Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1903, Blaðsíða 27

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1903, Blaðsíða 27
27 Enn má geta þess, að óvíða eru flögin látin liggja opin yfir vet- urinn, sem þó hefur mikla þýðingu, til þess að lopt, hiti og kuldi geti haft áhrif á jarðveginn og leyst ýms efni í sundur. Túnrækt með grasfræsáningu í líking við það, er tíðkast í öðr- um löndum, hefir eigi verið reynd á Norðurlandi að nokkru marki. Þessi ræktunaraðferð er að mun ódýrari en þúfnasljettuaðferðin og krefur þar að auki minna mannsafl. Það verður því eitt af þýð- ingarmestu ætlunarverkum Ræktunarfjelagsins að láta gjöra til- raunir með, hvort grasfræsáning geti heppnast hjer á landi og orðið arðvænleg. Þess var getið, þá er minnst var á áburðinn, að Norðmenn teldu sjer hag að því að bera tilbúinn áburð á graslendi. Þetta hefur eigi verið gjört á Norðurlandi fyrr en síðastl. sumar, að Ræktunarfjelagið ljet gjöra tilraunir á 4 stöðum í þessa átt. Frá tveimur stöðunum, Stóruvöllum í Bárðardal og Ölduhrygg í Svarf- aðardal, er ljóst um árangurinn. A Stóruvöllum á þeim blettinum, sem best var sprottinn, svarar heyaflinn til 2250 pd. af þurru heyi af vallardagsláttunni. Þar sem ekkert var borið á, svarar hey- aflinn til 585 pd. af þurru heyi af vallardagsláttunni. Heyaflinn hefur þannig aukist fyrir áburðinn um 1665 pd. á vallardagslátt- unni. Öllu meiri mismunur kemur fram við tilraunirnar á Ölduhrygg. Þau áburðarefni, sem virðast hafa mest áhrif, eru fosforsýra og köfnunarefnisáburður (súperfosfat og chilisaltpjetur). Þetta atriði er þess vert að gjörðar sjeu ýtarlegar tilraunir í þá átt. Ef hægt er að fá mólendi (grundir) til að spretta á þennan hátt, eru líkindi til að hægra verði að auka heyaflann með þessu móti en á annan hátt. Með hliðsjón af reynslunni í norðanverðum Noregi og Svfþjóð, er ástæða til að ætla, að það graslendi, sem mikið er vaxið með smára eða öðrum jurtum, sem heyra til ertublómaættinni, sje vel fallið til þess að bera á það tilbúin áburðarefni, sjerstaklega kali og fosforsýruáburð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.