Alþýðublaðið - 10.10.1963, Side 6

Alþýðublaðið - 10.10.1963, Side 6
ÞEGAR Þjóðverjar hófu innrás sína í Rússland árið 1941, varð Rússin Ivan Bezumov hræddur um líf sitt og faldi sig því í kjall- aranum hjá sér þegar yfirvöldin hervæddu þjóðina. Það var fyrst fyrir fáeinum dögum síðan, sem hann hætti sér upp í dagsljósið á nýjan leik, segir Sovjetskaja Rossja fyrir skemmstu. Hin rússneska raggeit, eins og þetta ágæta blað merkir, Ivan var annars ekk; alveg án sambands við umheiminn í þessari 22 ára kjall- aravist sinni og meðal annars fékk hann heimsóknir leiðtoga sértrúar flokks nokkurs og endaði sá með því að gera hann að dýrlingi flokks ins, segir blaðiö ennfremur og þyk- ir augljóslega lítið til slíkra dýr- linga koma. Leðurtízkan er nú í algleymingi hjá kvenfólkinu. Við þurfum ekki að ganga lengi í miðbænum til þess að rekast á einhverja yng ismeyna sem klædd er gljáandi svartri eða brúnni ieðurkápu eða leðurjakka. Myndin hér að neðan er af sportjakka og huxum úr leðri og er tekin á tízkusýningu sem haldin var á Westbury Hotel í Londou. 0 10. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fékk máliö aftur í dásvefni Dávaldurinn lét fórnarlömb sín drekka vatn, en allt í einu sagði hann þeim að ólyfjan væri í glösunum. Það skipti engum toga, að allir spýttu vatninu út úr sér. EFTIR að franski læknirinn Jean j Martin Charcot hafði í lok 19. ald- ar vakið athygli heimsins á dá- leiðslunni var farið að gera til- raunir með hana víða um heim. j Þessar strangvísindalegu til- raunir hafa meðal annars leitt það í ljós, að um það bil 80% manna eru móttækileg fyrir dáleiðslu, en mjög er það misjafnt hve vel þeir dáleiðast og aðeins sárafáa tekst að svæfa dásvefni. Það má með nokkrum rétti segja, að með dáleiðslu sé skipt um persónuleika þess, sem dá- ieiddur er, Hann hugsar öðruvísi, finnur öðruvísi til og verður al- gerlega háður vilja dáleiðandans. Urnit er að gera undarlegustu hluti með dáleiðslu og skulu hér nefnd nokkur dæmi þess. ★ Fertug rússnesk kona, sem hafði flutzt til Bandaríkjanna á barnsaldri og skildi ekki stakt orð í rússnesku, var dáleidd af lækn- um og sagt að ímynda sér, að hún væri aftur orðin smátelpa í Rúss.- landi. Hún fór þegar að tala reip- rennandi rússnesku. ★ Ungverskur læknir sýndi fram á þau áhrif,- sem hafa má á starf- semi líkamans með dáleiðslu með eftirfarandi hætti. Hann gaf þeim, sem tilraunin var gerð á hægða- meðal og tilkynnti þeim síðan, að hann hefði gefið þeim stoppandi lvf. Og viti menn, þannig tók með- alið að verka. ★ Sami læknir sagði dáleiddum manni, að hann væri staddir í hita- ! beltislandi. Samstundis hækkaði hitastig húðarinnar um þrjú stig á Celsíus. Dáleiðsia getur verið mjög á- hrifarík við ýmsar lækningar. Sem dæmi má nefna eina aðgerð, sem j að vísu var óvenjufljót að bera á- j rangur. í september árið 1953 var j 55 ára gömul kona lögð inn á ^Meira en 60% japanskra kvenna fa""as’úkrahús. hún hafði orðið vildu skipta um kyn ef þær gætu. máliaus og ekki sagt stakt orð í , Og fjórði hver Japani kysi heldur rúmlega eitt ár. Læknirinn, sem j að vera allt annað en Japani, ef dáleiddi hana veit að mestu varð- . hann ætti þess kost. ar að koma sjúklingnum á óvart j Þessar niðurstöður eru fengnar og mlðar allt við það. Eftir tvær i úr rannsókn, sem Tókíósjónvarp- mínútur er konan sofnuð, hann j ið gekkst fyrir, og tók hún til bíður í aðrar tvær mínútur og kall 11500 karla og kvenna á aldrinum ar síðan til hennar: , 10 til 60 ára. Þau voru spurð hvort — Nú getið þér talað. Talið ...! kynið þau myndu kjósa sér ef þau Konan byrjar að hreyfa varirn- ar. — Talið! — Já, hvislar konan. — Talið hátt, æpið! Endurtakið það, sem ég segi! — Já, ég endurtek, segir konan hátt. Læknirinn kinkar kolli, ánægð- ur. — Nú munuð þér vakna af yðar eigin rödd, segir hann. Sjúkling- urinn vaknar og getur raunveru- lega talað. 'ð Slíkar hraðlækningar eru sjald- gæfar. Dýr er einnig hægt að dáleiða. Til dæmis var dáleiðslu eitt sinn beitt til þess að hægt væri að ná flís úr fæti ljónynju í dýragarði. Dáleiðsla getur verið og er vís- indamönnum um allan heim til mjög mikils gagns, en á hinn bóg inn getur hún í höndum fúskara og glæframanna valdið óbætanlegu tjóni. Og ekki verður nógsamlega varað við þeim mönnum, sem ferð- ast um og halda sýningar á dá- Þiðslubi-ögðum. Vilja skipta um kyn ættu að hefja lífið að nýju. Af karlmönnunum kusu 90% sitt eig- ið kyn, en 8% vildu heldur skipta. (í heimild vorri er þess ekki getið hvað þau 2%, sem eftir eru, vildu, en nógu væri gaman að frétta a£ því). Svo ótrúlega sem það hljóm- ar þá vildu einungis 37,4% kvenn- anna halda áfram þeirri tilveru. Afgangurinn vildi miklu heldur gerast karimenn!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.