Alþýðublaðið - 19.10.1963, Síða 2

Alþýðublaðið - 19.10.1963, Síða 2
Eitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - í’réttastjóri: Ami Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: EiSur GuSnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — ASsetur: Aiþýðuhúsið við Ilverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald tr. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Tryggingabætur munu hækka ÞINGMENN 'kommúnista í efri deild reyna að slá sig til riddara með flutningi frumvarps um hækkun bóta almannatrygginga. Hér er aðeins um sýndarmennsku að ræða, og tilgangurinn sá að upp hefja sjálfa sig og flokk sinn. Það virðist hafa farið fram hjá þeim, að Al- þýðuflokkurinn hefur lýst yfir þeirri stefnu sinni, að bætur almannatrygginga skuli hækka til sam- ræmis við þær verðhækkanir, sem orðið hafa und- anfarið. Þessi yfirlýsta stefna flokksms er og stað fest í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi, en þar segir orðrétt í athugasemdum: „Gera verður ráð fyrir því, að sakir þeirra kauphækkana, sem orðið hafa síðan bætur almannatrygginga voru síðast ákveðn ar, hækki bótagreiðslur frá því sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Ekki lágu fyrir endanlegar tillögur um þetta efni, þegar ganga varð frá frumvarpinu, en þær munu verða lagðar fram við meðferð máls ins á Alþingi”. í ríkisstjórninni er því algjör samstaða um, að hækka skuli bætur almannatrygginga, enda hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar verið unnið meir og foetur að almannatryggingamálum, en dæmi eru til áður. Lífeyris og bótagreiðslur hafa verið stóraukn ar frá því, sem áður var, og margskonar misrétti af numið, sem áður var við lýði. Má þar til dæmis nefna þau skerðingarákvæði, sem mæltu svo fyrir, að hefði bótaþegi tekjur af vinnu, skyldi lífeyrir hans minnkaður. Einnig hafa verðlagssvæðin ver- íð afnumin, þannig að bætur eru nú jafnháar hvar á landinu sem er. í tíð núverandi ríkisstjómar hefur ellilífeyrir verið hækkaður um meira en 100%. Það sýna eftir farandi tölur: Fullur elli og örorkulífeyrir Fyrir viðreisn 1963 Einstaklingar á 1. verðlagssv. 9.954 kr. 18.235 kr. Einstaklingar á 2. verðlagssv. 7.465 — 18.235 — Hjón á 1. verðlagssvæði 15.927 — 32.824 — Hjón á 2. verðlagssvæði 11.945 :— 32.824 — Almannatryggingarnar hafa alla tíð verið helzta baráttumál Alþýðuflokksins. Það var fyrir hans tilstilli að þser komust í framkvæmd á sínum tíma. Utan stjómar og innan hefur Alþýðuflokkur inn háð harða baráttu fyrir bættum kjörum ör- yrkja og aldraðs fólks. í vinstri stjóminni dauf- heyrðust kommúnistar og Framsóknarmenn við kröfum Alþýðuflokksins um auknar almannatrygg ingar. Framsóknarmenn hafa reyndar alla tíð ver ið andstæðir tryggingunum og litið á þær sem foagga á skattborgurunum, en ekki sem tekjujöfn- unarleið. í núverandi ríkisstjórn ríkir skilningur á þess iffli málum. Sýndartilla-ga kommúnista um trygg- ingarnar er því aðeins lögð fram í pólitískum til- gangi. T T k VEGFARANDI SKRIFAR: „Þá er fyrsta slysið á hinum nýja Keflavíkurvegi orðið. Það var ekki seinna vaenna. Að vísu flaug bíll út af veginum snemma á síðasta sumri, en þar voru að verki óðir unglingar í kappakstri. Núna var ástæðan- fyrir slysinu sú, að kon- an sem ók bílnum ætlaði að svifta sér fram úr öðrum bíl, en gætti þess ekki, að annar bíll kom á móti henni. Hann var ekkert smásmíði enda varð höggið eftir því. Það þykir nokkrum tíðindum sa-ta, að