Alþýðublaðið - 10.10.1963, Síða 16

Alþýðublaðið - 10.10.1963, Síða 16
tHWmMMWMHWWWWiMWWWWMWWWWWVWWWWWWWWWWWWWa RANNSÓKNIR Á RJÚPUNNl Reykjavík, 9. okt. — KG. Nú standa yfir á vegum Nátt- úrugripasafnsins víðtækar at- huganir á rjúpunni, lifnaðar- háttum hennar og dreifingu. — Hlefu/r náttúrugripa- safnið því ákveðið að snúa sér til almennings um aðstoð við athuganirnar. Dr. Finnur Guðmundsson ræddi í dag við fréttamenn um athuganirnar og vegna þess að hinn 15. október hefst veiðitím- inn. Hann hefur látið útbúa sér stök eyðublöð, sem ætlazt er til að veiðimenn útfylli og sendi síðan til safnsins. Á þessum eyðublöðum er ætlazt til þess að menn taki fram dagsetningu, veiðisvæði og fjölda veiddra rjúpna. Eyðublöðin fást hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og lögregluyfirvöldum um allt land og einnig í öllum verzlun- um, sem verzla með skotfæri. Dr. Finnur sagði, að það, sem einkennilegast væri við rjúpuna væru hinar einkennilegu sveifl ur á stærð stofnsins. — En rjúpnafjöldinn væri alltaf í lágmarki á 10 ára fresti. Hann var í lágmarki 1938 og hefur verið það síðan á tíu ára fresti — síðast 1958. Þess vegna mætti búast við, að mikið yrði um rjúp ur í ár og næstu 2-3 árin, en síðan færi það minnkandi. — Hann sagði, að um 40 skýringar hefðu komið fram á þessu fyrir brigði en engin - þeirra staðizt. Annað það, sem leitað hefur verið til almennings um, eru merkingar og hafa um 40 menn víðs vegar um land fengið send merki. Einnig hafa verið send hreiðurkort til þess að fylgjast með varpháttum rjúpunnar. Náttúrugripasafnið heldur svo uppi rannsóknum í Hrísey, en þar eru mjög góðar að- stæður, svæðið takmarkað og ekki verið skotin rjúpa þar í fjölda ára. Samanburðarrann- sóknir fara svo fram í Heið- mörk, í Öræfum og í N-Þing- eyjarsýslu. / Áður var rjúpnaveiði mikil tekjulind fyrir marga og var þá aðallega veitt til útflutnings og Í920 voru flutt út um 400 þús. aðaliega til Danmerkur. Nú er aftur á móti ekkert flutt út og veiðin eingöngu sportveiði. IWMAMMMWWWMWWWMWWWWWV NÝR KAFLIKEFLAVÍKUR- VEGARINS OPNAÐUR í GÆR í GÆRMORGUN var opnaður til umferðar 3,5 km. langur kafli af hinum nýja steypta vegi til Keflavíkur frá Hvassahrauni að Kúagcrði. Er þá búið að taka í notkun allan þann kafla, sem steyptur var í sumar eða 10,8 km. Áður en vegurinn var opnaður fyrir umferð skoðaði Ingólfur Jóns son samgöngumálaráðherra, Pen- field sendiherra Bandaríkjanna og Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneyt- isstjóri framkvæmir þær í Kefla- víkurvegi, sem unnið hefur verið að í sumar undir leiðsögu Sig- urðar Jóhannssonar vegamálastj. og Snæbjarnar Jónssonar deildar- verkfræðings, sem haft hefur á hendi yfirumsjón með fram- kvæmdum þessum. Hinn nýi Keflavíkurvegur á að ná frá Engidal norðan við Hafnar- fjörð að bæjarmörkum við Kefla- vík og verður 37,5 km. að lengd. Er nú lokið við að steypa slit- lag á 14,8 km. af veginum eða um 40%. Ennfremur er að mcstu lokið undirbyggingu vegarins um Vogastapa að Ytri-Njarðvík alls 8,4 km. Er því búið að undir- byggja um 60% af hinum nýja vegi. Aðstoðin v/ð Vietnam skert Saigon, 9. október. Stjórnin í Suður-Vietnam í- hugar um þessar mundir umfangs miklar fjármálaráðstafanir til þess a'ð vega upp á móti væntan- legri minnkun efnahagsaðstoðar- innar frá Bandaríkjunum. Haft er eftir góðum heimildum í Saigon, að