Verkamaðurinn - 01.05.1931, Síða 2
2
VERKAMAÐURINN
sigurhátíð, þar, sem verkalýðurinn
fagnar framgangi og fullkomnun
skipulags síns. Pá hvetja verkamenn-
irnir hver annann til dáðríks starfs
á komandi ári, í þágu heildarinnar,
og heitstrengja nýjar heitstrengingar
um framkvæmdir og fyrirætlanir í
uppbyggingarstarfinu.
í Ráðstjórnarrfkjunum er 1. og 2.
maí almennur frídagur.
Hér á landi er komið stutt áleið-
is með að skilja og meta gildi
dagsins, skilja þá óhemju þýðingu
að allur verkalýður safnist saman
þann dag og beri fram réttmætar
krðfur sínar um bætt lífsskilyrði,
eins og félagarnir i öðrum löndum
gera, safnist saman til að hvetja
hvern annan i baráttunni fyrir til-
veru sinni. Og treysta kraftana þar
til kemur að úrslitaorustunni, þeg-
ar hin vinnandi stétt landsins veltir
af sér ánauðarokinu og tekur í sínar
hendur yfirstjórn allra mála sinna.
Að því marki á allur verkalýður-
inn að vinna.
Félagar, fram til baráttu 1. maí.
Treystum kraftana og berum ótrauð-
ir fram kröfur okkan
Regar hin starfandi hönd leggur
ekki hönd að verki, þá stöðvast
atvinnufyrirtækin, yfirstéttin finnur
til máttar verkalýðsins.
Neitið þessa afls og haldið hátíð-
legan í. mai.
Húsabyggingar i Rússlandi.
Samkvæmt ákvörðun ráðstjórnar-
innar á að byggja ibúðarhús fyrir,
samtals í öllu landinu, 2.640 milj.
króna. Hefir það i för með sér, að
meir en 10 milj. m1 2 gólfflðtur bæt-
ist við.
Fyrir utan þetta ætla samvinnu-
byggingarfélögin að byggja fyrir
1080 milj. króna.
100000 pýskir verkamenn
fengu atvinnu aftur, er Rússland
ákvað að kaupa þýskar vðrur fyrir
um 300 milj. marka. Mun þýska
þingið veita ríkisábyrgð fyrir allri
þeirri upphæð. Stórþjóðirnar óttast
ekki að veita rikisábyrgð fyrir af-
urðasölu til Rússlands, en íslensku
valdhafarnir þverskallast, þótt nauð-
synin sé knýjandi.
Verklýðsæskan og 1. ntai.
í dag er 1. maf, kröfudagur alls
verkalýðsins, baráttudagur þeirrar
stéttar er mest hefir skapað en
minnst hefir notið auðæfa heimsins.
Pennan dag gengur verkalýðurinn
fylktu liði undir rauðum fánum.
Renna dag ber hann fram krðfur
sínar og stillir fótatak sitt við söngva
sína. Pennan dag minnist hann á
framtíðarvonir sínar með orðum og
verkum. Fótatak verkalýðsins lætur
í eyrum borgaranna sem þung
undiralda, er boðar stórviðri. Kröf-
ur hans er dauðasök þess þjóðfé-
lags, er eigi getur uppfyllt þær.
Fánarnir eru rauðir af blóði þeirra
er fórnað hafa lífi sinu fyrir sigur
stéttarinnar. Og söngvarnir eru
tvennt í einu greftrunarsálmar þessa
skipulags og söngvar framtíðarinnar.
Á slíkum stundum finnur verkalýð-
urinn betur en nokkru sinni áður
sameiginlega hagsmuni sina. Á slík
um stundum veit hann hvert hann
á að snúa vopnum sínum. Hann
verður samstilltari og markvísari en
áður. Og verklýðsæskan, hún er
líka einn hluti verkalýðsins, sá hlut-
inn, er mest veltur á um framtíðina.
Hún er líka kúguð og arðrænd og
hefir sinar kröfur fram að færa.
Pessi hluti verkalýðsins á að læra
að beita vopnum feðra sinna enn
betur og snarpar, þess vegna á hún
að fylkja sér um kröfur allrar stétt-
arinnar, þvi það eru hennar eigin
kröfur og dagar stéttarinnar eru
hennar dagar. Pess vegna fylkist
verklýðsæskan um heim alllann um
1. maí með því hugsjónaafli og eld-
huga, er einkenna æskuna.
Verkalýðsæska Akureyrar mun
fara að dæmi stéttarbræðra sinna,
það á 1. mai að sýna.
F U. K.-félagi.
Látin er á heilsuhæii í Danmörku Hólm-
fríður Sigvaldadóttir, Þorsteinssonar. — Var
lík hennar brent í Kaupmannahöfn i gær
kl. 12 á hád. — Á sama tíma fór fram,
hér i kirkjunni, minningárathöfn.
Landhreifisun.
Spánska lýðveldið festist óðum f
sessi. Burt úr landinu flýr aðallinn
og margt af yfirstéttarlýðnum. Fær
hann að fara i friði og taka með
sér auðæfi sin og skartgripi. Er
mikil landhreinsun að slíkum lýð.
Til landsins flykkist aftur á móti
mikill fjöldi landflótta manna, sem
hefir orðið að lifa fjarri landi sínu
á tímabili einræðisins. Er mikill
fagnaðarfundur og hátíðahöld á
járnbrautarstöðvunum við ianda-
mærin, því margir fagna þeim heim-
komnu.
Múgurinn hefir opnað mörg
fangelsi og hleypt út úr þeim poli-
tískum föngum. Hefir stjórnin látið
það afskiftalaust, en gert þeim, sem
slept • hefir verið á þann hátt, að
skyldu að koma daglega á lögreglu-
stöðvarnar og tilkynna nærveru sina,
til að sýna að þeir væru ekki flún-
ir úr landi. Hefir stjórnin, með
þessari afstöðu sinni unnið sér
hylli mikla.
Eftir þeim tilkynningum, sem
stjórnin hefir gefið út, mun hún
ætla að gæta hins fylsta lýðræðís f
störfum sinum og meta þingið sem
ber.
Einnig hefir hún tilkynt að hún
ætli að láta alla ráðherra, sem setið
hafa við völd, siðan einræðið hófst,
sæta ábyrgð gerða sinna. Hafa allir
ráðherrarnir tekið þann kost, að
flýja úr landi.
Um afturkomu konungsins til
Spánar farast stjórninni þau orð, að
tæpast þurfi að óttast að hann leiti
þangað, því stjórn hans á landinu
og fjármálum þess, hafi verið, eftir
þvf, sem fljót rannsókn hafi leitt í
Ijós, þannig, að hann muni aldrei
voga sér inn fyrir landamæri Spánar.
Kveðst stjórnin viðurkenna fult
skoðana og trúfrelsi og viðurkenna
fullan rétt verkalýðsins, sem aðila f
kaupsamningum og fult samtaka-
frelsi hans.
1. maí hefir stjórnin ákveðið að
tilkynna að átta stunda vinnudagur
skuli löghelgaður.
1 tunnuverksmiðjunni slasaðist maður
fyrir nokkrum dögum, misti hann tvo
fingur.