Alþýðublaðið - 17.10.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.10.1963, Blaðsíða 9
iiiiimiiiiimiiiiiiiiiijiiiiimmiiimimmuimiiimiiitmiiiinititiiimiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiimiimiiiiiiitiiiiiiuiiimiiimimmmiiimimmiimmmmmiimtiiiiiiiiuii t,A bréf frá gurjónsd. TÍZKAN Við skulum nú athuga vetrar- tízkuna nánar og flokkum hana því niður: SKÓFATNAÐUR. . Vinsælustu gönguskórnir eru með breiðum hæl, gjarnan úr viði og um það bil 3 cm. háum. — Skórnir ná hátt upp á ristina og eru reimaðir þar, eða lokaðir með spennu. Há leðurstígvél eru ennþá vinsæl í kulda og rigningu. SOKKAR. í vetur eiga grófprjónaðir og ef til vill handprjónaðir ullar- og baðmullarsokkar að-slá í gegn. Þeir eiga að ná upp á lærin og eru í öllum regnbogans litum og með alls konar mynztrum. KJÓLAR. Sem dagkjólar eiga að ná vin- sældum grófprjónaðir ullarkjól- ar með löngum ermum og ná þeir upp í háls. Tölur setja mikinn svip á alls konar fatnað. Nýja efn- ið „nylfranse” er mjög í háveg- um haft í sambandi við kvöld- kjóla. Má sjá það m. a. á kvöldkjól- um frá Bucol, Marescot og Petil- lault. Kvöldkjólarnir eiga að vera mjög sléttir og beinir og axlirnar fá enn vel að njóta sín. Síðir kvöldkjólar eru enn í tízku og hafa mörg sýnishorn af þess- ari vöru komið til Parísar frá tízkuhúsunum á Ítalíu, svo sem Barentzen og Forneris. Frakkarn- ir óttast mjög um þessar myndir, að ítölsku tízkukóngarnir verði of vinsælir og fái of miklu ráðið um, hvernig tízkan er í hvert og eitt skipti. Svo eru alls kyns plast kjólar mjög í tízku. YFIRIIAFNIR. Alls konar slár eru nú mjög vinsælar á kápum og kjólum. Sportfatnaður er mjög í hávegum hafður þennan vetur, skinnjakk- ar, pelsar í sportlegum sniðum og fleira, sérstaklega eru pels- arnir vinsælir. Auk þess er skinn mikið notað til skrauts á kápum, uppslögum Framh. á 10. sf'u Myndirnar: Til vinstri: Hér sjáum við gott dæmi upp á vetrarkápurnar úr mohair. Þessi er frá Forneris. Til hægri: Mynd þessi er af liinum vinsælu ullarprjónakjól- um. Það ætti að vera auðvelt að að prjóna þá úr íslenzkum lopa. Efst: Munu ítölsku tízkukóng- arnir slá þá frösnku út? Það geta lesendur góðir dæmt af þessari mynd. Kvöldkjóllinn, hárgreiðsl an og skórnir er íialskt eftir Forii/.frte, iVllipo og Lucar elle. Ullanðnaður Duglegur og áreiðanlegur maður óskast til starfa í Ullar- verksmiðjunni Framtíðin, Frakkastíg 8. Viljum einnig ráða pilt eða stúlku til aðstoðar við litun og þvott á bandi og ýmiss konar fyr- irfallandi störf. Nánari upplýsingar í skrifstofunni, Skúla- götu 20. Sláturfélag Suðurlands. Fjölskyld ubætur Samkvæmt almannatryggingalögum nr. 40 frá 1963, sem taka gildi 1. janúar 1964, skulu fjölskyldubætur greiddar með öllum börnum yngri en 16 ára. Skulu þær að jafnaðl greiddar þeim, sem foreldraráðin hafa, eða öðrum þeim, sem annast framfærslu barnanna. Með hliðsjón af ofangreindri breytingu auglýsist eftir um- sóknum þeirra, sem kunna að öðlast rétt til fjölskyldubóta þann 1. janúar 1964. \ I Reykjavík fást umsóknareyðublöð á skrifstofu vorri Lauga veg 114, og óskast þau útfyllt eins og form þeirra segir til um, ef eftir fjölskyldubótum er óskað, og send oss fyrir 1. nóvember 1963. Utan Reykjavikur fást umsóknareyðublöð hjá umboðs- mönnum og bæjarfógetum. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS — Lífeyrisdeild — Sendisveinn óskast I/2 daginn. Afnot af skellinöðru koma til greina. LINDU-UMBOÐIÐ, sími 22786. IIIIIIIIIIIMIIIUIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIHIIIIHHIIIHUUUHHHUIIIIIHlÍimiHÍllllHIIÍIIlÍimHHIUIUIIIIUHIIIIIIHIIIIllUllllÍÍUIIIimlUUIIUIIHUIÍIIfUHIHIIIHHUIHIIIIHIHIÍIUHllÍllllllllllim'* ALÞÝÐUBLAÐÍÐ — 17. okt. 1963 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.