Alþýðublaðið - 22.04.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.04.1921, Blaðsíða 2
s Afgreiðsla blaðsins er ( Atþýðuhúsinu v}ð Sogólfsstrseti og Hverfisgötn. Sími 988. Anglýsingum sé skiiað þangað efia í Gutenberg í síðasta lagi kl. m árdegis, þann dag, sem þser tiga afi koma i blaðið. Áskriftargjatd ein lzr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. z,$o cm. dndáikuð. Utsölumenn beðnir að gera skil iil afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungsíega. Árin líða. ->--- . (Niðurl ) Öanur uppástunga sem einnig st' góð og vel framkvæmanleg er sú, að kaupa mjólk ofan úr Kjós ag flytja hana landveg, þegar ak- fær vegur er kominn þangað, og mun lítið verða um hagkvæmar framkvæmdir á landi hér, á næstu árum, ef akfær vegur kemst ekki inn í Kjós áður en mörg ár líða. Þangað til vegurinn er kominn, mætti að nokkru leyti bæta úr mjólkurleysinu með því, að flytja mjólkina sjóleiðina, að sumrinu til, bæði ur Kjósinni og af Hval- fjarðarströndinni. En að vetrinum til álít eg slíkt ókleyft, þótt hr. Snæbjöm Jónsson frá Kalastaða- koti hafi fyrir nokkru haldið því fram í Alþýðublaðinu, að reglu- bundnum bátsferðum mætti haida uppi árið um kring á þessari leið. Hélt satt að segja, að Snæbjörn væri kunnugri veðráttufari og sjávarferðum á þessu svæði, en sú tillaga ber með sér. Það úrræðið, þessu viðvíkjandi, sem ætti ýyrst að framkvœma, er stofnim bæjar-kúabús. Fyrir uokkrum árum var byrjað á uppþurkun Fossvogs, í því augnamiði, að rækta landiö, en síðan hefir þar ekkert verið gert. Vegna iegu sinnar og jarðvegar er Fossvegur mjög vel fallinn til túnræktunar. Sá hluti hans, sem ræstar hefir verið fram, er orðinn nógur þess til túnmyndunar, en aðra hluta hans þyrfti að skera fram, sem allra. fyrst, í sama Augnamiði. ALÞYBUBLABÍB Nú er alment atvinnuleysi í bænum og ekki annað fyrirsjáan- legt, en að það haldist um óá- kveðinn tíma. En fólkið tná til að ýá að vinna, annars getur það ekki lifað. Og ef einstaklingarnir, sem iátið hala fólkinu í té atvinnu geta það ekki lengur, þá verður bæjarfélagið sjálft að gera það. En hvað er þá eðlikgra, en að eitthvað það verði framkvæmt, sem hefir varanlegt gildi ? Ög fullnaðarræktun Fossvogs er tví- mælalaust eitt af því. Um hin eiustöku atriði viðvikj- andi túnræktun í Fossvogi ætla eg ekki að fjölyrða að þessu sinni. En. á hitt vildi eg benda, að framkvæmd þessa fyrirtækis er í senn, bæði œskileg og nauðsynleg\ og í æði af þeim ástæðurp, sem eg hefi hér talið og eins af öðr- um, sem eg hefi ekki minst á, mælir ait með því, að hefjast handa strax% nú í vor. Árin líða, en nauðsynjamálin bíða, — bíða ef til vill verri tíma þótt, þau eigi að bfða betri. Og með hverju ári, sem líður, tapast bæði tími og tekjur þær, sem öll þjóðþrifafyrirtæki gefa. En tekjur eru fleira ea peningar og það er einmitt slíkar tekjur, sem við megum síst við að tapa. Guðm. €rUni simskeyii. Khöfn, 20. apríl. Lloyd Ueorge og írland. Frá London er sfmað að Lloyd George vilji ekki gefa neitt eftir, gagnvart sjálfstæðiskröfum íra, ekki kalla herliðið burt úr írlandi né breyta stefnu sinni gagnvart Sinn- Fein-mönnum. Keisarafrúin þýzka grafln. Frá Berlín er símað að keisara frúin fyrv. hafi verið, grafin 19. þ. m. með mikilli viðhöfn, alt eins og Þýzkaland væri ennþá keisara- dæmi. Engar óspektir voru við greftrunina. Snmarfagnað hefir stúkan Verð-. andi annað kvöld, sbr. augL á öðrum stað. Um lagitm og veginn. Yíðarangshlaupið fór svo f gær, að Guðjón Júlfusson frá Reyn- Watni I Mosfellssveit varð fyrst- ur. Rann skeiðið á 14,5*/$ mía. og setti þar með nýtt met (Þor gils var 14,15 mín. ( fyrra). Næst- ur varð Þorkell Sigurðsson úr Ármann, var 14 62/s mín. og þriðji Magnús Guðbjörnsson lfka úr Ár. mann, var 14,15 mín. Báru U. M. F. Aftureiding og Drengur sigur úr bítum og hlutu bikarinn ( annað sinn; verður hann eign þeirra næsta sumar, ef þeir vinna, Rósinkranz írarsson, ritarí Sjómannafélags Reykjavíkur, fór með e/s. ,Lland“ til ísafjarðar, ,og dvelur þar fram yfir sfldveiða- tfmann. Frv. nm bifreiðaskatt var á miðvikudagina afgreitt til ed. Eft- ir því á að greiða skatt í ríkissjóð af bifreiðum, sem notaðar eru tii mannflutninga, 12 kr. af hverri hestorku vélarinnar. Sama gjald greiðist af reiðhjólum með hreyfi- vélum. Flutningabifieiðar eru und- anþegnar gjaldinu. Þessi skattur er bæði ósanngjarn og heimsku- leg'ur og lýsir áþreifanlega hve skammsýnir þingmenn eru, að skattleggja eicu farartækin á landi sem notandi eru. Eða finst þeim fargjald með bflunum of lágtf Nei, heimskupörin virðast helzt á dagskrá hjá þinginu. U. M. F. Reykjavíknr heldur sumarfagnað í kvöld í Bárunni uppi, sjá augl. Barnaskemtunin í Iðnó í gær tókst mætayel og var unun að horfa á börnin, sem þar skemtu fólki. Áðsókn var svo mikil, að skemtunin verður endurtekin ann- að kvöld. Fiskiskipin. Gylfi kom í gær með góðan afla. Kútter „Keflavík- in“ kom með 8000 fiskjar. v • fc* , Samskotin tii fátæku hjónanna: ónefnd kona 5 kr. Pöstlagabreytingarnar vora afgreiddar fiá ed. á miðvikudag- inn. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.