Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 14.06.1927, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 14.06.1927, Blaðsíða 2
2 VEEKAMAÐURINN *»••••*»•••• • • • • •• • • og alt efni til fatnaðar er á sama hátt 10% dýrara en ella. Heimilis- faðir, sem kaupir fatnað utan á fjöl- skylduna fyrir kr. 550.00 á ári, þyrfti ekki að greiða nema kr. 500.00 fyrir sama fatnað, ef þessi óheyrilega rangláti tollur væri ekki á fatnaðinn lagður og á efni til fatn- aðarins. Þetta er aðeins lítið sýnishorn af því hvernig sparnaðarþingmennirnir og Sparnaðarbandalagshöfundurinu Jón Þorláksson, hafa efnt loforð sín við kjósendur sína. Þeir, sem vilja fræðast betur um sögu þeirra, ættu að fletta upp alþingistíðindum síð- ustu ára og kynna sér framkomu þeirra af þeim og bera saman við loforðin. -----o---- Kosningarréttur og kjérgengi. Flestum, sem nokkuð þekkja til starfshátta hins háa Alþingis, kem- ur saman um að ómerkari samkomu getur varla, í það minsta með köfl- um. Sá, sem hefir lesið þingtíðind- in frá ári til árs, með eftirtekt, ef það á annað borð er hægt, getur eigi annað en undrast hversu ræður sumra þingmanna og störf þeirra eru langt frá því, sem gera má kröf- ur til af fulltrúum þjóðarinnar á lög- gjafarþingi hennar. Lýsir margt þar, jafnvel stráksskap og skort á á- byrgðartilfinningu. Virðist því sitja illa á slíkum mönnuin, að leggjast á móti auknum kosningarrétti unga fólksins, á þeim grundvelli að það sé svo óþroskað milli 21 og 25 ára aldurs, að ekki sé á herðar þess leggjandi sú ábyrgð er hvílir á kjós- anda í þingræðislandi. Eins og kunnugt er, fluttu þing- menn Alþýðuflokksins þá breytingu á síðasta þingi, að kosningarréttar- og kjörgengisaldur skyldi miðaður við 21 árs aldur í stað 25 ára, svo sem nú er við almennar kosningar. Svo sem vænta mátti af íhaldi og afturhaldi þingsins, var sú réttmæta >-♦ • • • • krafa að vettugi virt og fór þar líkt um og aðrar umbætur, sem reynt er til að gera á því rangláta og úrelta þjóðskipulagi, sem við höfum við að búa. Margir segja að æskan sé> ör á þessum aldri, Iítið farin að hugsa alvarlega og síst um stjórnmál, og að eigi myndi hún fær til þess að fara með rétt sinn. Fjöldi manna, hversu aldraðir sem verða, finna aldrei til neinnar ábyrgðartilfinningar gagnvart öðr- um. Þeirra eigin persóna er þeim alt, og þeirra sjónhringur takmarkast af sérgæðum þeirra einum saman. Þeir menn hugsa aldrei svo mikið, að þeir komi auga á skyldur sínar til meðbræðra sinna. Slíkt er háttur samkepnismanna, og eru þeir því engu færari að nota kosningarrétí sinn, þar sem kosið skal til sameig- inlegra heilla landslýð öllum. Jafnaðarmenn vilja veita unga fólkinu aukinn straum þekkingar á þjóðfélagsmálum, svo að það verði fært að leggja af mörkum nýtan skerf sinn til starfs i þágu þjóðfé- lagsins, á meðan kraftar búa í kögl- um og þor í huga, en bíði eigi með slíkt, þar til árin fjölga og fjörið þverr. íhaldið vill halda alþýðunni í sama vanþekkingarmyrkrinu, ár eft- ir ár, öld eftir öld, því á meðan eru völd þess trygð. Það veit, að jafn- skjótt sem þekkingin eykst og yngra fólkið fær rétt sinn til þátttöku í meðferð landsmála, er valdi þess hnekt, því sú þekking er ljós það, er lýsir upp þjóðmálasviðið og sýnir hversu alt er þar rotið og fúið, og hversu ógurlegt átumein fhaldið er í þjóðlíkamanum. Þá sjá menn að eigi duga neinar skottulækningar. heldur skal meinsemdin skorin burtu með rótum. Eftir verður að vísu sár, en með umhyggju og árvekni græð- ist það fljótt. Unga fólkinu hefir verið neitað um rétt sinn í þetta skifti. Fram- verðir jafnréttisins munu aftur flytja þetta mál, sem önnur þau, er miða til heilla alþjóð. Hvern stuðning þeir fá í framtíðinni, verður unga fólkið að ákveða að nokkru. Eru Ungmennafélögin orðin svo dauðadæmd að þau geti ekki rumsk- ast og beitt sér fyrir máli eins og þessu? Eða hyggja þau sem íhaldið að ekkert sé að treysta á þann mannvænlega hóp, sem er milli 21 og 25 ára aldurs? Sé það ekki til- fellið, því þá að hrista ekki af sér deyfðarmókið og veita sjálfum sér lið, til uppfyllingar stefnuskrá sinni. Magnús Torfason sagði við um- ræður um þetta mál í þinginu, að »þjóð, sem er hundrað ár á eftir tímanum, má ekki við þvi að láta gamalmenni ráða alt of miklu hjá sér«. Er þetta sannmæli mikið, og væri óskandi að fleiri hefðu slíka trú á æskunni. Veit eg hún myndi •eigi ómyndarlegar reynast en sumir þeir, sem aldraðir eru, — því marg- an hefi eg manninn þekt fimmtug- ann sem tvítugann að þroska og gáfum. »Ef æskan vill rétta þér örfandi hönd, þá ertu á framtíðar vegi.« X. ------0------ Til hvers eru þingmenn kosnir? Svo virðist tíðum sem kjósendur átti sig ekki sem best á því, í hvaða tilgangi þeir kjósa þingmanninn sinn. Það kemur ekki ósjaldan fyrir að allmikið ósamræmi virðist vera milli framferðis þingmannsins og vilja kjósandans. Sú raunin hefir að minsta kosti orðið á um framferði sumra Good-Templara á síðari ár- urn, að þeir hafa ekki ætíð kastað lóði sínu á vogarskálina þeim meg- in, sem áhugamálum Templara hefir verið betur borgið. Það mun hafa hent suma Templara, að hafa stutt til þingsetu mann, sem kunnur var að því, að hafa brotið bannlögin svokölluðu og sem skotið hafði sök- inni af brotinu yfir á ánnan mann, sem var verkfæri í hendi hans til að fremja brotið. Það mun einnig hafa

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.