Verkamaðurinn - 10.10.1922, Síða 1
9ERK
URIHH
Ritstjóri Halldór Friðjónsson
V. árg.
Akureyri, Priðjudaginn 10. Október 1922.
j 36,-37. tbl.
Rrjár deilur.
1. Vífilstaðahælið.
Senna mikil hefir staðið undanfar-
ið um rekstur Vífilstaðahælisins og
framkomu yfirlæknisii^s og yfirhjúkr-
unarkonu hælisins viðsjúklingana. Eru
það fyrverandi sjúkjingar á Vífilstöð-
um, sem hófu árásargreinar á hælið
í Tímanum og Aiþýðublaðinu. Höfðu
þeir margt út á hælið að setja og
andaði kalt frá þeim í garð læknis
og yfirhjúkrunarkonu fyrir hranalega
og ónærgætna framkomu á hælinu.
Einnig höfðu þeir margt út á fæðið
að setja og töldu það oft ekki vera
við sjúklinga hæfi. Framan af bar
enginn hönd fyrir höfuð þeirra er á
var deilt og yfirlæknir og hjúkrunar-
kona hafa engu svarað enn þá, en
einn læknaskólanemi, sem starfað
hefir af og til á Vífilstöðum, tók upp
hanskan fyrir þeirra hönd og var all
gustmikill. Fanst honum ádeilugrein-
arnar í blöðunum að ástæðulausu
fram komn^r og lagði sína fullkomn-
ustu blessun yfir forráðendur hælis-
ins — sagði þar alt vera »eins og
það ætti að vera«. Um miðjan Sept-
ember var leitað meðmæla hjúkrunar-
nema á hælinu með yfirhjúkrunar-
konunni, og er sagt, að þeir hafi allir
skrifað undir meðmælin nema einn,
en honum var samstundis vikið af
hælinu, þrátt fyrir það, þótt hann ætti
óskift dálæti allra sjúklinganna og
margir þeirra bæðu þess að hann
yrði kyr.
Tíminn hefir krafist þess, hvað eftir
annað, að skipuð væri nefnd manna
til að rannsaka allan rekstur hælisins
og deiluatriðin. Þessi nefnd hefir ný-
lega verið skipuð og eiga sæti í
henni Jón H. Sigurðsson héraðslæknir,
Stefán Jónsson dócent og Ólafur
Lárusson prófessor. Hvort nefndin er
tekin til starfa veit blaðið ekki, en
líklegt er að svo sé.
Sjúklingur, sem dvaldi á Vífilstöð-
um fyrir nokkrum árum, sagði ritstj.
Verkamannsins miður fallegar sögur
þaðan, sem betur væru ósannar, og
ekki verða birtar, þar sem svo langt
er komið þessum málum, að hælið
er komið undir rannsókn, og sjúkl-
ingur, sem undanfarið hefir dvalið á
hælinu, skrifaði kunningja sínum hér
í bænum á þessa leið, eftir að blöð-
in voru farin að flytja ádeilugreinarn-
ar á hælið:
»------Eg álít að Sigurður Magn-
ússon sé góður læknir og stundi
verk sitt eftir mætti, en það vantar
tilfinnanlega góða aðstoðarlækna, en
ekki eins og þeir eru vanalega,
bæði fáir og þurrir á manninn. Ef
þeir væru góðir, álít eg að ekki þyrfti
að víta læknana. Þó er Sig. Magnús-
son oft kaldhranalegur í viðmóti við
sjúklingana, og það jafnvel við þá,
sem ekki þola það. Yfirhjúkrunar-
konan er mjög ströng og má ekki
hið minsta út af bera, svo hún rjúki
ekki upp og hefir það komið fyrir
að sótthiti hefir hækkað í sjúklingum
fyrir skammademburnar úr hemii.
En þetta er strax rokið úr henni,
og þá er hún ágæt. Eg álít eftir
minni reynslu að dæma, að greinar
blaðanna séu því nokkuð strangar í
garð læknisog yfirhjúkrunark. og skrif-
aðar af einhverjum fýrv. sjúkl., sem
hefirverið persónulega í nöpviðþau.
