Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 30.12.1926, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 30.12.1926, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN v\ ..................... ’••.::•.*;. Gæfu- / ••.;••.ríks.**;.•• \ • komandi árs • • : óskar Verkamaðurinn öllum les- l • • 1 endum sínum fjœr og nœr, og í • þakkar góðan stuðning og vel- • *.. ...•; vild, sfnda í ;••. .** **. ..** ./ orði og verki, \ **. ..* .*;;•• áliðnaárinu. **:•*. : > ;..*• ••••*•......••*• læknis, en Krassip kvað starfið binda sig í London — og þar stóð hann á verði fyrir hagsmuni rússnesku alþýð- unnar uns hann féll. Hver á fætur öðrum hníga nú til moldar þeir menn, er tóku við völdum í Rússlandi fyrir 9 árum síðan. Þeir tóku við landi, sem auðvaldið með g'æp- samlegu stríði hafði steypt í rústir. Þeir tóku við íbúum, sem bjuggu við hörmulegasta hungur og eymd. Þeir hafa verið að byggja upp í stað þess, er auðvaldið hafði rifið niður. Og þeim hefir tekist það svo vel að nú, þegar verkalýður Englands, áður einna best stæður af þeim stéttum í álfunni, þurfti á hjálp að halda, þá var það verkalýð- urinn rússneski, sem mest og best hefir hjálpað honum. Öllu lífi sínu og starfi hafa þessir brautryðjendur varið í þjónustu alþýðunnar. Þeir hafa ekki unt sér stundarhvíldar, nema sjúkdóm- ur eða þreyta hafi knúð þá til þess. Þeir hafa margir, svo sem t. d. Lenin, látið sér nægja að lifa fátæklegar en flestir verkamenn, búið í 2 herbergja íbúð, þótt væru þeir æðstu menn Rúss- lands. Þeir hafa ekki ferðast suður um lönd sér til skemtunar eða heilsubótar. Dyggilega hafa þeir unnið, uns þeir féllu þar sem þeir stóðu. Lenin, Frunse, Djerschinski, Vorowski, Krassin hafa hnigið í valinn á síðustu árum. Verka- lýður heimsins hefir dropið höfði með lotningu og aðdáun, þakkandi þess- um mönnum fyrir líf það, er þeir hafa lifað honum, án þess að hljóta nokkuð að launum, nema meðvitundina um að vinna að aukinni heill og velferð þeirra, er mest þjást á jörðinni. En úti á fslandi kveður við í auð- valdsblöðunum ámátlegt nágaul ná- hrafnanna, endurhljómurinn af svívirð- ingum »stóru bræðranna« þeirra er- lendis. Sum eru bein og fyrirlitleg í sví- virðingum sínum, svo sem »Hænir« og »Vesturland«. »fsl.« slær venjulega varnagla, sem lítið ber á. »Að því er ensk blöð herma«!! segir hann núna. Lenin er 62 sinnum dauður, »að því er ensk blöð herma«. Kvehfólkið er þjóð- nýtt í Rússlandi, »að því er ensk blöð herma«. Allir Rússar eru margdauðir úr hungri og ofsóknum Bolsanna, »að því er ensk blöð herma«. Hvenær hafa ensk auðvaldsblöð hermt nokkuð g )tt um nokkurn sannan jafnaðarmannafor- ingja? Ritstjóri »fsl.« veit mjög vel af eigin reynslu að ensk eða ameríkönsk auðvaldsblöð segja aldrei satt uœ jafn- aðarmenn, að yfirleitt er ekki einu orði þeirra trúandi, ekki einu sinni símfregnunum, ef það snertir hags- muni auðvaldsins eitthvað. Að Krassin hafi verið efnaður er vel mögulegt og líklegt; það geta eins ver- ið efnaðir menn í flokki verkalýðsins, eins og fátækir menn geta oft fylgt auðvaldinu. Að efni hans séu vel feng- in sýnir starf hans — og eftir er að sjá hve mikil þau eru og hvað við þau verður gert — og það munum við upp- lýsa síðar. En vilji »fsl.« og önnur 'auðvaldsblöð fara að taka óvænt upp baráttu gegn þeim mönnum, er auðgast á fátækt al- þýðunnar og steypa atvinnuvegunum í glötun um leið, þá er þeim best að stinga hendinni í eigin barm og ráðast á eigendur sína. Drengilegra væri það en níðið um Bolsana, en líklega ekki eins gróðavænlegt fyrir ritstjórann. * Leikurinn »Á útleið« verður sýn lur í leikhúsinu Sunnudaginn 2. Janúar, eins og sjá má á öðrum stað hér í blað- inu. Verkam. vill ráða mönnum, að nota tækifærið að fara á þennan sérkenni- lega og lærdómsríka sjónleik, því óvíst er, að betra tækifæri bjóðist síðar. Stúkan Norðurljós 207, heldur fund Mánudag 3. Jan. Hérmeð tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að okkar hjartkæri sonur og bróðir, ODDGEIR JÓNSSON, létst að heimili okkar Laugardaginn 25. þ. m. Jarðarförin er ákveðin Þriðjudaginn 4. Janúar, og hefst með húskveðju frá heimili okkar, Glerárgötu 3, kl. 1 e. h. Foreldrar og systkini. Jarðarför okkar kæra eiginmanns og föður, Gísla Þorlákssonar, er andað- ist 25. þ. m., fer fram frá kirkjunni Föstudaginn 7. Jan. n. k. kl. 1 e. h. Kona og börn. Skæðadrífa. Jólakveðja. Hann er ekki feigur, ritstjóri »fs- lendings«. Það sýnir jólablaðið hans síðasta. Hann leggur blessun sína yfir slóðahátt í opinberu starfi og rang- hverfir sannleikanum á sama hátt og hann á vanda til. Honum líkar ágæt- lega að ríkisstjórnin skuli gera sem allra minst til að vama gin- og klaufnasýkinni landgöngu hér. Er auð- sjáanlega vel vært, þó öllum búpeningi landsmanna sé stefnt í voða. Þetta er ekki nýtt, því það er eitt höfuðeinkenni fhaldsblaðanna, að verja slóðahátt yfirvaddanna og vanrækslu á fram- kvæmd laga. Hvað Verkam. viðkemur gagnvart tilkynningunni um bann gegn innflutningi frá Noregi vegna gin- og klaufnasýkinnar, þá var það hann, sem fyrstur blaðanna hér á Akureyri gat þeirra ráðstafana, sem ætti að gera. En hann álítur þetta alls ekki fullnægjandi. F’réttir í blöðum eru ekki opinberar til- kynningar frá hlutaðeigandi yfirvöld- um, sem þjóðinni beri að haga sér eft- ir. Þess vegna átelur Verkam. smá- munasemi ríkisstjómarinnar, sem get- ur orðið þjóðinni ómetanlegt tjón. Þetta skilja allir, nema hinn vesæli ritstjóri »íslendings«.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.