Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 01.08.1936, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 01.08.1936, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Atvinnuleysið. Hér raeð tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að jarðarför okkar kæru móð- ur og ömrau, Guðrúnar Sigurðardóttur, sera andaðist þann 28. júlí, fer fram frá kirkjunni þriðjud. 4. ágúst kl. 1. Fyrir bönd aðstandenda. Kristfn Jónsdóttir. sagði að sig „minnti“ að hann hefði neitun gjaldeyrisnefndar- innar í símskeyti. Verður að krefjast þess, að bæj- arstjóri fullvissi sjálfan sig og bæjarstjórnina um það, hvort neitun á innflutnings- og gjald- eyrisleyfinu liggur fyrir eða ekki. — Að hinu leytinu verður að víta það harðlega, ef svo reynist, að Jón Sveinsson fari hér með „slúð- ur“ eitt. En sé innflutnings- og gjaldeyr- isleyfi á efni til bátakvíarinnar fá- anlegt, er sjálfsagður hlutur að efnið verður að panta tafarlaust og framkvæma verkið, eins og fjárhagsáætlun hafnarinnar gerir ráð fyrir. Er þá eðlilegt, að kreppulánasjóðsbréfunum * verði varið til þeirra framkvæmda. Þá hafði rafmagnsnefnd verið kölluð saman, til málamynda, dag- inn fyrir bæjarstjórnarfundinn, og fylgdi fundargerð hennar ekki einu sinni með, er dagskráin var send bæjarfulltrúunum. Enda var lítið á henni að græða, því hún hafði aðallega inni að halda álit Berdals, rafmagnsverkfræðings, það sama og hæjarstjóri hafði áð- ur skýrt frá á bœjarstjórnarfundi fyrir meir en mánuði síðan. Er það nokkur vottur um áhuga hans og dugnað í málinu. Þó fór bæjarstjóri um síðustu helgi austur í Laxárdal og Mý- vatnssveit að leita upplýsinga um rennsli Laxár. Fékk hann um það umsögn 10 bænda, og hnigu þær allar í þá átt að staðfesta, að rensli árinnar er svo ótrygt — er jafnvel þur dögum saman — að lítið vit virðist í að ætla að seilast þangað með stórvirkjun fyrir Ak- ureyri. Hinsvegar er sannað, með mælingum og áætlunum, að að- Af öllum þeim meinum auð- valdsskipulagsins, sem verkalýð- urinn verður að búa við, er atvinnuleysið eitt af þeim ægi- legustu; það sýnir þróunarsaga auðvaldsmenningarinnar. Þús- undir og miljónir verkalýðs og aðstandenda þeirra hafa orðið að líða hungur, skort og hor- dauða af völdum þess á liðnum timum, sama sagan endurtekur sig enn í dag, og óumflýjanlega staða til virkjunar við Goðafoss er að minsta kosti mjög sæmileg, og því ekki verjandi að velta mál- inu lengur fyrir sér, án frekari aðgerða. Steingr. Aðalsteinsson lagði því fram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn felur rafmagns- nefnd að fá hið allra bráðasta skýrslu verkfræðings Árna Páls- sonar um síðustu mælingar hans við Goðafoss, og á grundvelli hennar og þeirra áætlana, sem gerðar hafa verið, leggja ákveðn- ar tillögur, virkjuninni viðkom- andi, fyrir bæjarstjórn svo fljótt sem unt er.“ Tillagan var samþykt án mót- atkvæða. En nú er eftir að sjá hve langan tíma það tekur bæjar- stjóra að ná nefndinni saman og koma tillögum hennar fyrir bæj- arstjórn. Rafmagnsnefnd hafði falið bæj- arstjóra að fara þess á leit við Landsbankann, að hann lánaði Akureyrarkaupstað fé, sem svar- aði fyrir „innlendum kostnaði“ við fyrirhugaða rafvirkjun. Tæp- lega þarf þó að gera ráð fyrir miklum árangri í þessu efni. Því meðan núverandi klíka „Kveld- úlfs“ og Landsbankans — undir vernd Magnúsar Sigurðssonar — fer með æðstu fjármálastjórn landsins, er ekki þaðan að vænta aðstoðar til stórfenglegra verk- legra framkvæmda, eða annara nauðsynjamála alþýðunnar. áfram undir sama fyrirkomulagi. í*að sannar dagleg reynsla at- vinnulausra verkamanna. Verkamenn á Akureyri fara ekki varhluta af reynslu atvinnu- leysingjans, og því böli, sem því fylgir. Undanfarin ár hafa sannað það, en í ár tekur þó út yfir. Tugir og jafnvel hundruð full-vinnufærra manna ganga að mestu algjörlega atvinnulausir. Sumir vinna 1—2 daga i viku, aðrir nokkrar klukkustundir, en margir fá alls ekkert að gera. t*ó ganga menn dag eftir dag á hverjum morgni út, til að Ieita sér eftir vinnu, en fá enga. At- vinnurekendurnir með »einstakl- ingsframtakið« og alla »umhyggj- una« fyrir verkalýðnum hafa ekkert með okkur að gera. — Og þetta er í júlímánuði, besta atvinnutima ársins. Við höfnina. Eg hefi nú um skeið, ásamt öðrum verkamönnum, gengið snemma á morgnana út, til að leita mér eftir vinnu. Oftast er farið niður að höfninni, því þar eru mestar likur til að eitthvert vik fáist, en altaf er sama sagan með örfáum undantekningum: Ekkert að gera. íJá er staðið og beðið ásamt öðrum 50—100 at- vinnuleysingjum og, 10—15 at- vinnulausum flutningabilum, með tilheyrandi bílstjórum o. s. frv. Um hádegið er svo ekki um annað að gera en halda heim, þreyttur og Iamaður á sál og likama af áhyggjum og kvíða, um skort á allslausu heimili. Seinnipartinn endurtekur svo sagan sig. Framh. Olsðknir gegn pýskum sóslaldemokrölum. Hamborg, 20. júli. Yfirrétturinn i Hamborg hefir dæmt 6 sósialdemokrata i sam- tals 21*/í árs fangelsi fyrir »undir- búning að landráðum*.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.