Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 02.09.1930, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 02.09.1930, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Til þess að bregða ofurlitiu Ijósi yfir hvernig ástatt er um þessa hluti sumstaðar þar, sem íhaldið stendur föstustum fótum, skal hér getið atviks, sem kom fyrir s. I. ár, og Verkam. er vel kunnugt um. v Ungur maður kemur til Verkam. og biðst eftir að fá nokkur eintök af blaðinu til að sýna nágrönnum sínum, og fá þá til að lesa það og kaupa. Sagðist honum svo frá, að í kringum sig sæist ekkert annað blað en íhaldsblöðin. Hann fékk blaðið eins og hann óskaði eftir og um næsta nýár á eftir var maðurinn spurður um hvernig gengi að fá karlana til að kaupa. — Ja, að fá þá til að kaupa blaðið var nú ekki um að ræða. Þeir þektu ekki hvað það væri að kaupa blað. Peir fengju ihaldsblöðin gefins eins og þeir vildu, og sumir jafnvel, þó þeir vildu ekki. Reyndar þætti þeim margt »ansi gott< í Verkam. en þeir þorðu ekki annað en fara í felur með hann, því hvorki kaupm. eða formennimir á bátunum máttu vita um að þeir væru að lesa >bolsablað<. Svona er nú ástandið ennþá í hinu borgaralega þjóðfélagi, þar sem allir baða sig í geislum frelsisins, eftir því sem borgarablððin segja fólkinu. ------o------ Úr bœ og bygð. Nýja-Bíó sýnir »Villiblóm« í kvöld og »Næturskugga« annað kvöld. Ráðskonuskifti verða í Kristnesi nú í haust. Ungfrú Ása Jóhannesdóttir læt- ur af þeim starfa, en við tekur frú Jó- hanna Kondrup, sem undanfarið hefir haft umsjón með verslunarmanna- og Oddfellóva-húsinu hér í bæ. Dómsmálaráðherra og fræðslumála- stjóri komu til bæjarins fyrir helgina. Meðal annars mun ráðherrann vera kominn til að vígja síldarbræðsluverk- smiðju ríkisins á Siglufirði, en sú at- höfn á að fara fram á Föstudaginn kemur. Pann 15. Ágúst þ. á. var 5. þing »Rauða verklýðs-alþjóðasambands- ins« sett í Moskwa að viðstöddum fulltrúum frá öllum löndum jarðar- innar. Oetur þar að líta hina full- komnu sameiningu verkalýðs án tillits til þjóðflokka, litarháttar, trúar- bragða eða annara skoðana. Á þingi þessu mæta nú í fyrsta sinn fulltrúar frá íslensku verklýðs- hreyfingunni. Var vinstri arminum boðið að senda þangað 3 fulltrúa og sá Verklýðssamband Norðurlands um kosningu þeirra i samráði við róttækari verklýðsfélögin syðra. Voru fulltrúarnir kosnir í þeim verk- lýðsfélögum þar sem hægt var að koma kosningu við, t. d. Verka- mannafélagi Akureyrar, Verklýðsfé- lagi Glerárþorps o. fl. Kosnir voru þeir Jón Rafnsson, formaður Verka- mannafélagsins »Drífandi« í Vest- mannaeyjum, — er hann norðlenskum verkalýð að góðu kunnur úr Krossa- nesverkfallinu, — Aðalbjörn Péturs- son og Tómas jónsson frá Reykjavík. Sitja þeir nú þing þetta þar eystra. — Verklýðssambandi Norðurlands var einnig boðið á 4. þing »R. V. A.c í Moskwa 1928 en gat þá ekki sent fulltrúa. »R. V. A.« telur nú um 17 miljónir verkalýðs fylgjandi sér og er þvf sterkasta verklýðssamband heimsins. Eru áhrif þess breidd út um víða veröld. í Evrópu er það sterkast í Ráðstjórnarríkjunum, Frakk- landi og Tshekkoslovakiu, en mjög áhrifaríkt í Pýzkalandi, Póllandi og Englandi. Utan Evrópu er það sterkast í Kína og Suður Ameríku. Félög þau og verklýðssambönd, sem eru í »R. V. A.«, eru víða ofsótt og jafnvel bönnuð, þvi þau víkja hvergi í stéttabaráttunni og svikja ekki verklýðshreyfinguna, hvað sem á dynur. Hinsvegar hefir »Amsterdam-sam- bandið«, sem sosialdemokratar er- lendis ráða, sýnt sig að hinum hörmulegustu svikum við verkalýð- inn, eins og eftirminnilegast var í enska allsherjar- og kola-verkfallinu. Enda fer óánægja verkalýðsins með »Amsterdam-sambandið« stöðugt vaxandi og fækkar því meðlimum sífelt. 1923 í árslok var tala með- lima 15,316,127, en 1926 12,839,174. Og jafnvel meðal stjórnendanna vex þessi óánægja, svo menn eins og t. d. Edo Fimmen, ritari þess, ger- ast meðmæltir þeirri tillögu »R. V. A.< að sameina bæði samböndin i eitt allsherjarsamband verkalýðsins á stéttagrundvelli, en það mega hinir drotnandi sosialdemokratar »Amsterdam-sambandsins ekki heyra nefnt. »Rauða verklýðs-alþjóðasamband- inu (R. V. A.) vex mjög fiskur um hrygg við hinn geysilega vðxf sosialismans í Rússlandi og sigra verkalýðsins þar i atvinnulífinu. Jafnhliða harðnar baráttan út i auð- valdslöndunum sakiraukins atvinnu- leysis, launalækkunartilrauna auð- valdsinsog versnandi kjara verkalýðs. Hlutverkin, sem bíða þessa fimta þings »R. V. A.« eru því geysileg, Einmitt varnaðarráðstafanir verka- lýðsins um allan heim gegnheims- , kreppunni ér mesta nauðsynjamálið, sém verkalýðurinn nú þarf að ákveða um. Einnig hér á landi mun ekki veita af að verkalýðurinn standi sameinaður, þegar árás atvinnurek- enda á kaupgjald hans hefst. Hinar almennu kröfur, sem »R. V. A.« berst fyrir að verkalýðurinn fylki sér um eru þessar: 1. Barátta gegn lengingu vinnu- dagsins, fyrir 7 stunda vinnudegi og 6 stunda vinnudegi í neðanjarðar- námum, við heilsuspillandi vinnu og fyrir unglinga yngri en 18 ára. (Petta er alt saman komið í fram- kvæmd i Rússlandi). 2. Barátta gegn öllum ráðstöfun- um auðvaldsins, sem standa f sam- bandi við gjðrnýtingu þess á fram- leiðslutækjunum, með þvf að hækka

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.