Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 14.06.1927, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 14.06.1927, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Úr bœ og bygð. Þess var getið í blaðinu síðast, að U. M. F. A. ætlaði að halda 17. Júní hátíð- legan að þessu sinni. Er gert ráð fyrir að sá fagnaður fari fram á íþróttavelli félagsins. Kvenfélagið »Framtíðin« hef- ir ákveðið að hafa veitingasölu í leik- fimishúsi Gagnfræðaskólans til ágóða fyrir starfsemi félagsins meðan á fagn- aðinum stendur á íþróttavellinum. Vænt- ir kvenfélagið þess, að bæjarbúum sé á- nægja að því að styrkja starfsemi þess með því, að kaupa sér kaffibolla og annað, sem þar verður á boðstólum til hressingar. Fulltrúar þeir, sem fóru héðan að norðan með e.s. »Botníu« síðast til Reykjavíkur, til þess að sitja Stórstúku- þing, leggja aftur af stað heimleiðis með e.s. »Island«, sem fer frá Reykja- vík kl. 6 í kvöld. Framkvæmdarnefnd Stórstúkunnar var að þessu sinni skip- uð sunnlendingum með 86 atkv. gegn 82. Aftur á móti var samþykt að hafa næsta Stórstúkuþing á Akureyri. Alt að' því helmingi fleiri fulltrúar mættu á þessu Stórstúkuþingi en því næsta á und- an. Hefir geysilegur vöxtur hlaupið í Templarastúkurnar á liðnu ári, einkum sunnanlands, sem að mestu mun hafa stafað af kappi um að ná framkvæmd- arnefnd Stórstúkunnar til Reykjavíkur. Væri óskandi að þessi snöggi vöxtur reyndist að sama skapi haldgóður og hann hefir verið ör. Gestkvæmt verður hér á Akureyri á næsta Stórstúkuþingi ef vöxtur Reglunnar verður jafn mikill fram að þeim tíma, sem það verður haldið, eins og hann hefir verið milli síðustu þinga hennar. Tímaritið Fylkir X. árg., er nýkomið út. Innihald þess er: Rannsóknarferðir og fundir. Ágrip af skýrslum yfir steina- og jarðtegundasöfnun og rann- sóknatilraunir gerðar árin 1918—1926. Mesta vandamál Islands. Horfumar. Yfirlit yfir verslun fslands við útlönd. Akureyri og norðurland. Ritsjá. Tímaritið er vandað, fjölbreytt, eins og efnisskráin sýnir, fult af eldmóði og áhuga höfundarins Fr. B. Arngrímsson- Verkamenn! Verkamannafélag Siglufjarðar óskar þess eindregið að engir komi til Siglufjarðar í atvinnuleit í sumar óráðnir og þ@ir sem kynnu að koma ráðnir eru bróðurlega beðnir að ráða sig ekki fyrir minna kaup en greitt er hér á staðnum til 15. Júlí og er það þetta: 1 króna um tímann í alm. dagvinnu, 1 króna og 20 aurar um tímann í alm. eftirvinnu og 54 til 60 krónur um viku, þegar um mánaðarvinnu eða lengri tíma er að ræða. Eftir 15, Júlí gildir* annar kauptaxti, sem verður auglýstur um miðjan JúnL Siglufirði 31. Maí 1927. Kauptaxtanefnd félagsins. Postulínsvörur nýkomnar beint frá Pýskalandi. Verð afar lágt, Kaupfélag Verkamanna. Qalar og fötur. Nú með e.s. Goðafoss fékk KAUPFÉLAG VERKAMANNA blikk- bala og blikkfötur af ölum stærðum beint frá Þýskalandi. Er verðið afar lágt, miðað við það sem-áður hefir verið. Nýir ávextir. Epli, ný uppskera. Appelsínur á 15, 20, 25 aura stk. Laukur 70 aura kílóið. Jón Q. Guðmann. VERKAFÓLK! Skiftið, að öðru jöfnu frekar við þá, sem auglýsa í blaði ykkar, VERKAMANNINUM. Olíufatnaður. Kvensvuntur einf. kr. 5.50 st. Kvensvuntur tvöf. kr. 8.50 st. Kvenpils kr. 8.50 st» Kaupfél. Verkamanna. ar. Hafa allir gott af að kaupa það og lesa. Ritið er til sölu í bókabúðum Akur- eyrar og kostar kr. 6.00. Vindillinn Jón Sigurðsson ber af öðrum vindlum. S t e I p u vantar mig til að passa 3 ára dreng, Herdís Jónasdóttir Oddeyrargðtu 1. Ritstjóri og ábyrgðarmaður : Halldór Friðjónsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.