Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 02.09.1930, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 02.09.1930, Blaðsíða 1
BEP.KSHlflBUHIHH Útgefandi: VerKlýössamband Noröurlands. XIII árg. t Akureyri, Priðjudaginn 2. September 1930. • 73. tbl. • • #-#-• • • • ■#■■• • # »-• • # •■■■#■ i > • # # # • • • • • • » • ■■MT NÝJA B I O 'BlMH Priðjudagskvöldið kl. 85/2. YILLIBLÓMIÐ. Sreta Sarbo. — Sýnd í síðasta sinn. Miðvikudagskvöldið kl. 8'h. NÆTURSKUGGAR Ákaflega spennandi lögreglumynd i 7 þáltum. — Aðalhlutv. leika: Lawrence Gray. — Louse Lorraine og undrahundurinn L Y N. — Aukamyndir: Um þvera og endilanga Búlgaríu. Falleg landlagsmynd og Fjölleikhúsið, afar hlœgileg gamanmynd i 2 þáttum. Sjömannafélag Norðurlands heldur almennan sjómannafund í Skjaldborg Miðvikudaginn 3. September 1930 kl. 8 e. h. — FUNDAREFNI: Síldareinkasalan 09 greiðsla á it sjömanna. STJÓRNIN. Borgarablöðin syngja löngum hinu borgaralega þjóðfélagi — auðvalds- þjóðfélaginu — lofsönginn og telja það svo gott, að betra sé ekki hægt að krefjast. Einkum tala þau af miklum fjálgleik um hið borgaralega frelsi, sem þar sé ríkjandi, hvar öllum sé gert jafnt undir höfði, og allir hafi sömu skilyrði til að »kom- ast áframc, eins og þau kalla það. Frelsinu í hinu borgaralega þjóð- félagi er í raun og veru þannig farið, að það birtist einungis í sér- réttindum yfirstéttanna til að traðka og brjóta pappírslög þjóðanna og kúga undirstéttirnar til hins ítrasta. Ljósasta dæmið upp á þetta er Ameríka, og þá fyrst og fremst Bandaríki Norður-Ameríku. Hvergi er gumað meir af frelsinu — og hvergi búa undirstéttirnar við meira ófrelsi. Hvergi er skoðanakúgunin á hærra stigi. Hvergi er almúginn réttlausari en þar. Stjórnir hinna borgaralegu þjóð- félaga veita embætti, einungis eftir pólitískum málum. Og nú magnast með ári hverju nýjasta uppfynding auðvaldsins, ofsóknin á hendur hin- um svokölluðu »hættulegu« mönn- um þjóðfélagsins. Pað er, peim mdnn- um, sem vilja breytingar á pjóðskipulaginu, og gagnrýna hina ormsmognu svikamenningu auðvaldspjóðfélaganna sem ekkert er annað en yfirskyn hræsninnar. Islensku borgarablöðin eru ekki lítið kampagleið yfir frelsinu hér í landinu. Reyndar finst þeim það fullmikið á sumum sviðum, og hafa talið fulla þörf á að koma á ríkis- lögreglu og fleiri smátækjum auð- valdsins til að styrkja aðstöðu sína. Ekki er nú skoðanafrelsið samt meira en það, að t. d. atvinnurek- andi telur það svo sem sjálfsagt, að fólkið, sem hjá honum vinnur, fylgi honum að kosningum, og sá verka- maður — eða verkakona, sem tekur opinberan þátt í stjórnmálastarfsemi á móti atvinnurekanda, er hann eða hún vinnur hjá, má nokkurnvegin eiga vissa uppsögn vinnunnar. Pegar kaupfélögin voru að hefja göngu sína hér i landinu, voru sumir bændur ekki lítið hræddir við að láta það vitnast að þeir skiftu við þau. Peir voru að laumast tit að »fá sér« hitt og annað »í pönt- uninni«, oftast í gegnum þá er djarfastir voru, en, fyrir hvern mun, »kaupmaðurinn mátti ekki fá að vita það«. Petta var nú athafna- frelsið í þá tíð — hið raunveru- lega, og ætla mætti að alt þessháttar væri minningar einar, og að skoð- anaþrælkun ætti sér ekki stað lengur, í þjóðfélaginu, sem best verður fundið, að dómi auðvaldsmannanna.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.