Alþýðublaðið - 10.10.1963, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 10.10.1963, Qupperneq 11
Ásbjörn endurkjör- inn formaður HSI Við höfum áður skýrt frá helztu I ARSÞING Handknattleikssam- verkefnum HSÍ á næsta starfsári og teljum ekki ástæðu til að rekja það hér aftur. Töluvert var rætt um Norðurlandamót kvenna, sem haldið verður í Reykjavík næsta sumar. Áætlaður kostnaður við mótið er kr. 230 þús. Ásbjörn Sigurjónsson. bands íslands fór fram um helg- ina. Fyrir þinginu lá mikil og fróð- leg skýrsla um hið ítarlega starf sambandsins, en HSÍ er nú orðið eitt af okkar þróttmestu sérsam- böndum. Ásbjörn Sigurjónsson var end- 1 urkjörinn formaður í einu hljóði en með honum í stjórninni eru þeir Axel Einarsson, Axel Sig- ; urðsson, Valgeir Ársælsson og Björn Ólafsson. Miklar umræður urðu á þing- inu um hin fjölmörgu mál, sem framundan eru hjá handknatt leiksmönnum. Gestir þingsins voru forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson og heiðursforseti ÍSÍ, Benedikt G. Waage. Aöalfundur KKRR ■ Aðalfundur Körfuknattleiks- ráðs Reykjavíkur verður haldin að félagsheimili KR við kapla- skjólsveg 17.10. 1963 kl. 20. Stjórn KKRR. 3700 ÞÁTTTAKENDUR Á REYNSLU-OLYMPIULEIKUM ÞÁTTTAKENDUR í væntanlegum Reynslu-olympíuleikum í Tokío sem hefjast um næstu helgi verða 3700 frá 29 þjóðum. Keppnin hefst 11. október og lýkur 16. Þetta verð ur mikil íþróttahátíð, en leikarn- ir næsta haust hefjast um svipað leyti, eða 10. október. Japanir tefla fram 3300 íþrótta- -mönnum og konum, en erlendir þátttakendur eru rúmlega 400, fiestir frá Vestur-Þýzkalandi eða 117. Keppt ve’-ður í frjálsum í- þróttum, sundknattleik, fimleik- um, skylmingum, róðri, sigling- um, hjólreiðum og skotfimi. í frjálsum íþróttum taka þátt fjölmargir heimsmethafar. Banda- ríkjamenn senda m. a. John Pen- nel, heimsmethafa í stangarstökki og sleggjukastarann Harold Co- nolly. Frá Sovétríkjunum koma Igor Ter-Ovanesjan og Tamara Press, Elvira Ozolina og Tatjana Tsjalkanova. Belgíumenn senda Gaston Roelants, Ný-Sjálendingar \ 1 * * Ársþing Körfuknattleikssam- bands íslands verður háð í KR- húsinu við Kaplaskjólsveg sunnu- daginn 17. nóvemher og hefst kl. 10 fyrir hádegi. Bill Baillie og Rúmenía Yolanda Balas, heimsmethafa í hástökki kvenna. John Pennel. teMvl Haustmót f knattspyrnu stendur nú yfir á Akranesi. í 4. fl. sigraði Kári KA með yfirburðum og hér eru hinir efniiegu leikmenn Kára. — Ljósm. Hdan. :;;p" Austurríkismaðurinn Thun sigr- aði heimsmethafann ConoIIy í sleggjukasti á mánudag. Thun kastaði 68,57 m. en Conolly 68,48 m. Bandaríkjamaðurinn á heims- metið, 70,67 m., en Thun bezta árangurinn á þessu ári, 69,77 m. í öllu er sett heimsmet, Norð- maðurinn Thorbjörn Pedersen skallaði knetti nýlega 14 605 sinn um án þess a'ð stanza, en þetta | tók hann eina og hálfa klukku-1 stund. Pedersen varð að hætta ] vegna sterks sólskins. Gamla