Alþýðublaðið - 17.10.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 17.10.1963, Blaðsíða 10
Land án æskn Framh. a£ 7. síðu hví sem félagar hans telja honum trú um. Ef að Nehru, forsætisráð- herra, kemur til borgarinnar — og ávarpar fjöldafund ákveður hann hvort hann fer til þess að stara fullur lotningar á það, sem einu sinni var tákn indverskrar æsku eða láta sér á sama standa um það sem hann álítur vera hávaða í gömlum, þreyttum manni. Jafnvel í þessari síðkomnu æsku eru viðbrögð hans sein, og áhuga- mál hans ekki meira en svo sið- ræn. Og eftir þessi stuttu ár snýst allt hans líf um barnsfæðingar og fæðuöflun. í undanfarandi setningu hefur orðið „hann” verið notað með vilja. Á þessu timabili í lífi kon- unnar, nema ± einstöku tilfellum, hefur hún horfið algjörlega inn- fyrir hina fjóra veggi heimilisins. En slík er margbreytni Ind- lands, að í úthverfum Bombay og Calcutta rekst maður á raunveru- Iega. „leðurjakka”, í hinum mörgu skrifstofum í Delhi finnast á- kveðnar ungar stúlkur. sem skrifa iá ritvélar á daginn og drekka bik- ar lífsgleðinnar á kvöldin. Þetta eru táningar, sem hafa losnað ‘undan viðjum siðvenjunnar. ,Hið stutta en óhamingjusama skeið þeirra fær því miður sorg- legan endi, jafn vissulega og nótt ífylgir degi. Það eru nokkrar leiðir opnar fyrir unglinga, sem vilja gera ör- Væntingarfulla tilraun til að losna 'undan vonleysinu og komast á- •fram f heiminum. Þúsundir ungl- inga fara því til Bombay, oft um 2000 mflna veg. Þeir þyrpast þar að eftirlætis leikurum sínum eða leikstjórum í þeirri von, að þeir ikomi auga á þá. Af hverri milljón, !sem leggur í þetta ferðalag hlýtur einn vinninginn. En svo fá eru tækifæri indverskrar æsku, að jafn vel f þessari veiku von, hópast hún til Bombay. Því Bombay er meira en Hollywood Indlands, hún jafn- gildir einnig New York. Þeir, sem • ekki komast á hvíta tjaldið, fá s vinnu í baðmullarverksmiðjum, á . eyrinni. í skrifstofunum og á göt- '• unni við skóburstun. Stjórnmálamennirnir, sem not- „íærðu sér krafta æskunnar í bar- * áttunni við Breta, virðast ætla að t láta sér nægja, að gefa henni þá ♦ hversdagslegu áminningu, að læra og verða nýtir borgarar. — í Hvorki stjórnarflokkurinn, Kon- gress^-flokkurinn, né nokkur and- . stöðuflokkanna, hafa deildir fyrir 1 unglinga. Flestir Indverjar, sem fara til útlanda til þess að vera fulltrúar fyrir land sitt á æskulýðs samkomum, eru á þritugs aldri. — Jafnvel kommúnistaflokkur Ind- lands hefur enga unglingadeild. Þeir hafa líklega gert sér grein fyrir því, að það er engin æska og hvers vegna að hlaupa á eftir hillingum. Er það til góðs eða ills, að fimmti hluti mannkyns er fæddur til þess að verða fullorðinn um leið og bernskunni sleppir? Það er viðfangsefni fyrir heimspeking- ana að svara þvi. Fyrir þann, sem fylgist með atburðunum með með- aumkvun og skilningi, er þessi ljóti leikur með æsku Indverja sárgrætilegur. Indversk æska liggur undir fargi. Tæknilega er hægt að fjar- lægja þetta farg. Stjórnmálalega eru litlir möguleikar á að það verði gert. íbúatala Indlands er 438 milljónir og eykst um tæp 3% á ári. Fyrir unga sem gamla er ekkert nema óhamingja fram- undan. Fyrir nokkrum árum sagði Ner- hu forsætisráðherra, að hann hefði ekki áhyggjur vegna fjölgunarinn- ar. Hver væntanlegur neytandi er væntanlegur framleiðandi. Vissu- lega vel sagt. En lítið þarf til þess að hvetja neytandann til þess að borða, aftur á móti þarf mikla skipulagningu til þess að framleið- andinn framleiði jafn mikið og hann borðar sjálfur. Æska Indlands hefur þannig fallið í skuggann í stjórnmálum landsins. Árangur hennar hefur, nema að sáralitlu leyti, verið á- takanlega lítill. Morgundagurinn