Um hjúkrunarnemana er það að
segja, að betra verður varla á kosið,
og bæta þeir mikið upp kulda læknis
og yfirhjúkrunarkonu. Frk. Sigríður,
systir læknisins, er orðlögð fyrir um-
önnun sína og gæði við sjúkling-
ana.
Þá er fœðið, og það er það versta.
Maturinn oft hrár og jafnvel skemd-
ur. Hefir margt af sjúklingum oft
fengið slæma magaveiki, sem matn-
um hefir eingöngu verið kent um.
Og verst er, að það þýðir ekkert að
kvarta. Maður fær þá bara skömm í
hattinn fyrir hótfindnina.*
Hér virðist vera litið gætilega á
þessi mál og reynt að láta alla njóta
sannmælis, en þó leynir það sér ekki,
að ekki er alt á Vífilstöðum »eins
og það á að vera.« En vonandi er
að rannsóknarnefndinni takist að
leysa starf sitt — þó vandasamt sé
— svo vel af hendi, að deilan falli
niður um þetta mál hér eftir. Heilsu-
hælið á Vífilstöðum má ekki verða
að alþjóðarbitbeini. Um það þarf að
leika bjarmi vorvona þeirra, er dæmdir
eru til a.ð leita þangað heilsubótar,
og samhygð þjóðarinnar verður að
hvíla yfir því, ef það á að geta leyst
af hendi ætlunarverk sitt, svo mikil-
vægt sem það er þjóð vorri.
Stjórnarvöld landsins verða að sjá
um, að bætt verði úr núverandi göll-
um hælisins, svo það framvegis geti
breitt hlýjan móðurfaðm og föður-
höndur móti þeim olnbogabörnum
lífsins, sem það er bygt fyrir.
2. Veiting Borðeyrarstövar-
innar.
Það hendir eigi sjaldan, að veiting-
opinberra staða veldur ágreiningi
manna og á það sér helst stað, þeg-
ar um er að ræða ábyrgðarmiklar
stöður og háttlaunaðar. Það er öllu
fátíðara að stormur standi um þá
menn, sem settir eru til að gegna
starfa, er almenningur lítur á sem
hversdagsstörf og aðeins gefur lífs-
viðurværislaun. Þetta hefir þó hent
fyrir skömmu, er Eggert Stefánssyni,
er um mörg ár hefir verið símritari
á símastöðinni hér á Akureyri, var
veitt stöðvarstjórastaða við símastöð-
ina á Borðeyri.
Umsækjendur um stöðuna munu
hafa verið inargir og allir verðugir,
þótt ekki gæti nema einn hlotið hnoss-
ið. Strax og veitingin varð kunn,
reis stjórn félags símamanna upp og
inótmælti veitingunni fyrir hönd fé-
lagsins. Taldi Eggert óverðugri en
marga aðra, er sótt höfðu um starf-
ann, og Iýsti vantrausti á iandsíma-
stjóra fyrir .framkomu hans í málinu.
Flutti Símablaðið fundargerðir félags-
ins og bréf þess til landsímastjóra.
Bar stjórnin þungar sakir á Eggert
og kvað það óhæfu að veita honum
starfann. Vísir og Alþýðublaðiðu flutt
og greinar Símablaðsins og virtust
vera á sama máli. en Morgunblaðið
varði landsímastjóra. Má búast við
að ekki sé mál þetta á enda ennþá,
því félag símamanna er harðsnúið
og á mörgum framgjörnum mönn-
um á að skipa.
Verkam. hefir verið skýrt frá að
meginþorri símafólks hér í Akureyr-
arumdæmi hafi tjáð landsímastjóra
fult traust sitt og samþykki í máli
þessu og vér, sem þekkjum Eggert
Stefánsson persónulega að góðu einu,
fáum ekki séð að gauragangur þessi
hafi verið nauðsynlegur, nema fleira
liggi á bak við, en ennþá hefir verið
gefið upp, eða er sannað. Og kunn-
ingjar hans hér nyrðra munu óska
þess að starf hans þar vesturfrá sanni
það að deila þessi hafi verið óþörf.
