileika hans.
Á þeim árum, sem Gunnar er að
alast upp á ísafirði koma fram
iniklar þjóðlifsbreytingar, og á
oftirstríðsárum fyrri heimsstyrj-
aldarinnar brjótast fram nýjar
jStefnur í þjóðmálum, er taka að
sryðja sér til rúms hér á landi. Al-
þýðusamtökin verða til, Alþýðu-
flokkurinn og Alþýðusambandið
verða baráttutæki og brjóstvörn
íslenzkra verkamanna og sjó-
jnanna.
Verkalýðsfélög eru stofnuð víðs-
vegar um landið og barátta verka-
fólksins fyrir réttlátri kaup-
greiðslu, bættum vinnuaðbúnaðí
■og auknum mannréttindum við
lirokafulla og harðsvíraða atvinnu-
i'ekendur setur svipmót sitt á fólk-
Xö.
Því hefur lengi verið viðbrugð-
íð_ hversu hörð baráttan á ísafirði
var á þessum árum, bæði á sviði
verkalýðshreyfingarinnar og þjóð-
xnálanna yfirleitt. Verkalýðsfélag-
ið Baldur á ísafirði ásamt Alþýðu-
ilokksfélaginu voru samtökin, er
ímest mæddi á í baráttunni. En
samtökin hefðu aldrei getað dug-
að jafn vel og raun bar vitni, nema
af því að innan þeirra var ákveð-
inn kjarni fólks, sem hafði ríka
réttlætiskennd, og missti aldrei
sjónar af markinu, er að var
stefnt.
Meðal fjölda annarra kvenna og
karla, er mynduðu þennan kjarna,
voru foreldrar Gunnars, þau Helga
og Bjarni.
Ég mun ávallt muna Helgu móð-
ur hans. Lágvaxna konu, markaða
af daglegu striti, en fráneygða
orðhvassa, stöðugt vinnandi þeim
hugsjónum brautargengi, er hún
eldheitar bar í brjósti, hugsjónir
fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi
til handa lítilmagnanum.
Það þarf engan að undra, þótt
Gunnar Bjarnason.
greindur unglingur, eins og Gunn-
ar, drykki sriemma í sig þann hug-
sjónaeld, er með foreldrum hans
bjó, enda hóf hann snemma æv-
innar störf í verkalýðssamtökum á
ísafirði og í Alþýðuflokknum.
Gunnar starfaði mikið í Verka-
lýðsfélaginu Baldri. Hann átti
sæti í stjórn þess, var í samninga-
nefndum þess, og sat á þingum Al-
þýðusambands Vestfjarða og Al-
þýðusambands íslands fyrir félag-
ið.
Gunnar var um skeið í stjórn
Alþýðusambands Vestfjarða og
gegndi ótal trúnaðarstörfum öðr-
um fyrir Verkalýðsfélögin og Al-
i þýðuflokkinn.
Við Gunnar vorum samstarfs-
1 menn á ísafirði í þessum félags-
1 samtökum um áratugaskeið. Mér
var jafnan Ijóst, að hvert það starf,
sem Gunnar tók að sér fyrir sam-
tökin var í góðum höndum.
Gunnar er harðduglegur, orð-
hvass og orðsnjall, og lætur ekki
hlut sinn fyrir neinum, þegar
hann telur sig berjast fyrir rétt-
um málstað, en fyrir slíkt hefur
hann eins og ýmsir fleiri orðið á
stundum að gjalda.
Ungur að árum eða 1933 stofn-
aði Gunnar sitt eigið heimili, er
hann og Elízabet Jónsdóttir frá
1 áskrúðsfirði voru gefin saman.
Hefur alla tíð siðan farið liið
bezta á með snotru austfirzku
stúlkunni og vestfirzka athafna-
manninum. Elízabet hefur ávallt
veríð honum samhent um að gera
heimili þeirra vistlegt og búa sem
bezt að börnum þeirra. Þótt heim-
ilið yrði stórt og starfið þar mik-
ið, þá hefur Elízabet æði oft unn-
ið utan heimilisins, því að næg
var tekjuþörfin. Nú hefur hún um
nokkurt skeið unnið á vistheimil-
inu Sólvangi í Hafnarfirði, og í
því starfi glöggt komið fram, að
þar sem Elízabet er að starfi, þar
fer góð kona, öllum velviljuð og
bezt þeim, er þess þurfa mest.
Börn þeirra Gunnars og Elíza-
betar eru fimm: Örn, húsgagna-
bólstrari, Brynjar, múrari, Helga
Birna, er nemur nú starf sem
„gæzlusystir” á Kópavogshæli,
Halldór sjómaður og Ingibjörg 12
ára í foreldrahúsum. Þá hafa þau
alið upp fósturson er Gunnar heit-
ir, nú 14 ára í heimahúsum.
