Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.05.1925, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 26.05.1925, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 V Til athugunar fyrir félagsmenn! Innlánsdeild Kaupfélags Verkamanna greiðir 6°|0 ársvexti af innstæöufé. Úr bæ og bygð. Fyrra Sunnudag var stofnað verkamanna- félag hér í bænum. Heitir það Andvari — mun hafa þótt of bert að kalla það Verð- anda Nr. 2. í stjórn félagsins kváðu vera Sveinn Sigurjónsson kaupmaður, Bergþór Baldvinsson verkam. Jónatan Jónatansson verkam. og I varastjórn, Jón Þ Steingrfms- son veiðiform. Lárus Thorarenssen kaupm. Jóhann Scheving skáld, kennari og sfldar- matsmaður. Stefnuskrá félagsins virðist breytileg, eftir þvi við hvern félagsmann talað er. Sveinn Sigurjónsson hefir sagt stofnendur félagsins 50 að tölu, en ekki þarf að telja það sannleika fyrir þvi. Fyrra Laugardag voru gefin saman i hjónaband ungfiú Rannveig Jónsdóttir og Stefán Árnason Svaibarði f Glerárþorpi. Einnig ungfru Sigrún Björnsdóttir og Þor- steinn Jónsson verkam. hér I bæ. A fyrra Sunnudag voru gefin saman í hjónaband, á Möðruvöllum i Hörgárdal, ungfrú Sigur- laug M, Jónasdóttir og Jónas Þorbergsson ritstjóri Dags. Nokkrir menn hér i bænum hafa gengist fyrir samskotum handa konu Askels Snorra- sonar söngkennara, til þess hún geti siglt til útlanda i heilsubótarleit. Avarp til bæjarbúa var birt i blöðunum, sem út komu fyrir helgina og er gengið með samskotalista um bæinn þessa daga. Allir, sem þekkja hin langvarandi veikindi þessarar konu og allir kunningjar þeirra góðu hjóna munu ólik- lega láta standa á sér að leggja dálítinn skerf f þann sjóð, sem getur orðið til að færa Ijós og gleði inn á það heimili, sem undanfarið hefir átt við þrengingar sjúkleikans að búa. Réttur IX. árg. 1-2 hefti er nýkominn út. Er það eina timaritið, sem fjallar um þjóðfélagsmál hér á landi. Hverjum manni, sem fylgjast vill með í þeim málum, er nauðsynlegt að kaupa þetta rit. Sérhver al- þýðumaður þarf og að eiga það, þvi það hefir mikinn fróðleik að geyma um alþýðu- hreyfinguna erlendi9 og hér heima. Argang- urinn kostar 4 kr. Fæst og í Kaupfélagi Verkamanna, og hjá Bened. i Baldurshaga. ww9 Nýkomið í Kaupfélag Verkamanna: Kjólatau, rauð, blá, brún og mislit. Flónel, hvít, rauð, grá og mislit. Lasting, tvíbreið og einbreið. Tvisttau, tvíbreið og einbreið. Léreft, hvít, tvíbreið og einbreið. Óblægjað léreft, tvíbr. og einbr. Sæng- urveraléreft, tvíbreitt. Dúnhelt Iéreft. Handklæði, Vasaklútar og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. Alt ódýrara en áður. Sumt mikið ódýrara. Heyrðu kunningi! Vörur sendar heim Kaupir þú ALÞÝÐUBLAÐIÐ? Ef ekki þá reyndu eina mánaðarútgáfu. Hún kost- ar ekki nema eina krðnu Argangurinn kostar 12 krónur. Alþýðublaðið er besta dagblað landsins og verðskuldar að vera lesið af öllum hugsandi Islendingum. A Akureyri geturðu fengið Alþýðublaðið f Hafnarstræti 99. ♦ * I é ♦ ♦ $ ♦ VERKAMAÐURINN kemur út á hverjum Þriðjudegi, og aukablöð þegar með þarf. Kostar 5 krónur ár- gangurinn. Qlalddasrl fyrir 1. Júli. Afgreiðslu og innheimtumaður Vigfús Friðriksson Lækjargötu 2. Akureyri. Auglýsingaverð: 1 króna fyrir s.m. eind. breidd. Afsláttur eftir samkomu- lagi. — Verkamaðurinn er keyptur l ðllum sjóþorpum og kaupstöðum landsins, mest allra norðlenskra blaða. til kaupenda í bænum. Hringið í sima 75. Kaupfélag Verkamanna. t ♦ 1 Bæjarstjórakosning fór fram I gær. Var skotið á aukafundi i bæjarstjórninni til að framkvæma þá athöfn. Kosinn var Jón Sveins- son fyrv. bæjarstjóri með 6 atkv. Jón Stein- grimsson bæjarfógetafulltrúi fékk 5 atkv. Fleiri höfðu ekki sótt um stöðuna. í]^ýkomið:| [|j Karlm.alfatnaðir. j|J j|j Hattar. Kasketter. j|j í^jSilkitreflar frákr. 3.90.(§t ^jHálsbindi - - 1.50.j|J Slaufur. Flibbar. 0 Manchettuhnappar [|j frá kr. 0.35 parið jU JH og m. m. fleira. j|J [|j Brauns Verslun. j|J i

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.