Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1903, Síða 27

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1903, Síða 27
27 Enn má geta þess, að óvíða eru flögin látin liggja opin yfir vet- urinn, sem þó hefur mikla þýðingu, til þess að lopt, hiti og kuldi geti haft áhrif á jarðveginn og leyst ýms efni í sundur. Túnrækt með grasfræsáningu í líking við það, er tíðkast í öðr- um löndum, hefir eigi verið reynd á Norðurlandi að nokkru marki. Þessi ræktunaraðferð er að mun ódýrari en þúfnasljettuaðferðin og krefur þar að auki minna mannsafl. Það verður því eitt af þýð- ingarmestu ætlunarverkum Ræktunarfjelagsins að láta gjöra til- raunir með, hvort grasfræsáning geti heppnast hjer á landi og orðið arðvænleg. Þess var getið, þá er minnst var á áburðinn, að Norðmenn teldu sjer hag að því að bera tilbúinn áburð á graslendi. Þetta hefur eigi verið gjört á Norðurlandi fyrr en síðastl. sumar, að Ræktunarfjelagið ljet gjöra tilraunir á 4 stöðum í þessa átt. Frá tveimur stöðunum, Stóruvöllum í Bárðardal og Ölduhrygg í Svarf- aðardal, er ljóst um árangurinn. A Stóruvöllum á þeim blettinum, sem best var sprottinn, svarar heyaflinn til 2250 pd. af þurru heyi af vallardagsláttunni. Þar sem ekkert var borið á, svarar hey- aflinn til 585 pd. af þurru heyi af vallardagsláttunni. Heyaflinn hefur þannig aukist fyrir áburðinn um 1665 pd. á vallardagslátt- unni. Öllu meiri mismunur kemur fram við tilraunirnar á Ölduhrygg. Þau áburðarefni, sem virðast hafa mest áhrif, eru fosforsýra og köfnunarefnisáburður (súperfosfat og chilisaltpjetur). Þetta atriði er þess vert að gjörðar sjeu ýtarlegar tilraunir í þá átt. Ef hægt er að fá mólendi (grundir) til að spretta á þennan hátt, eru líkindi til að hægra verði að auka heyaflann með þessu móti en á annan hátt. Með hliðsjón af reynslunni í norðanverðum Noregi og Svfþjóð, er ástæða til að ætla, að það graslendi, sem mikið er vaxið með smára eða öðrum jurtum, sem heyra til ertublómaættinni, sje vel fallið til þess að bera á það tilbúin áburðarefni, sjerstaklega kali og fosforsýruáburð.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.