Alþýðublaðið - 19.10.1963, Side 15

Alþýðublaðið - 19.10.1963, Side 15
sem gerði þér kleift, að hrinda þessu öllu í framkvæmd. Ef þú heldur, að þú getir svikið mig svona eftir allt það, sem ég lief gert fyrir þig. __Ég greip fyrir munninn á mér, en eins og venjulega var það orðið of seint. Ég get ekki tek- ið þessi orð aftur. Hann horfði einkennilcga á mig, alvarlegur á svip. — Svo að það varst þú, sagði liann hægt. Mig grunaði það allt af, alveg frá því að ég sagði þér frá nafnlausu gjöfinni. Hvers vegiia, Shirley? Ég á heimtingu á að fá að vita það. Hvers vegna fórstu með frú Merridrew, bara til að ég gæti keypt húsin? Ég opnaði munninn, en lok- aði honum aftur. Mér fannst ég eiga örðugt um andardrátt, og hjarta mitt sló ört. — Allt í lagi, sagði ég and- stutt og blóðroðnaði. Ég elska þig Colin — það er allt og sumt. Mér er alveg sama, þó ég setji þig í vanda með þessu — ég veit vel, að þú vildir aðeins gift ast mér vegna peninganna, vegna drauma þinna og hugsjóna. En mér er alveg sama — ég elska þig þrátt fyrir allt. Hing að til hef ég alltaf neitað að við urkenna það, jafnvel fyrir sjálfri mér. — Ég hef alltaf ver ið svo könnum kafin við að reyna að komast að því, hvort þú elsk aðir mig eða ekki — hvort Pet- er elskaði mig eða ekki — Ég lief aldrei þorað að horfast í augu við sannleikann, og eigin lega aldrei vitað hver hann var. En nú veit ég. — Hann horfði stöðugt á mig, en sagði ekki neitt. Ég horfði á skjálfandi hendur mínar, og mér fannst rödd mín vera að bresta: — Þannig hefur það verið allt mitt lff, Colin. Ég hef alltaf ver ið svo' sólgin í ástina. Ég gat aldrei þolað það, að fólki þætti ekki vænt um mig. Pabbi varaði mig við því — ég hef víst sagt þér frá því. Hann sagði, að ég finndi aldrei ástina með því að ganga um og krefjast hennar. Það skipti öllu máli, hvernig ég sjálf elskaði fólk. Það var sama vandamálið með fjölskyldu mína, Colin. Mér var sama hverju ég fórnaði fyrir þau, meðan þau guldu mér með ást og hollustu þakklæti og virðingu. Ég krafð ist ástar þeirra, skilurðu. Ég gat ekki hugsað mér að yfirgefa þau, af því að ég óttaðist, að aðrir kynnu að fá hlutdeild í þeirri ást, er mér bar. Ég mátti ekki til þess hugsa, að Peter liætti að elska mig og dást að mér — og þegar mér tókst ekki að fá þig til að elska mig, taldi ég sjálfri mér trú um, að ég elskaði heldur ekki þig. En það var ekki satt. Ég elska þig. Loksins stendur mér á sama um hvort ást mín er end urgoldin, eða muni nokkru sinni verða það. Mig langar aðeins til að mega elska þig. Láttu þér ekki þykja það leitt, Colin, ég lofa. — Lengra komst ég ekki. Colin hafði allt í einu fært sig að rúm inu til mín, og tók mig nú í faðm sér. Ég beygði höfuðið að öxl hans, en hann tók um höku mína og snéri andliti mínu að sínu. Koss hans brann á vörum mér . . . og djúpur friður fyllti sál mína. Þegar ég náði andanum aftur, sagði ég — utan við mig af undrun —: En þú þarft ekki að kyssa mig, Colin----ég vildi bara að þú vissir, að ég elskaði þig. —; Hann hló og kyssti mig blíð lega á augnlokin. — Elsku, litli kjáninn minn, sagði hann hásróma. Veiztu þá ekki, að ég hef verið að brjálast af löngun til að taka þig í faðm mér og kyssa þig? En hvernig gat ég það, þegar ég vissi, að það var Peter, sem þú þráðir? Jan- ice hafði sagt