Alþýðublaðið - 19.10.1963, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 19.10.1963, Qupperneq 10
GÓÐUR NÁGRANNI Framh. af 6. síðu þér þykir svo vænt um, er farið að skyggja mjög á sólskinið í garði nágranna þins. Mundir þú: a. Láta höggva það liryggur í huga? b. Ákveða að bíða þangað til hann kvartaði? c. Fullvissa þig um að þú hefðir lagaréttinn þín megin? 18. ímyndaðu þér, að sonur þinn segði þér, að hann væri ástfang- inn dóttur nágranna þíns. — Mundir þú: a. Panta kampavín? b. Senda hann á skóla í Eng- landi í snarheitum? 19. Maðurinn í næsta húsi er einn i lieimili um tíma. Þú þekk- ir hann aðeins í sjón. Dag nokk- urn sérðu hann og hann lítur mjög illa út. Mundir þú: a. Gera þér eitthvað til er- indis að heimsækja hann? b. Hugsa með þér, að hann geti'gert vart við sig sjálfur, ef hann þarf þess með og gera ekkert? Cj Hafa dálitlar áhyggjur, en gera annars ekkert? 20. Þig vantar húshjálp en færð enga. Þú gætir náð vinnukonu ná- granna þíns frá honum. Mundir þú gera það? a. Já. b. Nei. 1. a = 5, b = 0 2. a = 2, b = 0, c d = 1 3. a == 2, b = 5, e : d — 0 4- a = 5, b = 0 ?5. a 5, b = 0 6. a -= 5, b = 0 7i a = 0, b = 5 8. a = 0, b = 1, c = : 5, 1. 9. a = 1 10. a = 5, b = 0 11. a = 5, b - 5, 0 = 0 12. a = 5, b = 2, c = 0 13. a = 2, b = 5, c = 0 14. a = 0, b = 5, c = 2 15. a = 2, b = 4, c = 5 d = 0 16. a = 5, b = 0 17. a = 5, b = 2, c = 0 18. a = 5, b = 0 19. a = 5, b = 0, c = 2 20. a = 0, b = 5 Hvað einkunnirnar merkja: 100 — 79. — Orðið nágranni er sérstaklega búið til handa þér. Það er næstum því óhugnanlegt til þess að hugsa. Þarna ertu sí- fellt að segja fólkinu í næsta húsi nákvæmlega hvers vegna grasið á blettinum hjá því vex ekki, óþreytandi í að sýna því kvikmyndir úr sumarleyfinu þínu og smellandi í góm yfir sprungn- um rörum hjá því. Gallinn er auðvitað sá, að þú ert einfaldlega of góður fyrir flesta menn. Það fyllir þá skömmustu. Þú ert vís til að koma með heiðarleikann uppmálaðann á and- litinu, og segja nágrannanum nákvæmlega hvemig eigi að halda á hamri, einmitt þegar hann er hoppandi um á öðrum fæti með útflattan þumalfingurinn í munn- inum. Ef þú gætir aðeins haldið svo- lítið aftur af þér, mundi fólk kunna betur að meta góðvild þína. Ja, þegar öllu er á botninn hvolft, hver er það þá, sem er tilbúinn með heitt kókó handa mannskapn- um, þegar hús nágrannans er brunnið til ösku, ef ekki þú. Hver er það, sem er fús til að skríða um allt háaloftið í leit að leka í yfirfallinu hjá nágrann- anum? Auðvitað þú. Jafnvel þó að það komi fyrir, að þú rekir fót- inn stundum niður úr loftinu. 78 — 56. — Félagsiyndur. Það er einmitt orðið um þig. Þér finnst gott að hafa það á tilfinningunni, að þú búir í hamingjusömum fé- lagsskap vina og kunningja. Þaö skín bjart Ijós yfir útidyrunum hjá þér, sem þú vonast til að muni draga að sér nágrannana, eins og mölflugur. Það er hin félagslega hlið grannskaparins, sem þú hefur á- nægju af. Ef málið væri skoðað alveg nið- ur í kjölinn, mætti vel komast að þeirri niðurstöðu, að þú hefðir gaman af góðum kjaftasögum um nágrannana, en væri hins veg- ar dálítið hvumpinn við þá til- hugsun, að handan við limgerðin gæti svo verið, að einhver væri kannski að segja kjaftasögu um sjálfan þig. 55 — 41. — Þú ert klassisk fyrirmynd, hinn týpiski góðborg- ari heima fyrir. Sem sagt, ef sól- in skín og blómin ilma sérlega vel, gæti svo farið, að þú veif- aðir til nágrannans, ef liann ætti leið framhjá. Þér væri það alveg eitt, þó að hann héldi fíla í bakgarðinum, svo framarlega sem þeir brytust ekki út úr garðinum oftar en á 18 mánaða fresti. Þú ert umburðarlyndur og ætl- ast til umburðarlyndis af öðrum. Þú fölnar enn meir við tilhugs- unina um félagslíf en tilhugsun- ina um nýja skattstigann. sjálfsvörn, dálítið eigingjarn, þeg- ar svo ber undir, þá ertu einnig tillitssamur og reiðubúinn til að- stoðar, ef voða ber að höndum, — en það er líka eins gott að um raunverulegan voða sé að ræða, það er víst. 40 — 0. — Þú hatar nágranna. Og þú ert dálítið viðurstyggi- legur sjálfur. Þú bíðiu* bara eftir þeim degi, þegar þú ert orðinn eldgamall og visinn og getur set- ið í hægindastól við gluggann og flissað að þvi, þegar nágrannarn- ir renna á svelli og fótbrjóta sig. En þó ekki svo visinn, að þú hefð ir ekki getað læðzt úr nóttiria áð- ur og búið svellið til. Það er eins gott