Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 16.06.1936, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 16.06.1936, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN S þyrmdi honum. Við læknisskoðun kom í ljós, að miðhandarbein lítla- fingurs vinstri handar var þver- brotið. Erlendur er heldur heilsuveill maður, svo skipstjóra veittist til- tölulega auðvelt að sýna „hetju- skap“ sinn á honum. Sjómannafélagsfundur seint í gærkvöldi, samþykti með öllum greiddum atkvæðum eftirfarandi ályktun um þetta tiltæki Guð- mundar: „Fundur sjómanna, haldinn í Verklýðshúsinu að kvöldi 15. júní 1936, lýsir andstygð sinni á fram- ferði Guðmundar Guðmundssonar skipstjóra á g.s. „01af“, er hann í dag misþyrmdi og beinbraut einn af verkfallsvörðum sjómanna, Er- lend Indriðason, sem er heilsuveill og hafði því eigi þrek gegn rib- baldahætti skipstjórans. Fundurinn mótmælir harðlega þessu framferði skipstjórans, og krefst þess, að hann verði látinn sæta fullri ábyrgð fyrir.“ Málið hefir verið afhent lög- reglunni. IJtgerdarmem Uíta undan kröfuin sjómanna. Þegar þetta er skrifað hefir helmingurinn af síldveiðaskipa- flota Akureyrar gert samninga við Sjómannafélag Norðurlands eða skrásett samkvæmt taxta þess. Vex þróttur sjómannasam- takanna með hverjum degi (rúm- lega 20 manns hafa gengið í fé- lagið síðan deilan hófst) og síðast i gærkvöldi samþykti fundur sjó- manna einum rómi að halda fast við kröfur sjómanna uns allir út- gerðarmenn hér hafa lögskráð á skip sín samkvæmt taxta Sjó- mannafélags Norðurlands. Sú samþykt mun verða fram- kvæmd engu síður viðvíkjandi þeim skipum sem eftir er að lög- skrá á, en þeim, sem þegar hafa lögskráð. — Það er réttlætiskrafa sem allur almenningur í bænum er reiðubúinn að hjálpa sjómönn- um til að knýja fram. Stríðshættan Ekkert er jafn ofariega á dagskrá þjóðanna sem hið yfirvofandi heims- stríð. f Abessiníu hefir staðið yfir stríð í marga mánuði, daglega eru þar háð hin svívirðilegustu níðings- verk með allri þeirri grimd, sem fasismanum tilheyrir. í Asíu er Japan vígbúið til tann- anna og gerist með hverjum degi ósvífnara í árásum sínum á Kína og landainæri Sovétlýðveld- anna. Síðast en ekki síst eru það þýsku fasistarnir sem ógna friðnum með her sínum í Rínarlöndunum, og má búast við á hverri stundu, að Þjóðverjar geri árás á eitthvert sinna nágrannalanda. Einmitt þegar Hitler talar sein hæst um frið, má búast við árás frá fasistunum, því það er þeirra herbragð, að koma sem flestum að óvörum, enda eykst þeim ásmegin við það að sjá hvað slælega eru framkvæmd refsiákvæði Þjóðabandalagsins gagnvart ítölum, þar sem engin þjóð hefir að öllu leyti gegnumfært þau, nema Sovét- lýðveldin, munu þeir treysta því, að það saina muni gilda þó þeir rjúfi friðinn. Á hvern hátt, sem Þjóðverj- ar byrja stríðið, þá er öllum ljóst, bæði af þeirra eigin pólitík og yfir- Iýsingu Hitlers í »Mein Kamp?«, og mörgum ræðum hans og hans gæð- inga, að aðalvopnum sínum ætla þeir að beita gegn Sovétlýðveldun- um, ríki verkalýðsins og aðalvígi alls ^verkalýðs á heiinsmælikvarða. í Skandinavíu eru helstu leiðtogar borgaranna að reyna að telja fjöld- anum trú um, að Norðurlönd muni gcta verið hlutlaus í komandi stríði eins og verið hafi í því síðasta, þrátt fyrir það, að allt viðhorf cr gerbreytt frá því sem þá var, þrátí fyrir að Hitler lætur sínar hernaðar- flugvélar æfa sig innan danskra landamæra án þess að stjórnin þar þoti að mótmæla, og þýsku fasist- arnir láta hiklaust í ljósi að þeir ætli einir að ráða í Eystrasalti. I Svíþjóð hafa fasistarnir miðstöð fyrir sína útbreiðslustarfsemi i Skandinavíu, sína bóka- og blaða- útgáfu óhindrað frá stjórnarinnar hálfu. enda hafa stærstu burgeisarn- ir hag af stríðsundirbúningi Þýska- lands. Síðastliðið ár steig sala á málmi frá Svíþjóð, sem mest var selt til Þýskalands, um 7^ miljón kr. — Hlutleysi það, sem borgararnir tala um, er það, sem þeir fram- kvæmdu undir síðasta stríði, rökuðu saman offjár, með sölu stríðsvara og flutningi á vörum milli stríðs- landanna og eru því samábyrgir í öllum hörmungum stríðsins. Alt hjal um hlutleysi er mest til að halda verkalýðnum frá því að undirbúa sig til að gera skyldu sína og snúa vopnunum að sínum eigin böðium, borgarastétt síns eigin lands og verja Sovétlýðveldin, ef að til stríðs- ins kemur, því þó að fasistarnir þýsku muni að líkindum fyrst ráð- ast á sín nágrannaríki, er það fyrsta sporið á leiðinni til Rússlands. Hér heima vilja borgararnir halda fólkinu í þeirri trú, að komandi stríð muni ekki koma okkar þjóð mikið við, þing og stjórn virðist ekki gera neinar varúðarráðstafanir til trygg- ingar pólitísku og fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar ef til stríðs kemur. Allir, sem muna eftir ástandinu hér á tímum síðasta stríðs, muna eftir dýrtíðinni og skortinum, sem öll alþýða manna varð að búa við, vöntun á öllum þægindum og skömt- un rándýrra nauðsynjavara, en bur- geisastéttin græddi. Gamla konan sem blessaði stríðið, af því að versl- un sonar hennar græddi, talaði fyrir munn íslensku borgarastéttarinnar. Síðan hafa mótsetningarnir skerpst og borgarastéttin íslenska eins og annarstaðar hefir sýnt að hún svífst einskis til að viðhalda valdi sínu og áhrifum, nú þegar hún sér stéttar-; meðvitund verkalýðsins vakna og þekkir þar sinn banamann. Má í því sambandi benda á hina opnu út- breiðslustarfsemi á þýska fasism- anum, sem Morgunblaðið hefir rek- ið nú siðustu tímana, og það nána samband sem afturhaldssömustu öfl íhaldsflokksins hafa við fasistana þýsku, landráðasamningana, sem L

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.