mér frá ástum ykkar Peters, og þegar þú kall- aðir á hann aftur og aftur, nótt ina sem þú slasaðist, fannst mér það væra óyggjandi sönnun á, að það væri hann, sem þú þarfn aðist. — Hann horfði áhyggju- fullur á mig. — Jafnvel núna — ertu alveg viss, ástin mín? Hvað um Peter? Ég hló — blátt áfram hló! — Það er nú dálítið einkenni- legt, sagði ég hamingjusöm. Til- finningar mínar til Peters eru ó- breyttar. Sjáðu til, ástin mín, Pet er hefur alltaf gegnt stóru hlut- verki í lífi mínu, alveg eins og ég get aldrei hætt að elska syst kini mín og foreldra, get ég ekki fremur hætt að elska Peter. En ást mín til þín er öðruvísi. Þeg ar ég gerði mér skyndilega grein fyrir, að einhver annar fengi hlutdeild í vinnu þinni og áhuga málum, fann ég að ég- gat ekki afborið það. Án þín yrði lífið mér einskis virði, það yrði að vera ég, sem elskaði þig, þjónaði þér og stæði við hlið þér. Jafn- vel fjölskylda mín og Peter skiptu mig engu máli lengur, þeg ar ég óttaðist, að það yrði ekkert rúm fyrir mig í þínu lífi. Hann hélt mér blíðlega í örm um sínum, ög við ræddum hljóð- lega saman. Ég sagði honum, að mig hefði grunað, að Janice elsk aði hann, og undrun minni á við brögðum hennar við fréttina um bata minn. — Jafnvel þú getur ekki út- skýrt það, sagði ég ertnislega, og strauk fingri um höku hans. — Vesalings Janice, sagði hann. Þú hefur víst ekki hug- mynd um, hverju þú komst til leiðar. Janice hegðaði sér ná- kvæmlega eins og hver kona mundi hegða sér, þegar hún kemst að því, að hún hefur fært mikla fórn til einskis. Það var aðeins vissan um, að hún hefði gert heilaga skyldu sína, sem . hélt henni uppi. Þegar Sir Ger- aid kippti stoðinni undan þeirri vissu, féll hún saman eins og ó- nýt leikbrúða. — í almáttugs bænum, hvað attu eiginlega við, lirópaði ég. Hverju fórnaði Janice mín vegna? — Hún fórnaði þér manninum, sem hún elskar — manninum, sem hún hefur elskað allt sitt líf, sagði hann blíðlega. — En þú hefur rangt fyrir þér, sagði ég áköf. Hún sagði, að hún elskaði þig ekki, Colin — ég sver, að hún sagði það — — Mig, hrópaði hann. Guð minn góður, auðvitað ' er það ekki ég, sem hún elskar. Hún hefur elskað Peter lengi — leng ur en liún mundi sjálf nokkurn tíma játa. Þegar það var komið hingað með þig nær dauða en lífi, kallaðir þú á Peter — — Það var bara vegna draums — martraðar — við Peter vorum saman úti á akri. — — Það skiptir ekki máli, sagði liann. Ég hélt, að það væri að- eins Peter, sem gæti bjargað 43 þér, svo áð ég sendi eftir hon- um. Ég sagði honum, eins og ég raunverulega hélt, að þú mund- ir tæplega lifa nóttina af, og ef þú gerðir það, yrðir þú sennilega bækluð það sem eftir væri æv- innar. Hann var miður sín af sorg og meðaumkun, Shirley, hann vildi gera allt til að bjarga þér. Ég íhugaði þetta vandlega, og ekki án sársauka. — Sorg — og meðaumkun, endurtók ég. Ekkert annað? — Peter þykir vænt um þig, á sama hátt og þér þykir vænt um hann. Þessa nótt minntist hann aðeins bernsku ykkar og innilegrar vináttu. Hann elskar þig eins og hann mundi elska hvern þann, sem hefði staðið í jafn nánum tengslum við hann. Ekki eins og hann elskar Jan- iee, en nóg til þess að vilja fórna hverju sem væri fyrir líf þitt. Janice hefði heldur ekki tekið annað í mál. Henni þykir afar vænt um þig Shirley — þú verður