fyrir þig að vera varkár. Það er hjá fólki, eins og þér, sem brotizt er inn. Þegar þú ert að lemja krakkana, sem stela frá þér rófum, eða tekur fram haglabyssuna til að skjóta á kjöltudýr nágrannans, skaltu hugsa. Þeir, sem taka vel eftir, munu fljótlega finna skýringuna, — það eru allir peningarnir, sem þú hefur falið í rúmdýnunni, sem valda þessu. Farðu út strax í dag og reyndu að útbreiða svolitla hamingju, þó ekki væri annað en skokka yfir til nágrannans og gefa honum flösku af krækiberjasaftinni, sem mistókst hjá þér fyrir tíu árum. Þú verður undrandi og glaður yfir viðbrögðunum. Við skiptum... Framh. úr opnn Ingvi hefur sér til aðstoðar, unga stúlku. — Og hvað heitir hún? — Fríða Guðmundsdóttir. — Og hvernig kanntu við starf- ið? — Prýðilega. Það er miklu betra og skemmtilegra að vera hér, en niðurfrá. Þetta er mikið fjöbreytilegra. Svo fáum við meira kaup fyrir þetta starf, enda er vinnutíminn lengri. R.L. Grein Gylfa Framh. af 7. síðu vandamál að ræða, sem nauðsyn- legt er að athuga vel og vandlega, hvemig unnt sé að greiða fram úr, án þess að um almennar kaup- hækkanir verði að ræða, sem eng- um koma að gagni en eru öllum En jafnvel þó að þú sért, í til tjóns, bæði í bráð og lengd. FJÁRMÁLAMISFERLI í BORGARSTJÓRN RÆTT Reykjavík, 17. okt. - EG Á FUNDI borgarstjórnar í dag urðu allmiklar umræður um mál borgarstarfsmanns, er fór úr fyrir embættistakmörk s£n, og ráðstaf- aði fé til lána er hann hafði ekki heimild til að ráðskast með. Einn af borgarfulltrúum komm- únista, Adda Bára Sigfúsdóttir, bar þá spurningu fram, hvort ekki mundu fleiri starfsmenn í svip- aðri aðstöðu, þannig að þeir hefðu nokkuð frjálsa aðstöðu viðkom- andi innheimtu skulda. Bar hún fram tUlögu þess efnis, að framan- greint misferli sýndi og eftirliti væri ábótavant, og krafðist þess, að þegar væru gerðar fullnægj- andi endurbætur til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Björn Guðmundsson (F) kvað það ofmælt, sem sagt hefði verið, að þessi lán hefðu farið eingöngu til íbúðakaupa, sér væri kunnugt um að minnsta kosti 25% af þeim átta hundruð þúsundum, sem um væri nú að ræða, hefðu farið til annárs en íbúðakaupa. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri (S), skýrði frá því að þetta mis- ferlismál hefði ekki komizt upp við það að viðkomandi starfsmaður var fluttur í annað starf. Sérstök innheimtudeild væri nú tekin til starfa, sem annaðist þær inn- OD **////•■ ///!'/'. Cg/l/re Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri, — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. Korkiðjan h.f. Skúlagötu 57. — Sími 23200. heimtur á vegum borgarinnar, sem Gjaldheimtan annaðist ekki. Kom misferlið í ljós, þegar sú deild tók til starfa. Bar hann síð- an fram frávísunartillögu við til- lögu Öddu Báru, þar eð með stofnun fyrrgreindrar deildar hefðu verið gerðar fullnægjandi ráðstafanir til að þetta ekki endur tæki sig. Kristján Bnediktsson (F) kvart- aði undan því, að óhæfilegur dráttur hefði orðið á því að mál þetta kæmi til borgarráðs. Var að ósk hans bókun um það atriði. Óskar Hallgrímsson borgarfull- trúi Alþýðuflokksins kvað sig furða á þessum umræðum, og væri hér að sínum dómi seilzt nokkuð langt til að fá höggstað á pólitískum andstæðingi. Hefðu fulltrúar Framsóknar og kommún- ista átt kost á að gera athugasemd ir við þetta í borgarráði, og það eðlilegur vettvangur fyrir slíkt. Frávísunartill. borgarstjóra var samþykkt mð 9 atkvæðum gegn 5. Óskar Hallgrímsson (A) lét bóka eftirfarandi: „Ég treysti því að nauðsynlegar ráðstafanir hafi þeg- ar verið gerðar til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og óska ég því ekki að taka þátt í ákvörð- un um þetta mál”. Ódýrar drengjaskyrtur Við Miklatorg. Pressa fötin meðan þér biðið. Fatapressun A. Kúld Vesturgötu 23. íek aS mér hvets konar þýðing- ar úr og á ensku, EIÐUR GUÐNASON, Iðggiltur dómtúlkur og skjala- þýðandi. Nóatúni 19. sfmi 18574. ar ég segist — Hvernig í ósköpunum get ég hringrt j. lögregluna og sagt að Clipper Delane sé horfinn? — Eftir öll lætin í kringum glím una, verður mér sennilega stungið inn, þeg blaðafulltrúi Clippers Delane. Á stúdentagarðinum: Þú ert svei mér hreykin á svip, Kate. Ilvað hefurðu nú ver ið að braska? í íbúð Jane Daay: Engin Iiljómsveit. Eng 10 19- Okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.