Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 16.06.1936, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 16.06.1936, Blaðsíða 2
> þessu hafi Erlingur framið póli- tískt sjálfsmorð. A fundinum var samþykt með öllum greiddum atkvæðum 6 kr. lágmarksverð á bræðslusíld. Eftir fundinn er það alment tal- ið, að samþykt hans um kaupkjör sjómanna geti enginn tekið mark á. Samnivgar við íngvar og Helga Verkfallsmenn létu fundarsam- þykt sjómannafundar útgerðar- manna engin áhrif hafa á sig. Skömmu eftir fundinn, þfegar Ing- var Guðjónsson ætlaði að fara að láta flytja nætur um borð í skip sín, fór stjórn verkfallsins til hans og tilkynti honum, að hann fengi alls ekki að hreyfa næturnar fyr en hann væri búinn að gera skrif- legan samning við Sjómannafélag Norðurlands um að lögskrá á skipin samkvæmt kröfum félags- ins. Ingvar Guðj., sem var nú bú- inn að gera samning við umboðs- mann Alþýðusambandsstjórnar- innar, Erl. Friðj., um 150 kr. lág- markstryggingu, sá sér nú ekki fært annað en að ganga að kröf- um verkfallsmanna og semja við Sjómannafélag Norðurlands, og ó- nýta þar með smánarsamninginn, sem hann gerði við Erling Friðj- ónsson, sem þó hafði hið sterka Alþýðusamband að baki sér. Síðar um kvöldið neyddist svo einnig Helgi Pálsson til þess að gera samning við Sjómannafélag- ið og láta lögskrá á g.s. Jarlinn samkvæmt kröfum félagsins, og var nú lögskráð á Jarlinn í þriðja sinn, því Helgi treysti nú alls ekki á aðstoð Erl. Friðj. I fyrsta sinn var skrásett án nokkurrar lágmarkstryggingar, í annað sinn með 150 kr. lágmarkstryggingu auk fæðis og loks með 200 kr. lág- markstryggingu auk fæðis. Tókst Sjómannafélagi Norður- lands þannig að knýja þessa tvo útgerðarmenn til þess að gera samninga um mun hærri kaup- kjör en þeir höfðu gert við Erl. VERKAMA Ð U RIN N Friðj., fulltrúa Alþýðusambands- stjórnarinnar. Barátta broddanna i stjórn Sfdmannafélags Rvikur gegn 200 kr. tryggingunni. Ósvifnum lygum beitt. S. 1. laugardag þegar útgerðar- menn hér voru að reyna að lokka sjómennina til að fallast á 150 kr. lágmarkstrygginguna, breiddu þeir út þá lýgi, að BÚIÐ VÆRI að semja í Reykjavík um þá tryggingu. Sannleikurinn er þó sá, að fyrst þann dag var það að stjórnir sjómannafélagsins og vélbátaútgerðarmanna urðu ásátt- ar um tillögur, sem síðan voru lagðar fyrir fund í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur SÍÐARI HLUTA SUNNUDAGSINS. Útgerðarmenn hér lugu þannig vísvitandi í há- seta sína, í þeim tilgangi að fá þá til að fallast á 150 króna trygg- inguna. Broddarnir í Sjómannafélagi Reykjavíkur urðu þó ekki eftir- bátar útgerðarmanna hér um lyg- arnar. Fyrir fundi Sjómannafélags Reykjavíkur á sunnudaginn lá símskeytí héðan, þar sem skýrt var frá þeim samningum, sem Sjómannafélag Norðurlands þá þegar hafði náð við Ingvar Guð- jónsson og HeTga Pálsson um 200 kr. lágmarkstryggingu. En Sigur- jón Ólafsson leyfði sér að bera jþað fram á fundinum, að sím- skeytið væri blekking ein, að Sjó- mannafélag Norðurlands hefði engum samningum náð og að bar- átta þess vœri alveg brotin á bak aftur. Með slíkum regin lygum tókst broddunum í Sjómannafélagi Reykjavíkur að blekkja suma af þeim fáu sjómönnum, sem þaðan voru ófarnir, og með aðstoð alls- konar samtínings, er þeir skröp- uðu á fundinn, að knýja fram samþykt félagsins um 150 kr. trygginguna. En sjómenn hér fyrir norðan, sem vissu hvernig baráttan stóð og hvaða sigrar þegar höfðu unn- ist, létu þetta ekki á sig bíta. Þeg- ar tilraun, sem bygð var á mis- skilningi að sumu leyti, var gerð til að setja fram m.b. Helgu, hindruðu verkfallsmenn framsetn- inguna og á sjómannafundinum hér á sunnudagskvöldið, var þrátt fyrir þessar fregnir frá Rvík sam- þykt EINUM RÓMI að halda á- fram baráttunni fyrir 200 króna tryggingunni YFIR ALLAN FLOTANN. Það hefir líka Sjó- mannafélag Norðurlands gert og með stöðugt vaxandi árangri, eins og skýrt er frá annarstaðar í blaðinu. Þeirri baráttu skal haldið áfram þar til fullum sigri er náð. Kolun á g.s. Itúnu hindruð. Eftir hádegi í gær ætlaði línu- veiðarinn Rúna að taka kol hjá K. E. A. á Oddeyrartanga, en hóp- ur verkfallsmanna kom þá á vett- vang og voru reiðubúnir að stöðva vinnuna ef með þyrftij Verkstjóri K. E. A. lýsti því þá yfir, að kolin mundu ekki verða látin af hendi í banni Sjómanna- félagsins. Úgerðarmaður skipsins, Hjörtur Lárusson, var ekki við- staddur, þegar vinna átti að hefj- ast og var lengi beðið eftir að hann kæmi, til þess að undirskrifa samninga við Sjómannafélagið, svo kolun gæti átt sér stað. Þegar svo loks útgerðarmaður kom á staðinn, lét hann þannig, að ekki var manni samboðið. Varð ekkert af vinnu við skipið, því útgerðar- maður neitaði öllum samningum. 1 gærkvöldi kom svo skipstjóri skipsins og undirskrifaði skuld- bindingu um það, að lögskrá ekki á e.s. Rúnu fyrir önnur kjör en Sjómannafélags Norðurlands. Verkfallsverði mispyrmt. 1 gærkvöldi var verkfallsvörður við g.s. Ólaf og réðist þá skipstjór- inn, Guðmundur Guðmundsson, á einn manninn, sem var á verði — Erlend Indriðason — og mis-

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.