Það segir sig sjálft, að svona
stórt heimili hefur mikið til sín
tekið. En Gunnar og Elízabet hafa
jafnan verið samhent um að afla
þess, er afla þurfti, og ávallt látið
sér annt um hag og heill bam-
anna.
Kæri vinur, á þessum tímamót-
um ævi þinnar er ótal margra
góðra kynna að minnast, en efst
mun mér jafnan í huga dugnaður
þinn, ósérplægni, einlægni og trú
mennska í félagsmálastörfum þín-
um innan vestfirzkra alþýðusam-
taka.
Eg þakka þér ánægjulegt sam-
starf á þeim vettvangi, og óska
þér fimmtugum allra heilla.
Helgi Hannesson.
FYRIR rúmum áratug fluttist
maður vestan frá Isafirði hingað
til Suðurlands og 1952 til Hafn-
arfjarðar. Hefur hann átt heima
liér síðan. Maðurinn heitir Gunn-
ar Bjarnason og er fimmtugur
í dag. Margir Hafnfirðingar munu
kannast við Gunnar, þar sem
hann hefur þurft að heimsækja
marga vegna starfa síns hjá Hafn-
arfjarðarbæ, en hjá honum hef-
ur hann unnið undanfarið og
vinnur enn.
Gunnar er vel látinn maður í
hvívetna og hefur fylgt Alþýðu-
flokknum að málum og unnið vel
fyrir hann bæði hér syðra og eins
vestra, meðan hann dvaldi þar.
Er Gunnar einarður í skoðunum
og vel máli farinn. Vildi ég þakka
honum fyrir framlag hans til
flokksmála í Hafnarfirði og vona
að honum endist lengi kraftar og
heilsa til að starfa áfram að hugð-
arefnum sínum, því maðurinn er
fjölhæfur og hefur lagt gjörva
hönd á margt. Hann hefur ávallt
verið einarður og sannur verka-
lýðssinni, sem ekkert lætur til
sparað að tala máli þeirra, er erf-
iðasta eiga aðstöðuna í þjóðfélag-
inu. Fyrir þetta munu margir
hugsa hlýtt til Gunnars á þessum
merku tímamótum ævi hans.
Við Alþýðuflokksmenn í Hafn-
arfirði sendum honum okkar
beztu árnaðaróskir og biðjum
honum og fjölskyldu hans allrar
blessunar um ókomna framtíð.
Hafnfirðingur.
ytyjinninaárópjölfl
Samband ungra jafna&armanna
SAMBANDSRÁÐ
kemur saman í Hótel Borgamesi n.k. laugard.
12. okt. og hefst fundur þess kl. 4 e.h. Dagskrá
fundarins er Vetrarstarfið. Nauðsynlegt er að
sem flestir sambandsráðsmenn og varamenn
þeirra sitji fundinn.
Þátttöku ber að tilkynna fyrir fimmtudags-
kvöldísíma 15020,16724 og 16452 (kl. 19—23).
Stjórnin.
RÁÐSTEFNA
imgra jafnaðarmanna
um skipulagsmál verður haldin í Hótel Borgar
nesi sunnud. 13. okt. og hefst kl. 10 f.h. Þátt-
takendur em allir sambandsráðsmenn, vara-
menn þeirra og stjómarmenn í félögum ungra
jafnaðarmanna. Þátttöku ber að tilkynna fyr'
ir fimmtudagskvöld í síma 15020, 16724 og
16452 (kl. 19—23).
Stjórnin.
Kópavogur Kópavogur
Útsölumaður Alþýðublaðsins í Kópavogi er
Helga Jóhannsdóttir, Ásbraut 19.
Kaupendur Alþýðublaðsins í Kópavogi em
beðnir að snúa sér til hennar með allt sem
varðar afgreiðslu blaðsins.
Á
Afgreiðslusíminn er 36746.
Alþýðublaðið.
AlþýöuhlaBið
vantar unglinga til að bera blaðið til
enda í þessum hverfum:
kaup-
Melxmum
Rauðalæk,
Bergþórugötu,
Eskihlíð,
Framnesvegi,
Barónsstíg,
Miðbænxmi,
Laufásvegi,
Skjólunum,
Vesturgötu,
Hverfisgötu,
Lindargötu,
Lönguhlíð,
Melunum,
Kleppsholti,
Vogahverfi,
Grímstaðaholti
Grettisgötu
Seltjamarnesi
Afgreiðsla AlþýðublaSsins
Sími 14-900
4 10. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