alltaf að muna það. Hún mat þína hamingju meira en síi^a eigin. Hún sagði, að ef Guð þyrmdi lífj þínu mundi hún einskis annars biðja, alla sína ævi. —, Sagði hún það, sagði ég andstutt. Og hún og Peter hefðu þagað—• — Já, svaraði hann lágt. Þess vegna gat ekki hjá því farið, að það kæmi rifa í járnbrynjuna, þegar þau fréttu allt í einu, að þú yrðir alheilbrigð. Janice hefur elskað Peter lengi, en henni fannst hún standa í svo mikilli þakkarskuld við þig, að þú mættir aldrei fá að vita það. Ég grét, en það voru tár, sem færðu hjarta mínu frið og ró. Peter . . . og Janice. Hvers vegna hafði mér aldrei dottið sá möguleiki í hug? Var það af því að ég í blindri græðgi minni hafði alltaf ætlazt til, að þau elskuðu bara mig? Nú þráði ég aðeins, að þau mættu verða ham ingjusöm. Loksins vissi ég, hvað ástin raunverulega var. Þremur vikum seinna kom Jan ice aftur til Redstones. Hún var mjög grönn og fölleit, en ham- ingjan var að byrja að blómstra í augum hennar. Ég hafði skrif að henni og sagt henni allt. Ég fullvissaði hana um, að hún særði mig síður en svo með ást sinni á Peter. Ég hefði verið skorin upp, en var nú á bata- vegi. Auðvitað gæti ég samt ekki hafið vinnu fyrr en eftir marg- ar vikur, en sá tími mundi koma — og strax og ég yrði heilbrigð, mundi ég giftast Colin. Nú sat hún á rúmstokknum hjá mér. — Þú ert alveg viss, Rauð- toppa, sagði hún blíðlega og horfði í augu mér. Þú ert ekki sár — vegna Peters? Þú veizt, að okkur þykir báðum afar vænt um þig. — Þakka þér fyrir, sagði ég dálítið hás. Mér þykir líka afar vænt um ykkur. Ég hef lengi ferðazt um dimman skóg, of hrædd til að horfa á skuggana að baki mér. Ég veit ekki, hvað það var, sem gaf mér loks kjark til þess . . . og til vill var það hræðslan um að missa Colin. Yfrirhjúkrunarkonan kom í dyrnar og hleypti brúnum. — Þér hafið kannske gleymt því, hjúkrunarkona, sagði hún með uppgerðar hátiðleik, en það vill svo til, að þér eruð á vakt. Það vill einnig þannig til, að hér á Redstones eru nokkur hundruð sjúklinga fyrir utan ung frú Martin. En fyrir alla muni, látið þetta endilega ekki trufla yður . . . Hún sigldi út, en við hlógum okkur máttlausar. Nú var ísinn algjörlega brotinn. Við heyrðum til Peters á ganginum — elsku, yndislega Peters, sem var þó ekki maður fyrir mig. Dyrnar opnuðust og þeir komu samtím is inn, Colin og Peter. Peter leit strax til Janice, og ég var ham- ingjusöm þeirra vegna. Ég breiddi út faðminn. Colin hikaði við dyrnar. — Hvor ykkar er stúlkan min spurði hann strangur á svip. — Ég, sagði ég glöð. Það ér ég, Colin. Hann kom til mín og faðmaði mig. En áður en hann kyssti mig hleypti hann brúnum, horfðl djúpt í augu mér og sagði lágt: — Hvernig veiztu það, ástin mín — hveraig getur þú veriff viss? — Af því, sagði ég og bauð honum varimar, af því að hjarta mitt segir það. Augu okkar Peters mættust yfir öxlina á Colin, og viff brost um bæði. Lífið var dásamlegt. SÖGULpK. , TECTYL ryðvöm. y> Sígurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Óðinsgötu 4. Sími 11043. — Það var ekki meira pláss hjá Palla. Þetta eru frændur hans og frænkur ofan úr sveit, svo ég bauð þeim bara að vera hjá okkur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. okt. 1963 15*.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.