bíllinn, sem konan ók, lenti í árekstri á þessum sama vegi kvöldið áður. Þá var karlmað ur við stýrið, en Iiann var í rétt- arlialdi út af því daginn eftir og því var konan við stýrið þá. Hér var, eins og kunnugt er, um út- lendinga að ræða. ÉG ÓTTAST að íslendingar kunni ekki að aka þessa greiðfæru og steyptu vegi, að minnsta kosti ekki fyrr en þeim lærist það, að þeir eru mjög viðsjárverðir. Vil ég í því sambandi minna á það, að það var ekki meira en rúm vika liðin frá því að vegurinn var sleyptur austur úr borginni á sín um tíma — og þar til þar varð hroðalegt slys og menn létu lífið. Það stafaði af því að ekið var of hratt. FYRIR NOKKRUM DÖGUM gerði ísingu undir morgun. Fólk áttaði sig ekki á þessu, enda lentu þrjátíu bílar í árekstrum á rúm- um klukkutíma. Þetta var hérna inni í borginni. Það er alveg víst af ef fólk gætir ekki ýtrustu var- úðar, þá verða fjölmörg hættuleg hálkuslys á Keflavíkurveginum nýja í vetur. Hvað hálku snertir mun þessi fallegi vegör reynast miklu hættulegri en lirjóstrin, sem við höfum orðið að aka yfir á liðnum árum. Vegurinn er egg- sléttur og ísing þekur hann á skammri stund. TVÆR NÝJAR DANSKAR BÆKUR Blaðinu hafa borizt tvær ný- legar bækur frá Det Sehönbergske Forlag í Kaupmannahöfn. Önnur er skáldsaga eftir ungan danskan höfund, Jens Eisenhardt, og er það önnur bók hans. Sagan heitir De lyse mörke ár, og segir frá upp vexti ungs drengs i nágrenni Kaup mannahafnar á stríðsárunum. Sagan er mjög snotur og læsileg skemmtileg aflestrar og undir niðri glúrin Jlýisinig hdmámsát- anna í Danmörku. Bókin er 168 Ws. að stærð, verð 24,75 d. kr. — [lin bókin er þýdd úr ensku Du skal æde din næste, eftir Anthony Burgess. Þctta. er framtíðarsaga og snýst um vandamál offjölguu- af mannkyns sem mikið hefur ver ið rætt um. Á þeirxi öld þegar sagan gerist er heimurinn orðinn sneisafullur af fólki og frjósemi einhver versta ódyggð. Á frum- málinu heitir sagan The Wanting Seed og kom fyrst út 1&S2. Bókin er 246 síður að stærð, verð 26,50 d. kr. — Báðar eru bækur þessar mjög snoturlega útgefnar að hætti danskra forlaga. ...................... iill lil ii r i m ii ii iilliiiiiiimilli lllllll Jr Fyrsta slysiS á nýja veginum. ic Góðir vegir geta reynzt stórhættulegir. | ir Aðvörunarorð frá bílstjóra. Varið ykkur á ísingunni á steyptum vegum og malbikuð- | um. I iiiiiiiiiiiiiuiiimiinuMmiimiiiiiiiiiimiiiiniiiiiiiniiii»ii,iiiii*miiiniiiiiiiiiiiinniiunniiin«nnmiiiiiiiiiiiiiiiiii«» ÉG SKRIFA ÞÉR þessar línur í von um, að það geti orðið til þess að opna augun á fólki, sem ekur þennan veg í vetur. Hann er hættu iegri en gamli vegurinn, en hann er samt geysimikil umbót frá því sem áður var. Við höfum lesið um það, að slysum fjölgaði um all- an helming á þjóðvegum Þýzka- lands eftir að þeir voru steyptir. Ástæðan var einfaldlega sú, að veg irnir urðu svo góðir, sléttir og greiðfærir. HRAÐINN ER HÆTTULEG- ASTUR í akstrinum. Hraðinn krefst allrar eftirtektar bílstjór- ans og hraðinn veldur því að var úð er ekki hægt að hafa á. Hann gefur ekki neitt svigrúm þegar teflt cr á tæpasta vað, en það gera fjölda margir bílstjórar þegar þeir f'___________________________________ eru á góðum vegum. Þetta á sér sérstaklega stað þegar fólk er að gera tilraunir til þess að aka fram úr á miklum hraða. ÉG SKAL þessu til staðfesting- ar segja eftirfarandi sögu: „í fyrradag ók ég suður í Grindavík. Þegar við vorum á um 70 km. hraða skammt fyrir sunnan Hafn arfjörð, en nokkrir bílar