hefur ávallt verið æskunni áhyggju efni. Fyrir æsku Indlands er eng- inn morgundagur. Ef ókeypis kennsla verður handa öllum í 25 ára áætluninni, er lítil ástæða til þess að ætla, að hinn ómenntaði piltur í dag verði fullur áhuga. Það sem æska Indlands þráir öðru frekar, er tími til þess að vera ung, tími til þess að finna sjálfa sig sem einstaklinga, og þróa með sér sjálfstæða frama- hvöt. Ekki æskan, -heldur skortur á æsku, er vandamálið hér. Gef oss í dag hlutdeild vora í æskunni gæti vel verið bæn unglinga Ind- lands. (Úr The New Leader). Ljóðabækur Framh. af 7. síðu en ljóðagerð. En eitt, eða jafn- vel tvö-þrj-ú sæmileg forlög, sem gefa út nýjar bækur og heildarsöfn, er ekki nóg: hér væri þörf fyrir miklu fjöl- breytilegri og umsvifameiri Ijóðaútgáfu en nú tíðkast, og ég trúi ekki öðru en slík út- gáfa hefði fjárhagsgrundvöll ef til kæmi. Bókafélög njóta hér vinsælda og gerast um- svifamestir litgefendur; og er því auðvelt að hugsa sér skan- dinavisku bókaklúbbana eem fyrirmynd. Og væri gaman að sjá hér upp risið bókafélag sem byggði starf sitt einvörð- ungu á bókmenntaáhuga, bók- menntalegum rökum. ★ Auðvelt er líka að ímynda sér verkefni slíks bókafélags, þar sem safnaðist einhver álit- legur hluti af ljóðavinum og Ijóðaiesendum landsins og sem ætti sér það kjörið verkefni að beina ljóðlist til móts við nýja lesendur. Að einhverju leyti gæti slíkt forlag gefið út nýjar bækur í frumútgáfu, og sömu- leiðis safnrit og sýnishoma- bækur sámtíðarskálda, ódýrar, aðgengilegar og fyrst og fremst ætlaðar til kynningar. Annað verkefni væri að gefa út sígild- an skáldskap foman og nýjan í snyrtilegum og aðgengilegum útgáfum: það er leiðindavani hérlendra forleggjara að gefa ekki út þjóðskáldin nema í stórum heildarsöfnum, helzt í tólf bindum. Enn eitt væri kynning og útgáfa erlends skáldskapar margvíslegs í ís- lenzkri þýðingu, bæði sígildra snilldarverka og samtiðarnýj- unga; trúlega gæti slíkt forlag Iíka á ýmsan hátt greitt mönn- um leiðina til erlendra bók- mennta á frummáli. Svona mætti telja lengi enn margvís leg verkefni, þó hér komi am- en. Það má vera að slík útgáfa sé fánýtur óskadraumur og komist aldrei upp, trúlegt er það. Þó held ég hún sé mögu- leg. Og ég veit hún yrði gagn- leg. Alþýðublaðið vantar unglinga til að bera blaðið til kaup- enda í þessum hverfum: Rauðalæk, Bergþórugötu, Framnesvegi, Barónsstíg, Miðbænum, Bárugötu, Vesturgötu, Lindargötu, Vogahverfi, Grímstaðaholti Laugarási Rauðarárholt Afgreiðsla Alþýðublaðsins Stmi 14-900 Verkefnin Framh. úr opnu. bandsþingi skynsamlegar ábend- ingar um breytingar á skipulagi samtakanna? Þær ná ekki fram að ganga af þvi að núverandi vald liafar í Alþýðusambandi íslands óttast að missa pólitíska aðstöðu sína í sambandinu, ef þær breyt- ingar kæmu til framkvæmda. — Telurðu mikilvægt að breyta uppbyggingu Alþýðusambands- ins? — Að minni hyggju og margra annarra mundi það vera eitt mik- ilsverðasta framfarasporið og for- senda fyrir verulegum árangri í kjaramálum að breyta skipulags- uppbyggingu Alþýðusambandsins samkvæmt tillögum norska sér- fræðingsins, sem til var leitað, og voru skipulagsmálin til umræðu á tveimur seinustu ASÍ-þingum. En á seinasta þingi kom greini- lega í ljós, að núverandi valdhaf- ar í. ASÍ hafa um annað meira hugsað en að endurskipuleggja og treysta hina faglegu uppbyggingu samtakanna. Þetta er ein ástæðan fyrir því, að verkalýðssamtökin njóta í dag ekki þeirrar virðingar sem þau eiga að njóta I þjóðfélagi eins og okkar. Þau virðast lúta pólitískum hagsmunum umfram allt annað, og faglegar umbætur nást ekki fram. Þau geta haft og eiga að hafa forustu um jákvæða framfarabaráttu, en til þess að geta það, verða