met- ' ið átti sænskur knattspyrnumað- ur, 14038 sinnum. Á móti í Ábo sigraði Haglund, Svíþjóð, í kringlukasti með 55.47 m. Repo varð annar með 54,95 m. Bretar sigruðu Ungverja í lands keppni í sundi I Blackpool með 143 stigum gegn 124. Stella Mit- chell, Engl. setti heimsmet í 220 yards bringusundi, 2.50,2 mín. Undankeppni EM i körfuknatt- leik stendur yfir í WrooIaÁ í Pól- landi. Tékkar sigruðu Finna með 78-45. Flest stig Finna skoruðu Lampen 14 og Kuusela 11. Belgar sigruðu Holland með 77-71 og ísrael Tyrkland 76-52. ÍSLENDINGAR ERU næstum frægir fyrir lélegar boShlaupsskipt- ingar. Við höfum átt mjög góSar boðhlaupssveitir, eða réttara sagt, góða einstaklinga, en tímarnir í boðhlaupskeppni hafa oftast verið lélegri en efni stóðu til, og því miður er eina ástæðan leti við að p æfa skiptingar. Oft er um tilviljun að ræða í boðhlaupum, en er við lítum á tíma einstaklinga í erlendum boðhlaupssveitum, kemur í Ijós, að æfing við skiptingar hlýtur að liggja á bak við hina góðu tíma, sem sveitirnar ná. íslenzka boðhlaupssveitin, sem þátt tók í Evrópumeistaramót- inu í Briissel hljóp á 41,7 sek. og varð fimmta í úrslitum. Það er bezta boðhlaupssveit, sem við höfum átt. Beztu tímar boðhlaups- mannanna voru: Finnbjörn Þorvaldsson, 10,5, Ásmundur Bjarnason 10,5 Haukur Clausen 10,6 og Guðmundur Lárusson 10,7 sek. Þetta gerir samtals 42,3 sek. Þessi sveit hljóp á 41,7 sek. sem enn er íslandsmet. Það er talin góð skipting, þegar sveitin græðir 1,5 til 2 sek. á skiptingunum. íslenzka sveitin í Briissel hefði því ekki átt að fá lakari tíma en 40,8 sek. Ennþá verri verður bó útkoman ef við lít- um á.tíma boðhlaupssveitanna í dag. Sveit KR á bezta tíma félags- sveita hér á landi í 4x100 m. boðhlauni í sumar. Beztu tímar ein- staklinganna eru: Valbjörn 10,8 sek., Einar Frímannsson, 10.9 sek., Einar Gíslason, 10,9 sek. og Úlfar Teitsson, 11,0 sek. Samanlagt ger ir þetta 43.6 sek., en sveitin náði bezt 44,7 sek. í sumar. Við skulum vona, að íslenzkir spretthlauparar taki framförum í þessum efnum, bví að fátt er skemmtilegra á æfingum en bnðhlaups skiptingar, og góð boðhlaupssveit er nauðsynleg hverju félagi svo að ekki sé talað um sterka landsliðssveit. — ö. Þessi mynd var tekin í Briissel 1950. Keppni í riöli þeim, sem Is- Á móti í Siena sigraöi Frin- olli, Ítalíu í 400 m. grind á 51,4 j sek. annar varð Held, Austurríki j á 52,1 sek. Bolotnikov, Sovét, sigr j aði í 5000 m. hlaupi á 14,10,6 mín. Iendingar hlupu í.'var dæmd ógild vegna kæru frá Bretum. Haupið var endurtekið og myndin er frá því hlaupi. Rússar eru fyrstir, ea síöan 2 m. aftar koma íslendingar, það cr Finnbjörn sem lætur llaull Clausen fá keflið. Haukur hljóp stórglæsilega og náði Rússanuin, eBt Rússar voru dæmdir sjónarmun á undan. ' ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10. okt. 1963 II

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.