Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 30.12.1926, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 30.12.1926, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Prjóna vélar. Yfir 50 ára reynsla hefir sýnt og sannað að .Brittannia* prjónavélarnar frá Dresdner Strickmaschinenfabrik eru öllum prjóna- vélum sterkari og endingabetri. Síðustu gerðirnar eru með viðauka og öllum nýtísku útbúnaði. Flatprjónavélar með viðauka, 80 nálar á hlið, kosta kr. 425,00, Flatprjónavélar með viðauka, 87 nálar á hlið, kosta kr. 460,00. Hringprjónavélar, 84 nála, með öllu tilheyrandi kosta kr. 127,00 Allar stærðir og gerðir fáalnegar, nálar og aðrir varahlutir út- vegaðir með mjög stuttum fyrirvara. Sendið pantanir yðar sem fyrst til Sambandskaupfélaganna. I heildsölu hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Það, sem Jólablaðið segir um Verkam. og síðasta landskjör er vanalegur »ls- lendingssannleikur«, auðsjáanlega ekki skrifaður fyrir »hugsandi fólk«. Eins og allir sjá, sem hafa lesið Verkam., lýgur »lsl.« upp og hefir endaskifti á öllu til að fá tækifæri til að reka flórspaða sinn í Stórstúkuna, eins og alt annað, sem þjóðinni er gagn og sómi að. Álítur hann máske að hann geri þetta fyrir húsbændur sína, og er honum þá vorkunn. F r é 11 i r. (Eftir símtali við Rvík 28. Des.) Útlendar: Ríkisþing Dana hefir sam- þykt að innleysa seðla með ómótuðu gulli. Viðsjár með Bandaríkjunum og Mexico. Nýlega dæmdi franskur herréttur 4 Þjóðverja til dauða, en stjómin treyst- ist ekki til að framkvæma dóminn og breytti honum í fangelsishegningu. Járnbrautarslys varð í Bandaríkjun- um rétt íyrir Jólin. 30 menn fórust, margir særðust. Innlendar: Jakob Gunnlaugsson stór- kaupmaður í Kaupmannahöfn dáinn. Á aðfaranótt annars Jóladags féll vatns- og aurskriða yfir bæinn Steina undir Eyjafjöllum. Fólk bjargaðist nauðulega og mestum hluta búpenings varð einnig bjargað. Bærinn og túnið grófst litlu síðar algerlega undir aur og grjót, og er talinn úr sögunni. Skrið- ur hlupu víðar undir Eyjafjöllum þessa nótt og gerðu skaða á túnum og engj- um. Kíghósti í nokkrum húsum í Reykja- vík, en vægur. Ómuna veðurblíða um alt Suðurland undanfarið. Hafnfirðingar hafa efnt til veru- legra atvinnubóta fyrir verkamenn. Mest við grjótupptekt og flutning. Um 150 manns njóta nú atvinnubótavinnu í Reykjavík. Fjögur kolaskip komu til Reykjavíkur upp úr Jólunum. Kolin komin ofan í 12 krónur skippundið. Togaramir tín- ast á veiðar einn og einn. M O L A R. Jóhannes Jósefsson sýndi íslenska glímu og fl. listir á einu stærsta ltik- húsinu í París s. 1. sumar. 1 haust ferð- aðist hann um Þýskaland með flokk sinn og sýndi og var hvarvetna tekið með hrifningu. Var hann fomaldar- víkingur í augum fólksins og hafður í hetjutölu. Jóhannes gerir meira en sýna listir sínar þar sem hann fer um. Hann leggur mikla stund á að kynna lsland, forníslenskar bókmentir og ís- lenska menningu, hvarvetna sem hann fer. Hann er alstaðar Islendingur fyrst og fremst, og í viðræðum við blaðamenn allra landa — og þær eru margar — er fslartd fyrst. Hann fylgist mjög vel með í öllu, sem gerist hér heima, og er alstaðar viðbúinn að leiðrétta mis- sagnir um land og þjóð. Sigurður Skagfeldt söngvari dvelur nú við söngnám suður í Rostock í Þýskalandi. Fór hann þangað að af- loknu prófi við ópemna í Höfn s. 1. vor. Skrifaði hann Verkam. nú fyrir jólin og bað hann flytja öllum góðum kunn- ingjum hér nyrðra bestu kveðju sína. Lætur hann hið besta yfir sér, en harmar það, hve seint hann fór í skóla til Þjóðverja. Býst hann við — með ástundunarsemi — að geta lokið nám- inu á tiltölulega stuttum tíma. Ungfrú Hermína Sigurgeirsdóttir söngkennara hér sigldi í haust til Hafn- ar og gekk undir próf við Kgl. Musik- konservatorium og hefir hlotið þriggja ára »frípláss« við skólann. Hlaut hún einróma lof og atkvæði prófdómaranna og var ein af sjö umsækjendum, er hlaut aðgang, en þeir voru 47. Verkam. er skrifað frá Höfn, að kennari hennar við skólann hæli henni mjög. Er hún fyrsti Islendingurinn, sem fær aðgang að skólanum. Vestanpóstur fer 5. Jan. n. k. Einmuna góðviðri hefir verið undan- farið. Jörð varð rauð á láglendi, og vatnavextir í ám og lækjum sem á vor- degi. Fundur verður haldinn í Verka- mannafélagi Akureyrar kl. 1 á Sunnu- daginn. Fundurinn verður auglýstur á götunum. 21. þ. m. andaðist ekkjan Kristín Jó- elsdóttir, Aðalstræti 12. Hún var ekkja Sumarliða heitins pósts Guðmundsson- ar, sekstug að aldri. Atgerfis- og mynd- arkona. Ritstjóri og ábyrgðarmaðvu’: Halldór Friðjónsson. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.