Verkamaðurinn - 01.05.1931, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN
Nokkrir alþjöðlegir söngvar verkalýðsins,
ALÞJÓÐASÖNGURINN.
(Internationale).
Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum.
og boða kúgun ragnarök.
Hverja stoð fúna burtu vér brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag!
Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.
Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internationale
mun tengja strönd við strönd.
VARSJÁ-SÖNGURINN.
(Warschawj'anka).
Uppreistin breiðist svo ótt yfir landið.
Upp, upp til vopna þú kúgaða stétt.
Skyldan, hún kallar til orustu alla.
Afl móti valdi, þá sigrum við létt,
því við eigum frelsis ólgandi elda.
Upp hef jum blóðrauða fánann með dáð.
Verkamenn fylkjumst nú féndunum móti.
Fram, nú skal síðasta orustan háð.
:,: Fram, allslausi múgur, engu' áttu að tapa
öðru en hlekkjum, þín lausn er þi'tt starf.
Bráðum skal öreigans alræði drottna.
Þá er okkar tími að bæta Vorn arf. :,:
FRAM ALLIR VERKAMENN.
(Söngur ítölsku verkamannanna).
Fram, allir verkamenn, og f jöldinn snauði
:, :því fáninn rauði:,:
Fram, allir verkamenn, og f jöldinn snauði
því fáninn rauði vort merki er.
:, :Því f áninn rauði okkar merki er:,:
Lifi kommúnisminn og hinn rauði her:,:
:,:Lifi Lenin og hinn rauði her.%:
Sultur og neyð hefir nagað oss alla.
Níðingsins þjóðfélag bráðum er nár.
Brjótum því nú hina bölvuðu hlekki.
Blóðhefndin ein getur læknað vor sár.
Með lífinu höfum við hugsjónir goldið,
sem hefja til frelsis hinn kúgaða lýð.
Fram, því í vígið, sjá fánunum blæðir.
Fram, rauði herinn er búinn í stríð.
:,: Fram, allslausi múgur...... o. s. frv. :,:
HIÐ RAUÐA HERGÖNGULAG.
(Briider sur Sonne).
Bræður, til ljóss og til lausnar. :, :Þrár ykkar himninum hærra
Laðar oss heillandi sýn. hrópa uns nóttin er Iýsfc:,:
:, :Fögur mót fortíðar myrkrum
framtíðin ljómandi skín:,: Bræður, hver hönd tengist höndum.
Hlægir oss dauði og níð.
Endalaus miljóna móða :, :Hlekkir að eilífu hverfa.
máttug úr nóttinni brýst. Heilagt hið síðasta stríð:,:
Hlutdrægni útvarpsins.
Lengi hefir þess verið vænst, að
útvarpið flytti pólitískar umræður
ttjórnmálaf lokkanna i landinu. Bjugg-
ust flestir við að frá alþingi yrði út-
varpað talsverðu af ræðum þing-
manna, en það brást algjörlega.
En nú hefir útvarpsráðið tilkynt,
að pólitískar umræður hefjist í út-
varpinu og að »stjórnmálaflokkun-
um þremur< verði leyfður jafn
r*ðutimi.
Fjórði flokkurinn »Kommúnista-
flokkur íslands* er úlilokaður, enda
mun borgaraflokkunum .þremur' og
stjórnendum útvarpsins eigi þykja
ráðlegt að sá flokkur fái að bera
fram kenningar sfnar í gegnum út-
varpið, samtímis sem honum gæfist
kostur á, að draga fram, í sambandi
við umræður flokkanna, þá stór-
feldu yfirburði, sem kommúnistiskt
skipulag hefir fram yfir glundroða-
skipulag borgaraflokkanna.
Umræður þessar verða þrjú kvöld
í rðð, mánud., þriðjud. og miðvikud.
Fær hver flokkur alt að 35 mín. í
einu. f næstum tvo tima á kvöldi
verður útvarpað þessum umræðum
og hefst kl. 8 e. m. 611 kvðldin.
Ungir kommúnisiar
í Pýskalandi, hafa á undanförnum
árum, haft fundarhðld mikil í Berlín
um páskana. Einnig í ár ætluðu
þeir að gera hið sama og hafði tilkynt
komu sfna fjðldi fulltrúa frá öðrum
lðndum. En nú tók hin socialdemo-
kratista lögreglustjórn til og bannaði
fundina og allar krðfugðngur. Prátt
fyrir bannið voru fundirnir haldnir
og gengnar krðfugöngur, en lög-
reglan handtók mikinn fjðlda.
Fiskafli mikill er hér úti fyrlr, þegar
gefur. A laugardaginn var, fékk bátur úr
Ólafsfirði 12000 kg. í róðri.