komu á móti okkur, sá ég allt í einu hvar fólksvagn svipti sér út á mína braut og þaut fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum. Mér blöskr aði glannaskapurinn, en minnkaði ekki liraðann, fyrr en nokkrar bíl lengdir voru á milli okkar. Ég neyddi ökuníðinginn til þess að nema staðar og bakka þar til hon- um veittist svigrúm til þess að sveigja inn á sína braut“. NÝ ÞJÓNUSTA VIÐ BOKAMENN FORRÁÐAMENN Bókaverzlun- ar Sigfúsar Eymundssonar boðuðu í dag fréttamenn á sinn fund til þess að segja þeim frá nýrri þjón- ustu, sem þeir eru nú að taka upp fyrir viðskiptamenn sína. Hún er í því fólgin að áhugamenn og sér- fræðingar geta nú á auðveldan hátt fylgzt með því hvaða bók menntir koma út um þeirra á- hugamál. Baldvin Tryggvason fram- kvæmdastjóri Almenna Bókafélags ins, sem rekur Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar útskýrði £ hverju þessi nýja þjónusta væri fólgin. Hann kvað það ávallt hafa vcrið markmið verzlunarinnar að hafa sem mest af íslenzkum bókum á markaðnum og útvega þær bæk- ur, sem fáanlegar væru. Þetta væri oft erfitt vegna þess hve fjöldi útgefenda væri mikill, en nú værj í undirbúningi ný bóka- skrá, sem væntanleg væri eftir áramót og mynd stórum bæta aila þessa þjónustu. Varðandi erlendar bækur, sagði hann, að fjöldi þeirra væri mjög mikill og því vildi það fara svo, að bóksalar hefðu að mestu til sölu metsölubækur, en aðrar bækur yrðu menn að panta sérstaklega, þar á meðal bækur um tækni og vísindi.. Menn, sem hefðu áhuga á þessum efnum verða því að afla sér upplýsinga víðsvegar frá og væri það oft tímafrekt starf og j oft færu framhjá mönnum bækur : sem þeir annars hefðu áhuga á. ■ Árið 1954 tók sænskur maður j að sér að reyna að köma á sam- starfi milli bókaútgefenda víða um lieim. Þessi tilraun hefur lieppnast það vel, að nú nær þetta samstarf til um 800 bókaútgefenda í 20 löndum og eru aðalstöðvar x Svíþjóð. Skipulagið er í því fólgið, að þegar bókaútgefandi sendir frá sé.r bók vísindalega eðlis, þá send- ir hann miðstöðinni tilkynningu um það en hún sendir hana svo aft ur til umboðsmanna sinna í hin- um ýmsu löndum, sem svo dreifa henni meðal áskrifenda sinna. Bók unum er skipt í fimm aðalflokka hugvísindi, náttúruvísindi, félags- vísii^di, tækni og læknavísindi. Þessum aðalflokkum er síðan skipt. í undirflokka og eru þeir 110 tals ins. Menn geea svo gerzt áskrifendur að einhverjum þessara fioska og fá þeir þá sendar tilkynningar um þær bækur sem út koma í við- komandi flokkum með eins til tveggja mánaða millibili. Hafi þeir áhuga á viðkomandi bók, þurfa þeir ekki annað en endursenda miðann til bókaþjónustunnar, sem síðan sér um að panta bókina. Ekki kostar neitt að gerast á- skrifandj að tilkynningum þess- um, en panti menn ekki bækur í langan tíma verða þeir teknir út af skrá nema þeir óski þess sér- staklega að vera áfram með. Á síðasta ári voru sendar út upplýsingar á um 10 þúsund hók- um og allt útlit er fyrir að á þessu ári verði þær helmingi fleiri. Á kortunum er tekið fram bókar- heiti, höfundur, verð, stærð og eínisinnihald. Til þess að vinna úr og raða til kynningunum hafa verið fengnar fljótvirkar IBM-vélar og hefur Otto Michelsen séð um uppsetn ingu og skipuiag þeirra. Bókaþjónustan hefur nú sent á- skriftarmiða til fjölda manna, en þeir aðrir sem áhuga hafa á að gerast þátttakendur, geta snúið sér til Bókaverzlunar Sigfúsar Eymundssonar. 2 19. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.