Og reyndar getur ekkert annað en
það, hvernig Eggert stendur í stöðu
framvegis, felt óyggjandi dóm í þessu
máli.
3. »VersIunarólagið«.
Reyndar er það ekki orðin nýlunda
nú á seinni árum, þó gerð sé árás
á samvinnufélögin, en þó verður að
hafa svo mikið við þenna þátt deil-
anna á milli kaupmanna og sam-
vinnumanna, er hófst með útsend-
ingu pésa Björns Kristjánssonar al-
þingismanns, er ber þetta nafn, að
geta hans að nokkru. Ber tvent
til þess. Fyrst það, að hér er um að
ræða þriðju herför þessa manns á
hendur samvinnumönnum, og í öðru
lagi má búast við, að deilan, sem
hún hefir vakið, standi góða stund
enn þá.
Tilmæli.
Um leið og Verkamaðurinn
þakkar öllum þeim, sem þegar
hafa greitt blaðinu áskriftargjöld,
vill hann eindregið mælast til,
að þeir, sem skulda blaðinu, geri
skil hið allra fyrsta.
Ritstj. tekur á móti borgun.
Þess er þá fyrst ao geta, að laust
fyrir yfirstandandi haustkauptíð, var
sendur út um land pési, eigi lítill,
saminn af Birni Kristjánssyni fyrv.
bankastjóra, þar sem hann ræðst á
fyrirkomulag og rekstur samvinnu-
félaganna íslensku. Er hann þar klædd-
ur skikkju læriföður og leiðbeinara
samvinnumanna, með yfirbragð ætt-
jarðarvinarins og þjóðræknishetjunn-
ar um silfurkrýnda brá, sem þykist
koma til lýðsins til að leiða hann út
af eyðimörkinni.
En leiður skuggi fylgdi Birni Krist-
jánssyni á herför þessari. Það barst
í loftinu, jafnhliða pésanum, að kaup-
menn í Reykjavík stæðu á bak við
þessi ellistörf þjóðarfulltrúans á þingi
og að læriföðurskikkjan væri ekki
samlit utan og innan. Tveir hálfskugg-
ar fylgdu félögunum líka, og skýrð-
ust óþægilega mikið við lestur pés-
ans, en það voru tvær fyrri herfarir
Björns á hendur samvinnufélögunum,
er tíminn hafði dregið hulu yfir, en
nú komu fram í minni athugulla les-
enda. Pésinn var því ekki einn á ferð
og samvinnumenn — flestir — voru
fljótir að átta sig á hlutunum.
Tíminn komst fljótlega á snoðir um
hvað var að gerast og aukablað af
honum var sent í slóð pésans út um
land. Var þar — til bráðabirgða —
smíðað að Birni fyrir fyrri og síðari
framkomu hans gagnvart samvinnu-
mönnum og því slegið föstu, að pés-
inn væri sendur út á þessum tíma,
til að reyna að gera bændur fráhverfa
samvinnufélögunum og leiða þá í
faðm kaupmanna þegar á þessu hausti.
Þetta voru fyrstu spilin á borðinu
og hvorttveggja «tromp«.
Síðan hafa Tíminn og Dagur haft
pésa Björns til bæna, en hann hefir
svarað í íslendingi og Morgunblað-
inu og ekki viðhaft liprari rithátt en
hann er vanur.
Þá hefir auðvaldsblöðunum orðið
matur úr pésanum. Hafa þau flutt
langar rornsur úr honum og talið
hann gullkornasafn sannleikans, og
notað tækifærið til að sparka í for-
göngumenn samvinnufélaganna — á
Björns kosnað.
Senna þessi er langt frá að vera
hjáliðin enn.