Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 30.12.1926, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 30.12.1926, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Peninga/r fundrár á götunni. Vitjist til Sveinbjamar Angantýrssonar, Ytra- Melhúsi. Hjartans þakkir til allra þeirra mörgu, fjær og nær, sem á margvíslegan hátt hafa sýnt okkur þá stóru samúð og hluttekningu í orði og verki,, er við, á gamals aldri, urðum fyrir þeirri sáru sorg, er Guð burtkall- aði úr þessum heimi okkar elskulegu dóttur og systur, Ingibjörgu Jóhannes- sínu Eyfjörð, sem fórst með skipinu »Balholm« á leið til Reykjavíkur. Eink- um og sjerstklega þökkum við þeim mörgu, sem hafa glatt okkur með gjöf- um, og minningargjöfum um okkar kæru dóttur og systur. Blessuð sje minning hennar! Jesús Kristur segir: Það, sem þér gjörið einum af mínum minstu bræðr- um, það gjörið þér mér, — og: Það, sem þér sáið, það munuð þér uppskera. Alla þá hluttekningu, er okkur hefir verið auðsýnd, biðjum við almáttugan Guð að launa af ríkdómi sinnar náðar. Þess óskum og biðjum við af hrærðu hjarta. Guðrún Símonardóttir. Loftur Jónsson. Guðbjörg Loftsdóttir. Jón Ól. Loftsson. Úr bæ og bygð. 25. þessa mánaðar andaðist hér á Oddeyri Oddgeir Jónsson, Stefánssonar smiðs, 27 ára gamall. Sérstaklega vand- aður og vel látinn maður. Hann var undirforingi í Hjálpræðishernum. — Á Jóladagsmorgun andaðist í Norðurgötu 6b Gísli Þorláksson verkamaður, stjúp- faðir Steingr. sál. Hansen. Hann var á sextugsaldri. Sölubúð Kaupfélags Verkamanna verður lokuð frá 1.—10. Jan., vegna vörurannsóknar. Tréskurðarnámskeið heldur U. M. F. A. Janúar og Febr. mánuð n. k. Kennari Geir G. Pormar. — Peir sem ætla að sækja námskeiðið, geff sig fram við undirritaða, fyrir 3. Janúar, er gefa allar nánari upplýsingar. Akureyri 27. Des. 1926. Tryggvi [ónatansson Guðjón Bernharðsson Guðm. fónsson múrari. gullsmiður. Eyrarlandi. Verslunin Braffahlíð selur nú fyrir nýárið margar tegundir af Flugeldum (Fyrværkeri). Bæjarstjórnar- kosning. Fimtudaginn 20. Janúar n. k. fer fram kosning til 6 ára á fjórum bæjarfulltrúum til bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar. Kosningin verður háð í Samkomuhúsi bæjarins, Hafnarstræti 57, og hefst kl. 12 á hádegi. Framboðslistum sé skilað til formanns kjörstjórnar, eigi síðar en hálfum mánuði fyrir kosningu. Ðæjarstjórinn á Akureyri 29. Deseraber 1926. Jón Sveinsson. TILBGÐ Messað verður um Nýárið, sem hér segir. Gamalárskvöld: Akureyri kl. 6 e. h. Nýársdag: Akureyri kl. 10 f. h., Lögmannshlíð kl. 1 e. h. 2. Janúar: Möðruvöllum. óskast í sorphreinsun í Akureyrarkaupstað fyrir árið 1927. Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 8. Janúar n. k., sem og gefur allar nánari upplýsingar um starfið. Bæjarstjórinn á Akureyri 29. Desember 1926. Jón Sveinsson.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.