Verkamaðurinn - 02.09.1930, Blaðsíða 3
VE RK AM AÐURINN
3
launin og bæta vinnuskilyrðin f
hinum gjðrnýttu fyrirtækjum o. s.frv.
3. Barátta gegn lækkun lífeyris-
ins, fyrir hækkuðum launum, fyrir
sömu launum við sömu vinnu.
4. Barátta gegn hverskonar skatt-
lagningu á laun verkamanna, fyrir
því að rfkjandi stétt beri allar skatta-
byrðarnar.
5. Barátta fyrir því að ríkið tryggi
atvinnulausa menn og verkamenn,
sem hafa ekki stððuga atvinnu. Bar-
átta fyrir sömu réttindum til handa
atvinnulausum konum.
6. Barátta fyrir mæðravernd og
vernd kvenna og barna.
7. Barátta fyrir fullkomnu lýð-
ræði í verkalýðsfélögunum, gegn
öllum tilraunum til að takmarka rétt
meðlimanna, gegn brottrekstrum og
þvingunarráðstöfunum af hendi fag-
félaga broddanna, fyrir fullkomnu
málfrelsi og skoðanafrelsi innan
verklýðsfélaganna.
8i Barátta fyrir því að óiðnlærðir
og ófélagsbundnir verkamenn, vinn-
andi konur og unglingar verði tekin
upp í verklýðsfélðgin.
9. Barátta gegn öllum kynstofna-
takmörkunum innan verklýðshreyf-
ingarinnar, gegn sundrun fagfélag-
anna af þjóðernislegum eða trúar-
legum ástæðum.
10. Barátta gegn fasistiskum, gul-
um og »þjóðlegum« fagfélögum,
fyrir fullkomnu frelsi stéttarfélaganna
fyrir fundafrelsi, verkfallsfrelsi og
fullkomnu prentfrelsi fyrir blöð
verklýðsfélaga.
11. Berátta gegn lögboðnum
gerðardómum, gegn þvf að deilur
rnilli auðmagns og vinnu séu lagðar
fyrir borgaialega dómstóla, gegn
stuðningi ríkisins við verkfallsbrjóta
gegn þvf að lögregla og réttarfar
skifti sér af vinnudeilum.
12. Barátta fyrir samfylkingu
verkalýðsins, fyrir bróðurlegu sam-
bandi verkamanna, sem hafa ýmsar
skoðanir í baráttunni móti auðmagn-
inu og ríki borgaranna.
13. Barátta gegn sundrun verka-
lýðsins, fyrir myndun sameiginlegs
verkalýðssambands á grundvelli
stéttabaráttunnar f sérhverju landi.
14. Barátta gegn hverskonar sam-
vinnu milli stéttanna, gegn iðnaðar-
friði, bórgarafriði, ágóðahluta, gegn
því að fagfélög og rekstursráð taki
þátt f þvf að auka framleiðslumagn
vinnunnar f auðvaldsfyrirtækjum.
15. Barátta fyrir því að breyta
samvinnufélögunum í auðvaldslönd-
unum í raunverulegan verkalýðs-
félagsskap, sem er þess megnugur
að styrkja verkamenn í baráttu þeirra
gegn auðvaldinu.
16. Barátta fyrir bróðurlegri sam-
vinnu milli verkamanna f auðvalds-
löndunum og hins sigri hrósandi
öreigalýðs i Ráðstjórnarríkjunum.
17. Barátta fyrir myndun alþjóð-
legra samvinnunefnda allra verka-
manna, sem vinna í sömu iðnaðar-
grein.
18. Barátta fyrir myndun sam-
eiginlegs stéttar-alþjóðasambands,
sem hefir innan sinna vébanda
verkalýðsfélög allra landa, allra kyn-
stofna og allra heimsálfa.
------o------
Slysfarir.
9 manns leggja sér til munns
áttavitaspiritun. Ei-nn deyr þegar,
tveir veikjast hættulega, aðrir
minna.
Það skeði á Siglufirði fyrir
helgina, að skipverjar á eimskip-
inu »Iho« brugðu á það óyndis-ráð
að taka spiritus af varaáttavita
skipsins og neyta hans í félagi. Er
mælt að áttavitinn hafi ekki verið
merktur með lögskipuðu eitur-
merki, og hafi mennirnir þess
vegna álitið spiritusinn ósaknæm-
an.
Talið er að mennirnir, sem
drukku þessa ólyfjan, hafi verið 9
talsins, en misjafnlega mikið mun
það hafa verið, því áhrifin urðu
misjöfn. Sumir urðu lítið eða ekk-
ert veikir, tveir veiktust hættu-
lega, og einn lá örendur í rúmi
sínu í skipinu daginn eftir. Sofn-
aði út frá drykkjunni og vaknaði
aldrei aftur.
Mennimir tveir, sem veiktust
illa, voru fluttir á sjúkrahúsið og
tókst lækninum að bjarga þeim
frá dauða, en voru þó báðir hætt
komnir. Voru þeir taldir úr allri
hættu, er blaðið átti tal við Siglu-
fjörð í gærkveldi.
Tveir af skipverjum á »Iho«
lögðu af stað með »Nova« suður
samdægurs og drykkja þessi átti
sér stað. Hefir ekki frá þeim frést
síðan. En líklegt er að þeir hafi
sloppið á skaplegan hátt, fyrst
ekki hefir frá þeim heyrst.
-------o------
Blaðið »Siglfirðingur« tékur upp
eftir málgagni Ijósmæðra nokkur
ummæli um þingmann Akureyrar,
sem sprottin munu af þvi, að þing-
maðurinn gekk ekki inn á allra
hæstu kröfur Ijósmæðranna í Reykja-
vík um hækkuð laun. Voru þeir
Jón Rorláksson og ýmsir aðrir
málsmetandi íhaldsmenn í þinginu,
samherjar þingmanns Akureyrar í
þvi máli, svo >Siglfirðingur« minnir
óþægilega á þá um leið og hann
gerir veður út úr ummælum Ijós-
mæðranna um þingmann Akureyrar.
Pað mun óþarfi að taka það fram,
þar eð þetta málgagn á hlut að
máli, að ummæli þau, sem það
þykist hafa eftir þingmanninum, eru
tilbúningur þess, og öll önnur en
þingmaðurinn mælti i sambandi við
breytingu á kjörum Ijósmæðranna,
eins og Alþingistíð. sýna, og verður
þeirra ekki minst nánar hér. En þó
þykir hlýða að taka upp litla glefsu
af því, sem »Siglfirðingur« birtir
eftir ljósmæðrunum, svo séð verði
mentunarástand þeirra, sem fyrir
málum Ijósmæðranna standa í Rvík.
Klausa þessi hljóðar svo:
»Sem betur fer, eigum við víst
ekki marga þingmenn, sem eru
aðrir eins andlegir aumingjar og
þingmaður Akureyringa. Enda yrði
þá langt að bíða, að þingmenn