Verkamaðurinn

Issue

Verkamaðurinn - 18.07.1936, Page 1

Verkamaðurinn - 18.07.1936, Page 1
VERKAJjQgURINN Utgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XVIV. árg. Akureyri, laugardaginn 18. júlí 1936. 57. tbl. SÍLDARVINNUKAUPIÐ. Síldarsaltendur vilja held- ur vinnustöðvun en ganga að miðlunartill. ,Einingar‘. Kaupfélag Eyfirðinga vísar verkakonum sínum til félags atvinnurekenda! Er samningur Erl. eilífur? Eins og kunnugt er, hefir Erl- ingi Friðjónssyni undanfarin ár — með góðu samstarfi við atvinnu- rekendur — tekist að halda vinnulaunum kvenna við síldar- verkun allmiklu lægri en greitt er annarstaðar, þar sem síldarverk- un fer fram. „Verkam.“ hefir áð- ur (í 55. tbl.) birt samanburð á síldarvinnukaupinu hér, á Siglu- firði og í Hrísey. En síðan hefir „Verkam.“ fengið vitneskju um, að á öllum söltunarstöðvunum vestur undan: Sauðárkrók, Skaga- strönd og á Steingrímsfirði — þar sem alment kaupgjald er þó miklu lægra en hér á Akureyri — er greitt fyrir aðalverkunarað- ferðina (matjesíldina) kr. 2.25 pr. tunnu, eða það sama og „Eining“ nú hefir farið fram á við síldar- saltendur hér. En í skjóli þess „samnings11, sem atvinnurekendafélagið hér hefir við Erling Friðjónsson, hafa salt- endurnir samt ákveðið að hafna hinum mjög vægu miðlunartillög- um verkakvennafélagsíns ,Eining‘, og hafa neytt Stefán Jónasson til að svíkja það loforð, sem hann var húinn að gefa um að greiða nú- verandi kauptaxta „Einingar“. Má segja, að Stefán sé þeim furðu leiðitamur, eftir þá meðferð, sem hann af þeirra hálfu, fékk í sjó- mannadeilunni í sumar. Sl. þriðjudag fór formaður „Ein- ingar“, Áslaug Guðmundsdóttir, ásamt nokkrum konum, sem vinna hjá K. E. A., til Vilhjálms Þór að ræða við hann um síldarvinnu- kaupið. En Vilhjálmur sagðist enginn samningsaðili vera, og vís- aði verkakonunum, sem vinna hjá kaupfélaginu „sínu“ til félags at- vinnurekenda. — Þótti konunum nú vera annað hljóð í strokknum en á 50 ára afmælisfagnaðinum um daginn enda virðist það harla undarlegt, ef Páll Einarsson og Axel Krisjánsson eiga að semja við verkafólkið fyrir hönd Kaup- félags Eyfirðinga. Eftir að saltendur þannig höfðu gersamlega neitað miðlunartillög- um „Einingar“, hafði hún félags- fund s. 1. miðvikudagskvöld, þar sem ákveðið var, í einu hljóði, að beita vinnustöðvun á söltunar- stöðvunum til að knýja fram kauptaxta „Einingar.“ Var kosin verkfallsnefnd úr hópi síldar- vinnukvennanna til þess — ásamt stjórn Verklýðssambands Norður- lands, sem jafnframt var leitað til — að skipuleggja og leiða barátt- una. Hefir saltendum þegar verið tilkynt, bréflega, þessi ákvörðun. Og' ef þeim reynist tafsöm söltun- in, þegar síldin fer aftur að vaða fyrir alvöru, þá skulu þeir sjálf- um sér um kenna, en ekki „Ein- ingu“, sem hefir lagt kapp á að ná friðsamlegu samkomulagi, og hefir til þess slegið allmikið af sínum fyrri kröfum. Til undirbúnings deilunnar hafa þegar verið gerðar nauðsyn- legar ráðstafanir. Sjómönnum á þeim skipum, sem leggja hér upp síld til söltunar, hefir verið skrif- að ítarlega um málið, og má fylli- lega gera ráð fyrir, að sjómenn- irnir endurgjaldi nú landverka- lýðnum þá dýrmætu aðstoð, sem þeim var veitt í sjómannadeil- unni. Enda hafa þegar borist svör í þá átt. Sett hefir verið í gang undir- skriftasöfnun meðal sfldarvinnu-

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.