þau að taka upp ný vinnubrögð. — Viltu nefna dæmi? — Verkefnin eru á hverjum vinnustað. Við íslendingar erum það stutt á veg komnir í verk- menningu, að með aukinni vinnu- hagræðingu mætti vafalaust gera stórátak til að nýta betur vinnu- aflið án erfiðisauka fyrir verka- manninn og á þessu sviði eiga verkalýðsfélögin sinu hlutverki að gegna engu síður en vinnuveit- andinn. Og þau mega gjarna eiga frumkvæði að auíknu samst&rfi launþega og vinnuveitenda um slík málefni. Heildarsamtökin þurfa að geta látið í té sérfræði- lega aðstoð og leiðbeiningar við að finna út réttmætan og ríflegan hluta verkafólksins af tekjuauk- anum og til að tryggja, að aukin framleiðsla, sem af þessu leiddi, kæmi til hagsbóta launafólkinu. Aðstaða verkalýðssamtakanna er í dag tvímælalaust mun betri en áður, þegar þau höfðu ekkert við að styðjast nema óþroskaðan sam- takamátt. Þau hafa fullkominn lagalegan rétt i þjóðfélaginu og ættu að geta haft traustan fjár- hagsgrundvöll. Með réttu skipu- lagi og heilbrigðum stjórnendum gætu launþegasamtökin lyft Grett- istaki í þágu alþýðustéttanna og þjóðfélagsins í heild. Eins og nú er haldið á málum, er augljóst, að pólitísku átökin innan launþega- samtakanna hljóta að fara vax- andi. Eg vildi bara óska þess, að þau komi betur út úr þeirri Sturl- ungaöld heldur en forfeður okkar og þjóðin á þeirra tíð. WE KNOW THAT^ MR.PELANE, BUT THE FOLK.Z 60TTA * ; ’f! i J t • fr- PwHy POH'T IS2U ^ Tl-iA" i 60 TS «ífg IAOTBL \ ÍV&A -* ■ AM> PlffiANS6 WT líUFFERJNS Tb OíVS Uf NO V PBVTIS- 'Votii.É-HMAÍ \ MONI.. NOVV 15 THB MO/WEMt TO MAKY/ PiœOTSP Framh. úr opnu. o. fl. Mohairkápurnar gera nú mikla lukku og meðal annars hafa tízkuhúsin Raimon og Chan- el komið með fjölbreytt sýnis- horn af þeim. í þessu sambandi má geta þess, að Chanel er vin- „sælasta tízkuhúsið hjá ,tParís- ískunum”. Sérstaklega eru regn- kápur vetrarins skemmtilegar. Þær eru úr plasti eða nýju næl- onefni, einlitar eða marglitar og með alls kyns upplífgandi mynztrum. HATTAR. Vinsælasta hattagerðin er kollur með eða án lítilla upp- slaga eða skerma. Þeir eru mjög oft úr leðri og skreyttir með skinni. Húfumar eru með eyrna- leppum, sem eru hnýttir saman undir hökunni eða uppi á há- kollinum. Sérstaklega mikið verður í vetur um litla prjóna- húfur i (grófar) með eyrnalepp- um, hnýttum saman undir hök- unni. Þær Iíkjast mjög gömlu mótorhjólahúfunum og hafa oft lítinn skerm. Regnhetturnar eru og í svipuðum stíl, en margar aðrar gerðir eru af þeim, svo sem „gamla sjóhattagerðin”. Um þessar mundir er mjög algengt hér á götum Parísar að sjá ungar stúlkur með uppsett hár í huút og um hann er bund- ið aflangri chiffonslæðu og lafa báðir endarnir niður á bak. Slæð- urnar eru í sterkum litum. HÁRGREIÐSLUR. Mikið hefur verið talað um ,að hárið eigi að vera stutt í ár, en hér í heimsborginni virðist allt öðru máli að gegna. Kvenfólkið hefur hárið mjög sítt eða stutt og oft í tveimur síddum. Mjög vinsælt er og að nota laushár og það er sett upp á margan hátt. — Það var ekki fröken Daay, sem kvart . aði, það voru hinir leigjendurnir. — Þið verðið að hætta þessu og fara heim. — Ég leigði þessa hljóðfæraleikara til að |,Q 17. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ leika fyrir Jane Daay. —— Við vitum það Delane. En fólkið verð ur að hafa svefnfrið. — Hvers vegna ferðu ekki til gististað- ar þíns og leyfir okkur að hafa frið. — Vesalings maðurinn. Hann þjáist. — Nú er kominn tími til að gera það sem móðir mín ráðlagði mér. Hér hefur verið gert yfirlit yfir helztu tízkufyrirbrigði vetr- arins og er vonandi, að lesendur góðir geti fært sér eitthvað af því í nyt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.