Verkamaðurinn - 22.11.1930, Qupperneq 2
2
VERKAMAÐURINN
Verkalýðurinn svarar.
Siglfirskur verkalýður mótmœlir brottrekstri
Ásgeirs Bl. Magnússonar úr Mentaskóla
Norðurlands.
__________ Sigluf. 21. Nóv. 1930
Fjðlmennur, opinber verklýðsfundur, haldinn í gærkvöidi, samþykti
eftirfarandi ályktun:
»Almennur fundur verklýðsfélaganna á Siglufirði mótmælir harðlega
hinni nýju skólareglugerð dómsmálaráðuneytisins, og telur henni sérstak-
lega véra beint að nemendum úr verklýðsstétt og öðrum uppvaxandi
mentamönnum, sem hafa skipað sér undir merki hinnar vinnandi alþýðu.
Fundurinn skoðar hina nýju reglugerð sem viðleitni auðvaldsins til að
gera alla nemendur að auðsveipnum þjónum borgarastéttarinnar.
Enníremur lýsir fundurinn þyngstu /eiði sinni yfir brottrekstri Ásgeirs
Bl. Magnússonar, og telur hana ekkert annað en pólitíska ofsókn.
Siglfirskur verkalýður skorar á verklýðssamtökin um land alt að hefja
miskunarlausa baráttu gegn reglugerð og skólakúgun Framsóknarstjórnar-
innar, og veita skólanemendum allan þann styrk, er þau mega, til þess
að losna úr þessaii ánauð.
Fundurinn lýsir megnustu fyrirlitningu sinni á þvi athæfi skólameist-
ara, Sigurðar Quðmundssonar, að nota stöðu sína til að halda æsingar-
ræður gegn hinni róttæku verklýðshreyfinu og Ráðstjórnar-Rússlandi, eins
og hann gerði, þegar hann hafði vísað Ásgeiri Bl. Magússyni úr skóla.
Loks skorar fundurinn á nemendur í skólum þeim, sem reglugerðin
nær yfir, að berjast af alefli gegn menningarkúgun þeirri, sem er að
halda innreið sína í skólana og linna ekki látum fyr en reglugerðin hefir
verið afnumin. >■
Qerið jafnvel skólaverkfall ef ekki dugar annað.
Skólanemendur! Standið fast sameinaðir um félaga ykkar, sem beittir
eru kúgun.
Niður með skólareglugerðina !< »Mj51nir.«
og Steinþórs Ouðmundssonar, og
afbakaðar frásagnir af samþyktum
á þingi ungra jafnaðarmanna á
Siglufirði.
Hafi nokkur verið í vafa um það,
að hin svonefnda reglugerð frá f
haust væri stíluð gegn kommúnist-
um, þá hefir Sigurður skólameistari
með framkomu sinni við þetta
tækifæri tekið þar af allan vafa.
Hann notar tækifærið til að halda
yfir nemendum sinum and-komm-
únistiska agitationsræðu, og á sjálfur
fult í fangi með að halda skaps-
munum sfnum í jafnvægi. Jafnvel
rólegri og kurteisri fyrirspurn frá
Ásgeiri Blönda! svarar hann með
þvi að berja í borðið og segja:
»Hér hefi eg einn orðið*.
Pess má geta í þessu sambandi,
að Ásgeir Blöndal er, eins og Egg-
ert félagi hans, frábærlega efnileg-
legur námsmaður. Bæði skólameist-
ari og kennarar skólans hafa jafn-
an litið á hann sem afburðamann
á því sviði, og síðast i haust var
honum falið að kenna í skólanum,
í forföllum eins kennarans. Hann
er frábær reglumaður, og ekkert í
fari hans eða framkomu gaf ástæðu
til aðfinslu. Sem burtrekstrarsök er
ekkert tilgreint annað en greinin í
Rétti. Með burtrekstri þessara tveggja
skólapilta er því slegið föstu, að
engir mannkostir eða hæfileikar
réttlæti þá regin synd hjá nemanda
f skóla, að hafa ákveðna skoðun i
opinberum málum og vit og dirfsku
til að rökstyðja þá skoðun í riti.
Forystuna í ofsókninni á hendur
sjálfstæðri lífsskoðun nemanda hef-
ir sá maður, sem sjálfur hefir þá
reynslu frá sfnum skólaárum, að
minstu munaði að hann yrði rek-
inn úr skóla fyrir það að komast
f andstöðu við kennara sína. Pað
lætur dável í eyrum hjá Sig. Guð-
mundssyni, sem sjálfur var stofnandi
fétagsskapar, er hafði að markmiði
að koma ákveðnum lögum í land-
inu fyrir kattarnef, með lögbrotum ef
ekki gengi á annan veg, að smjatta nú,
15—18 árum síðar, á rikisholtustu
og löghlýðni frammi fyrir nemend-
um sfnum. Og kennaraliðið við
skólann er samtaka um það, að stofna
ekki framtíðarvonum sínum f hættu.
Sem einn maður eru þeir
»á reipi ráðherrans,
og renna ei burt frá honunu.
Dóm sinn byggja þeir á þeim
forsendum, að »bréf ráðherrans*,
hafi verið brotið. Með örlög toll-
þjónsins á ísafirði fyrir augum þykir
þeim varlegast að vekja ekki á sér
grun um sjálfstæðan vilja. Og flest-
um þeirra er líklega vel vært í þeim
efnum. Peir hafa líklega fæstir átt,
ungir eða miðaldra, þær hugsjónir
eða þann sannfæringarþrótt, sem
þeim Eggert og Asgeiri má nú
blæða fyrir. Pegar litið er yfir kenn-
aralið Mentaskóla Norðurlands,
hvarflar hugurinn ósjálfrátt að hend-
ingunum hans Steingríms:
»Eg brosi’ að þér, mig bítur
ei þinn hnýfitl,
þú biðukolla, sem varst aldrei
fífill*.
f skjóli umsvifamikillar valdstjórn-
ar, sem ekki virðist hræðast neitt eins
og uppvaxandi spírur gróandi hug-
sjóna, geta hnýfilstungurnar gengið
svo nærri að brosið fari af f
bili. En það sakar ekki. Píslar-
vottarnir hafa altaf, undantekning-
arlaust, borið sigurinn af hólmi, og
það jafnt hvort píslarvættið hefir
leitt þá út í opinn dauðann eða út
f útskúfun úr mannlegu félagi sinn-
ar samtíðar.