Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1903, Side 29

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1903, Side 29
2Q staklega vel til fallið, að garðyrkjan sje rekin í stórum stíl, og þar getur hún ætíð gefið vissan arð. Jeg á hjer við þá staði, þar sem jarðhiti er, t. d. við hvera og laugar, og má í því tilliti benda á staði, eins og t. d. við Uxahver í Reykjahverfi í Þing- eyjarsýslu, laugarnar í Reykjadal í Þingeyjarsýslu, Reykhús í Eyja- firði, Reyki í Fnjóskadal í Þingeyjarsýslu, Reykjarhól í Skagafirði, á nokkrum stöðum við Mývatn, og að sögn við Reyki í Tungu- sveit í Skagafirði og víðar. A þessum stöðum ættu bændur að stofna hlutafjelög og stunda þar garðyrkju í stórum stíl. 1 heitum jarðvegi má rækta fleiri garðjurtir en í vanalegum köldum jarðvegi og uppskeran er þar vissari. A Norðurlandi eru mjög óvíða gróðursett trje eða runnar í görð- um, sem gæti þó verið til mikillar prýði og gagns, enda er eng- inn efi á að bæði reynir, birki, víðir, rauðberjarunnar og sólber geta þrifist á allflestum stöðum á Norðurlandi. IV. Leiðbeiningar. Á ferðum mínum hafa um ioo fjelagsmenn leitað einhverra upp- lýsinga viðvíkjandi jarðræktinni. Flestra upplýsinga hefur verið óskað í Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðarsýslu, en að eins fárra í Skagafjarðarsýslu og Húnavatnssýslu. Flestar fyrirspurnirnar hafa snert garðyrkju. Nokkrir töluðu um grasfræsáning og tilbúin á- burðarefni, eða leituðu upplýsinga viðvíkjandi vatnsveitingum og verkfærakaupum. Jeg hjelt fyrirlestra á þeim stöðum, er þess hafði verið óskað, og hægt var að koma því við tímans vegna. V. Ti/raunastöðvar. Oskir um að koma upp tilraunastöðvum samkvæmt n. gr. í lögum Ræktunarfjelagsins komu frá 4 stöðum. Frá fjelagsmönnum á Húsvík í Þingeyjarsýslu — — 1' Höfðahverfi í Þingeyjarsýslu.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.