Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 30.12.1926, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 30.12.1926, Blaðsíða 1
vEHnðMðflUn NN Útgelandl: Verklýössamband Ilorðurlands. IX. árg. \ Akureyrl Fimtudaginn 30. Desember 1926. :: 9Í tbi. o Náhrafnarnir. Leikfélag Akureyrar. Á ÚTLEIÐ verður leikið Sunnudaginn 2. Janúar, kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í leikhúsinu sama dag. Stjórnin. Áður fyr hefndi afturhaldið sín á byltingamönnunum og öðrum málsvör- um alþýðunnar með því að brenna þá lifandi á báli eða deyða á annan hátt og, ef það ekki náði þeim lifandi, þá með því að leggjast á líkin og misþyrma þeim. Þannig létu Stuartarnir ensku, er þeir komust til valda 1660, grafa lík byltingaforingjans mikla, Cromwells upp úr gröfinni og hengja á gálga. Afturhald nútímans beitir »siðaðri« brögðum. Byltingarhreyfing verkalýðs- ins er of sterk til þess því héldust slík- ar aðfarir upp, þótt ekki hiki það við að beita þeim, þar sem þeim verður við komið sakir þroskaleysis alþýðunnar. Aðalaðferð þess er þó nú að vinna með pennanum það, sem áður þurfti gálga, bálköst eður ól til. Nú hefir lymskan tekið við ' af ofbeldinu, svo nú reynir afturhaldið að eitra í augum lýðsins minningu og starf þeirra manna, sem best vinna fyrir hagsmuni alþýðunnar. Þetta eitur-starf afturhaldsblaðanna er eitt af stoðum þeim, er veldi íhaldsins og yfirráð eru reist á. Svo sem önnur auðvaldsblöð hefir og blaðið »lslendingur« reynt að starfa í þessa átt. Þegar Lenin var dáinn, reyndi það að telja mönnum trú um að hann hefði verið vitskertur, sem er auð- vitað ekki til að undrast yfir, því aftur- hald allra tíma hefur altaf talið mestu snillinga heimsins vitskerta eða þaðan af verra. Nú í síðasta blaði reynir »ísl.« að læða þeirri hugmynd inn hjá lesendum sínum að hinn nýlátni sendi- herra rússnesku verkalýðsstjómarinnar, Krassin, hafi verið hræsnari, er notað hafi jafnaðarmannastefnuna að yfir- skyni til að brjótast til valda og safna sjer auðæfum, meðan alþýðan, er hann hafi blekt, varð að svelta undir kúgun Bolsanna. Við skulum nú athuga æfi- feril þessa manns til að sjá sannleik- ann í þessu. Leonid Borissowitsch Krassin er fæddur 1870 og er af rússneskri em- bættismannaætt. Seytján ára að aldri fór hann á f jöllistaskólann í Leningrad til að stunda verkfræði. Þá fór hann undireins að gefa sig við jafnaðar- stefnunni og var með í að stofna eitt af fyrstu félögum verkalýðsins í Rúss- landi. Fyrir starf sitt í þágu verka- lýðshreyfingarinnar var hann 1891 rek- inn frá háskólanum. Hófst nú fyrir honum hið æfintýrlega og hætturíka líf rússnesks byltingarmanns og verklýðs- leiðtoga. Sífeldar ofsóknir og áhættur. 1894 er hann loks tekinn fastur og sendur í útlegð til Síberíu í þrjú ár. Samt lætur hann engan bilbug á sér finna, starfar áfram fyrir byltinguna og verkalýðinn og tekst þó um leið að ljúka ágætu verkfræðiprófi. En svo oft var hann höndum tekinn, varpað í fang- elsi og misþyrmt, að 1908 varð hann loks að flýja landið. Gekk hann þá í þjónustu hins heimskunna »firma« Siemsen & Halske í Berlín sem hálaun- aður verkfræðingur, en hélt eftir sem áður sambandi sínu við rússnesku bylt- ingarmenniná og hjálpaði þeim af fremsta megni. Þegar svo verkalýður- inn tók við völdum í Rússlandi £ nóvem- ber 1917 bauð Krassin verkalýðsstjórn- inni þegar í stað að helga henni nú starf sinn algerlega — og það var þeg- ið með þökkum. Síðan hefir Krassin haft á hendi einhver ábyrgðarmestu störf stjórnarinnar. Aðalverk hans er að koma á einkaleyfi ríkisins á utan- ríkisverslun og halda því við. Auk þess hefir hann sífelt verið settur í störf þau, er verst hafa verið, svo sem að sjá um að byrgja rauða herinn að vopnum og skotfærum á erfiðustu tím- unum og koma skipulagi á járnbraut- irnar, þegar þær voru í mestri niður- níðslu. Síðan ^varð hann sendiherra stjórnarinnar á þeim stöðum, er mest reið á að hafa sem færasta menn, fyrst í París, síðan í London, og þar dó hann 24. nóv. þ. á. úr hjartaslagi. Krassin var einhver mesti starfsmað- ur rússnesku verkalýðsleiðtoganna. Hann deyr 56 ára og á að baki sér 40 ára starf í þjónustu -verkalýðsins. Mest- allan þennan tíma hefir hann verið í lífshættu fyrir árásum launmorðingja og lögreglu auðvaldsins. Mestallan þennan tíma, en þó einkum síðustu 9 árin, hefir hann unnið 15 til 18 tíma í sólarhring fyrir málefni það, er hann hefir helgað líf sitt. Þetta erfiða starf eyðilagði jafnvel svo stálhraustan mann sem Krassin. Fyrir ári síðan varð hann sökum blóðleysis að hætta starfi sínu um stund, en hann unni sér engr- ar hvíldar og var ekki fyr orðinn dá- lítið hressari en hann hvarf aftur til starfs síns í London. Þegar heilsa hans versnaði aftur, ráðlögðu félagar hans honum að fara til Hamborgar til frægs

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.