Verkamaðurinn

Eksemplar

Verkamaðurinn - 10.09.1932, Side 2

Verkamaðurinn - 10.09.1932, Side 2
2 VERKAMAÐURINN Samfylking verkalýðsins. Verkalýður Akureyrar ræðir samfylkingarmál sín. Síðastliðið fimtudagskvöld boð- aði samfylkingarlið verkamanna og kvenna af vinnustöð Söltunar- félags verkalýðsins, til fundar í Verklýðshúsinu til að ræða um skipulagningu samfylkingarliða og hópa á vinnustöðvum bæjarins og meðal atvinnuleysingja. Var fundarsalurinn nærri fullur af verkamönnum og konum af flest- um vinnustöðvum bæjarins. ákveðið, að einungis Alþýðu- flokksmenn eigi rétt til fulltrúa- eætis innan verklýðssamtakanna. Vildi hann ógjarna svara því, hvort þau verklýðsfélög, sem kysu aðra en Alþýðuflokksmenn á Al- þýðusambandsþingið í haust, yrðu útilokuð frá fulltrúaréttindum, en verkafólkið víðsvegar um salinn rak svo hart eftir að loksins stundi hann því upp, að slíkir fulltrúar myndu ekki með hans atkvœði, teknir gildir. Varð þá almennur kurr um sal- inn og hafði það þau áhrif á vara- forsetann að hann misti stjóm á geði sínu og þar sem hann var sá, er síðastur átti að tala, því öðrum var neitað um orðið, enda orðið framorðið, gat hann skákað í því skjóli og helti sér yfir menn per- sónulega. Urðu þá köll nokkur um salinn og hrópaði hetjan þá: »Far- ið þið út« og fundarstjóri tók und- jr. Kvað þá við um salinn: »Já, við skulum fara út« og tæmdist salurinn að mestu á fáum mínút- um en H. V. flýtti sér að slá botn- inn í blessunina. Varð þessi makalausi fundur þannig til að sýna verkalýðnum, hvemig þessir »stóru karlar«, sem auglýstir voru, urðu að »litlum körlum«, af því málstaðuri'nn sem þeir fluttu var illur. Umræður urðu hinar fjörug- ustu, glöggar og góðar skýrslur gefnar um ástandið á vinnustöðv- unum og tóku margir verkamenn til máls. Bar öllum saman um að nauðsyn bæri til að stofna sam- fylkingarlið með verkafólki á vinnustöðvunum á hreinum stétt- argrundvelli án tillits til stjórn- málaskoðana, til að berjast, fyrst og fremst fyrir því að atvinnurek- endur greiddu verkakaup það sem samkvæmt lögum og rétti verka- fólksins ætti að vera fyrir löngu greitt. Var á fundinum samþykt með öllum greiddum atkvæðum, að stofna slík samfylkingarlið á vinnustöðvum þeim, sem það ekki hafði verið gert áður og nefnd kosin til að hafa forustu og fram- kvæmdir í því máli. Var þá af kommúnistum lesin upp, til athug- unar, og rædd eftirfarandi sam- fylkingarstefnuskrá fyrir verka- lýðinn: Barist skal: 1. Gegn öllum launalækkunum, beinum og óbeinum, en fyrir hækkun launanna, samsvarandi verðhækkun nauðsynja. 2. Fyrir hækkun hinna raun- verulegu launa, sérstaklega fyrir þá hluta verkalýðsins, sem lægst eru launaðir, t. d. vega-, síma- og landbúnaðarverkamenn o. fl. 3. Fyrir 8 stunda vinnudegi án skerðingar daglaunanna. 4. Gegn hlutafyrirkomulagi við fiskveiðar, en fyrir föstum laun- um. 5. Gegn allskonar ákvæðisvinnu. 6. Fyrir atvinnubótum af hálfu ríkisins og bæjarfélaga. 7. Fyrir styrkjum til allra at- vinnuleysingja á kostnað ríkis og atvinnurekenda. 8. Fyrir atvinnuleysistrygging- um. 9. Fyrir skattfrelsi atvinnuleys- ingja, ókeypis rafmagni, eldsneyti o. fl. til þeirra og fyrir ókeypis út- býtingu óseljanlegra vörubi'rgða banka og auðmanna. 10. Gegn nýjum tollahækkunum og fyrir afnámi allra tolla á lífs- nauðsynjum. 11. Gegn öllum innflutnings- höftum, sem koma harðast niður á hinum vinnandi stéttum. 12. Fyrir hækkun fátækrastyrks til veikra, fatlaðra og annara þurf- andi manna og gegn því að styrk- ir til þeirra séu veittir sem fá- tækrastyrkir er takmarka þjóðfé- lagsleg og pólitísk réttindi þeirra sem styrkinn þiggja. 13. Gegn öllum sveitflutningi og allri þvingunarvinnu. 14. Gegn útilokun róttækra verkamanna úr verkamanna- og fagfélögum og gegn klofnings- starfsemi sosialdemokratisku for- ingjanna en fyrir fullu lýðræði og sj álfsákvörðunarrétti meðlimanna í verklýðs- og fagfélögunum og gegn fullnaðarumboði til samn- inga í kaupdeilum fyrir stjórnir eða nefndir. 15. Fyrir útilokun atvinnurek- enda og umboðsmanna þeirra úr verklýðs- og fagfélögum. 16. Fyrir að koma þeim verka- mönnum í stjórnir verklýðs- og fagfélaganna, sem berjast ákveðið fyrir þessum kröfum. 17. Fyrir sköpun fagfélaga á grundvelli stéttabaráttunnar og sameiningu þeirra á landsmæli- kvarða. 18. Fyrir bandalagi verklýðs- stéttarinnar við smá- og meðal- bændur og fátæka fiskimenn f baráttunni móti auðvaldinu. 19. Gegn'ofbeldisstjórninni, sem nú situr að völdum. 20. Fyrir samfylkingu allra verkamanna og vinnandi stétta, án tillits til hvort þeir eru félags- bundnir eða ófélagsbundnir og hvaða pólitískum flokki þeir til- heyra, til baráttu fyrir þessum kröfum. i 21. Fyrir sameiningu verkalýðs- ins um V. S. N. sem faglegs bar- áttusambands. í Var sýnilega ríkjandi á fundin- um lifandi áhugi verkalýðsins fyr* ir stéttarsamtökunum og skilning-

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.