Verkamaðurinn

Issue

Verkamaðurinn - 14.06.1927, Page 3

Verkamaðurinn - 14.06.1927, Page 3
VERKAMAÐUMNN 3 /komið fyrir Templara, að hafa stutt til þingsetu menn, sem kunnir eru að því að hafa verið meira og minna ðfærir til þess að gegna þingstörfum fyrir sakir ölæðis og annarar óreglu sem af drykkjuskap leiðir. Má nærri geta hversu mikið lið bannmálinu, þessu aðalmáli Templara, er að slík- um þingmönnum. Enda hefir sú reyndin orðið á um áhugamál Templara á síðustu' Alþingum, að jafnvel óskir Templara, sem ekki verður betur séð en hver andbann- ingur hefði hæglega getað verið með að framkvæma, hafa verið fótum- troðnar af sömu þingmönnunum og Templarar sumir hafa komið inn í þingið. Stafar þetta óheyrilega framferði nefndra þingmanna af því «instaka hirðuleysi sumra Templara, að kjósa til Alþingis þá menn, sem fótum troða Bannlögin, þegar þeim gott þykir, ganga á móti vilja Templara í þinginu hvenær sem þeim gott þykir og misbjóða al- mennu velsæmi, með framferði sínu, þegar þeim þóknast, með áfengis- nautn og ýinsu framferði, sem henni er samfara. Engan mann þarf að undra þó lítið tillit sé tekið til krafa Templara til Alþingis, meðan sumir Templarar fara svo gálauslega með atkvæði sitt á kjördegi, að kasta því á verstu andstæðinga Templara, vissir um það, af margfenginni reynslu, að þessi maður er ekki einasta reiðubúinn til þess að gera bindindismálinu alt það ó- gagn, sem hann framast getur, held- ur gerir hann þeim kjósendum óaf- máanlega vansæmd, sem kosið hafa hann á þing, með ýmsu framferði, sem leiðir af áfengisnautn hans. Þá verður ekki séð að þeir, sem felja sig athafnamenn, velji ætíð þingmann sinn með tilliti til þess að hann sé dugandi maður til þing- starfa. Svo er tíðum að sjá, sem að mjög Htið sé um slíkt hugsað, því jafnvel þó þingmaður hafi fengið á sig almannaróm fyrir að vera lið- léttingur á þingi, verður ekki séð að það hafi áhrif á fylgi hans hjá þeim mönnum, sem þó krefjast mestrar vinnu af fólki sínu. Þó er þingmað- urinn vitanlega ekki annað en þegn kjósendanna, sem ber að skila fullu starfi í þarfir þjóðarinnar og þess kjördæmis, sem hann er kosinn fyr- ir. Hver sá kjósandi, sem stuðlar að kosningu þess manns, sem ekki er dugandi maður til starfs, gerir sitt til þess að Alþingi verði samsafn ó- nytjunga, sem teygja á langinn ó- merkilegt og athafnalítið þing, sem kostar þjóðina of fjár, §n er henni gagnslaust, eða ef til vill verra en það. Jafnaðarmaður. -----o----- Vorvertíðin. Aflabrögð hafa verið, nú að undan- förnu hér út með firðinum, meiri en í mörg ár undanfarið. Um daginn á að hafa komið á land í Ólafsfirði meiri fiskur en nokkru sinni áður, eða sem á- ætlað er að nemi 180 skp. þurfiskjar. Sumir bátar fengu alt að 10 þús. pund. En nú hefir tekið fvrir þennan mikla afla í bráð. Orsakast það af, að nú er hvergi að fá beitu, svo allir bátar verða að halda kyrru fyrir. Er ilt til þess að vita, &ð eigi skuli meiri forsjálni ríkja hjá útgerðarmönnum, en sýnir sig í þessu, að um leið og hættir að veiðast beitan, þá skuli stöðvast allur útvegur- inn. Virðist í fljótu bragði svo, sem heppilegra væri fyrir þá, að eiga dálítið af frosinni síld, þó ekki væri nema til vara, þegar líkt þessu kemur fyrir, sem alla jafna er einhverntíma á hverri ver- tíð. Oft er miklu af síld kaátað í sjóinn árlega, sökum verðleysis. Væri betur komið að eitthvað af þeirri síld hefði verið geymd á íshúsi yfir veturinn, til þess að geta gripið til hennar ef í nauð-'- ir rekur. Satt er það að vísu, að ekki afiast eins vel á frosna síld, sé sjór full- ur af átu, en líkindi eru til, að sá fisk- ur sem kemur upp að landinu úr djúp- inu, svo sem ætlað er að vorhlaups- fiskurinn geri, sé eigi svo beituvandur, að eigi væri betur róið með frosna síld en heima setið. Á v a r p til Jóhannesar Jósefssonar íþróttakappa. Stíg heilum fæti á fósturjarðarströnd, þú frægi sonur landsins norðurstrauma, Þú ungur sigjdir burt í ókunn lönd, með æfintýramannsins vökudrauma. Þú fanst í æðum ólga víkings blóð og útþrá heita vekja þig og kalla. Þú mundir fyrrum sveina af sömu þjóð, er sóttu frægð til ríkra konungshalla. Þú sigldir ungur burt með beittan hjör, er búin var af guðs þíns handa snilli, sem var þín íþrótt, afl og hreysti og fjör og unnin sigur góðra manna hylli. Með honum vanstu sæmd og sigurorð þó sýndist tíðum munur liðs og vopna. Svo nú þér frægum heilsar heimastorð, og hlýtt þér býður móðurfaðminn opna. Og hvar sem þú á þinni frama braut með þjóðum fórst á vegum tignarsveita, þú mundir ætíð móðurjarðarskaut, þess mál — og vildir íslendingur heita. Og því bar frægðin hrós á hennar nafn er hlaustu á þínum mörgu sigurdögum. Og nú mér finst að þú sért þessum jafn, er þjóðin dáir mest í hetju sögum. Kom heill og sæll með brúði þína og böm að bænum heim í vorsins sólarljóma. Og finn hve þjóðin öll er ærugjöm og elskar þá sem verða’ ’henni til sóma. Þín hetjubraut er frægðarljóma lögð, þinn ljúfi draumur komin fram til raka. Og það er víst, að saga þín mun sögð í sveitum lands, á meðan dróttir vaka. Kjartan Ólafsson, brunavörður í Rvík Eftir að þetta var ritað hefir orðið síldarvart á Pollinum að nýju. KöstuðU1 flestir bátar aftur fyrir síld í gærkvöldi og fengu sumir góðan afla. -------o-------

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.