Bandaríkjamenn muni skerða aðstoðina um 35% og ef til vill um 50 prósent. ÁTTA FULLORÐNIR ERNIR Á 1 Reykjavík, 9. október. — HP. Fuglaverndarfélag íslands hef- mr það markmið að koma í veg 4&rir, að fuglategundir deyi út af éiiannavöldum hér á iandi. Er ljóst •í skýrslu, sem félagið hefur sent Irá sér, að gera þarf róttækar ráð Rtafanir strax, ef íslenzki arnar- atofninn á ekki að deyja út, áður -Qn langt um líður. Snemma á þessu ári skipulagði Célagið eftirlit með öllum varp- „Akurliljan" tyrir rétti Vopnaðir lögreglumenn voru á verði á göngunum í dómliöllinni fi- Pretoria í dag, þegar Hæstirétt- Sir Suður-Afríku hóf málaferlin fíegn 11 mönnum, sem eru ákærð- €r fyrir að hafa skipulagt byltingu t— skæruliernað og innrás I lýð- Ueldið. Meðal hinna ákærðu er „Svarta Qfcurlifjan” Nelson Mandela, og ésöalrit&ri Afríska þjóðarþingsins, feinna bönnuðu samtaka svert- fngja. VValíer Sisulu. iSLANDI stöðvum íslenzka arnarins, sem vitað var um. Hafði það samband við alla bændur, sem eiga lönd, þar sem örnin hefur sézt eða haft varpsvæði á undanfömum árum. 1959 var gerður út leiðangur til að rannsaka og telja varpsvæði ís- lenzka arnarins. Á því ári fund- ust 8 hreiður, og komust úr þeim 12 fleygir ungar. í ár varð ijóst. að örnunum er að fækka, því að nú voru verpandi á landinu öllu 4 pör, og komust 6 ungar úr 4 hreiðrum. Á þessu ári drápust ungar úr tveimur hreiðrum og ernirnir hurfu líka. Orsökin er ó- kunn, en talið er líklegt, að eitur hafi orðið þeim að bráð. Fleiri dæmi eru nefnd í skýrslu fugla- verndunarfélagsins um, að örnum fari fækkandi og leidd rök að því, að þeir hafi drepizt af eitri, sem lögboðið var á Alþingi 1957, að borið skyldi út til að drepa ref og veiðibjöllu. Er líklegt, að ernirnir hafi fundið hræ þessara dýra og etið þau, en drepizt síðan af þeim. Leggur félagið til, að Alþingi banni nú hið fyrsta að bera út eitur til að eyða ref og veiðibjöllu og telur aðrar ráðstafanir til út- rýmingar þeirra árangursríkari. FUNDUR ALÞJÓÐABANKANS OG GJALDEYRISSJÓÐS GYLFI Þ. GÍSLASON við- skiptamálaráðherra kom heim í gærmorgun frá VVashington, þar sem hann sat aðalfund Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða- bankans. Hefur ísland verið að- ili að þessum stofnunum frá upphafi þeirra og notið þar margvíslegrar fyrirgreiðslu. Það var Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn, sem veitti íslending- um yfirdráttarheimild í sam- bandi við afnám viðskiptahafta, þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda. Var yfirdráttur- inn notaður til að greiða lausa- skuldir bankanna, sem þá voru, en hefur verið endurgreiddur að fullu. Má segja, að aðild ís- lands að Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum sé eins konar viðbótar- g j aldeyris varas j óður. Alþjóðabankinn hefur lánað til ýmissa framkvæmda hér á landi, nú síðast til aukningar liitaveitunnar í Reykjavík. Gylfi skýrði blaðinu svo frá í gær, að sífellt fleiri þjóðir ger- ast aðilar sjóðsins og bankans, og eru þær nú 102 talsins. — Þessi fundur var sérstæður að því leyti, að nýir forstjórar eru að taka við stjórn beggja stofn- ana, Frakkinn Schweitzer við gjaldeyrissjóðnum og Banda- yíkjamaðurinn Woods við bank aiíum, Vakti það sérstaka at- Framh. á 10. sAu ■ 'íísJfWf' \ ■ >WWWWWWWWWWWWWWWWtWWWWWWWWMWWWWWWW»

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.