Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 03.10.1936, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 03.10.1936, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9 Káta ekkjan. Stórfræg tal- og söngmynd í 12 þáttum, tekin eftir hinni heims- frægu óperettu FRANZ LEHARS. Áðalhlutverkin leika: JEANNETTE MAC DONALD og MAURICE CHEVALLER. Sunnudaginn kl. 5. Niðursett verð. Nfósnari nr. 13. húsum andstæðinga sinna o. fl. o. fl. Við þessa unglinga hefir íhald- ið lagt mikla alúð. Og nú, þegar þjófnaðurinn á minnisbók Ey- steins var uppvís, reyna íhalds- blöðin í Reykjavík á allan hátt að draga úr þessu athæfi nasist- anna. Afstaða ihaldsins í þessu máli er samskonar og afstaða þeirra til spænsku fasistanna. Hakakrossstimpillinn er greini- legur á hverju einasta tölublaði, sem út kemur af Morgunblaðinu. Hinar látlausu áróðursgreinar Morgunblaðsins, bera nú æ oftar og oftar árangur í ofbeldisverk- um nasistanna, sem auk and- legs uppeldis njóta fjárhagslegr- ar aðstoðar íhaldsforkólfanna. Hin hraðstíga þróun »Sjálf- stæðisflokksinsa i áttina til ítalska og þýska fasismans er alvarlegt umhugsunarefni fyrir alla sanna vini og verjendur lýðræðis og lýðveldis, og ætti þessi síðasti ofbeldisverknaður ihaldspiltanna í Reykjavík að verða til þess að þjappa lýðræðisvfnunum saman í volduga fylkingu gegn íhaldinu og vaxandi fasisma þess. Slíka fylkingu þarf að mynda áður en það er orðið of seint. Stelnifrímar Mafthiasson, lækn- ir, hefir sagt lausum embættum sínum hér og er farinn áleiðis til Danmerkur. Var honum haldið allfjölment kveðjusamsæti s. I. þriðjudagskvöld. Radek álærir Trotsky. Karl Radek var einn af þeim, sem Morgunblaðið og Alþýðublaðið (les St. Pétursson) sögðu að Stalin hefði ætlað að Iosa sig við, vegna »þátttöku« hans í Trotsky-Sinovjev-samsærinu. Fer hér á eftir kafli úr grein, sem Radek skrifaði í Isvestija. Pað Ieggur viðurstyggilegan ódaun frá þeim sal, þar sem æðsti herréttur- inn hefir til meðferðar ákærurnar á hendur Sinovjev, Kamenjev, Smirnov, Mratsjkovsky og hinutn félögum þeirra. Þeir rísa upp hver á fætur öðrum, þessar fasistahetjur moldvörpustarf- seminnar, og afhjúpa sig í allri sinni nekt, eru í mótsögn hver við_@nnan og játa síðan að hafa ráðið það með sjálfum sér og með Trotsky, að royrða bestu foringja Sovétveldisins og al- þjóða verkalýðsins. En »leiðtogi« þessarar fasistisku morðingjasveitar — Trotsky — reyn- ir þvert ofan í framburð þeirra að kjafta sig frá ábyrgðinni. Hvatamaður og skipuleggjari morðsins á Kirov, leiðtogi upphlaupsins og sá, sem und- irbjó morðtilraunir við leiðtoga flokks- ins og sovétvaldsins, hygst geta af- máð staðreyndirnar með vífilengjum og orðagjálfri. En honutn mun ekki takast að þvo blóðidrifnar hendur sínar. Þessar staðreyndir eru óhrekj- aniegar og sanna einmitt það, sem hinir trúu aðstoðarmenn hans hafa borið. . . . . . . Sinovjev og Kamenjev bafa gefið svolátandi viðurkenningu frammi fyrir öllum heiminum: Par sem við höfðum enga stefnuskrá og höfðum mist alt samband við fjöldann, þar sem við höfðum mist alla trú og gát- um ekki vakið hjá okkur þann áhuga, sem er nauðsynlegur, til þess að geta einhverju áorkað hér í lffinu, þá var okkur aðeins ein leið fær — að brjóta okkur leið til valda á þann hátt að myrða helstu leiðtoga sósfalismans. • . Við lifum á tímum gæfuaflsins, raf* magnsins og útvarpsins, cn ekki' milli Ieiktjalda. Pað gera það engir af tómri metnaðargirni, að hafa morð að stefnu- máli eða skipulagning þeirra og allra síst þeir menn, sem alt sitt lff hafa fengist við pólitfk. Slíkir menn vita vel hvað þeir eru að gera og hvaða afleiðingar verk þeirra hafa, jafnvel Trotsky sem Sinovjev og Kamenjev og hvað sem þeir nú heita allir, sem undirbjuggu að myrða Stalin, Vorosji- Iov og fleiri. Pessir menn eru ágætlega kunnir ástandinu í heiminum. Peir vita að hinar fasistisku hernaðarklíkur fram með landamærum okkar undirbúa stríð á hendur föðurlandi verkalýðs- ins, Iandi sósíalismans. Peir vita að minsta skerðing á aganum hjá okkur, traustinu á Stalin og landvarnarfor- ustu okkar, er vatn á myllu þýsku, pólsku og japönsku fasistanna. Peir hljóta að vita, að ef myrtur væri hinn ástkæri foringi bolsévikaflokksins, hinn snjalli leiðtogi Sovétþjóðarinnar, þá myndi það þýða skref í áttina til stríðs* ins, til fasismans. Trotsky, Sinovjev, Kamenjev, Smir- nov og Mratsjkovsky hlutu að reikna með þessum staðreyndum og það eitt gat stjórnað athöfnum þeirra, þar sem þeir voru orðnir forustulið smáborg- aralegrar hreyfingar, sem barðist gegn flokknum, forustulið hinnar alþjóðlegu gagnbyltingar, eins og Stalin aagðf um Trotskyistana 1931. Hér, á áhorfendabekkjunura, af- klæða þeir sjálfa sig og afhjúpa sinn innri mann. Þeir gera þetta, þar sem þeir vita, að armur verklýðsréttvísinn- ar royndi engu að síður afhjúpa þá í allri nekt þeirra. Höfðingi þeirra, klíkuforinginn Trotsky, á mildi sovét- stjórnarinnar það að þakka, að hann getur bjargað höfði sínu erlendis. Hann lifir í þeirri von að dómstólar Sovéts geti ekki náð til að yfirheyra hann þar og að hann geti í friði logið af hjartans lyst. Hann lýgur, er hann segist enga starfsemi hafa haft í frammi gegn Sovétlýðveldunum, þrátt fyrir öll sín fjandsamlegu skrif í garð þeirra. Hann lýgur einnig, er hann segir, að ef til vill kunni einhver, sem er hliðhollur stefnu hans, að hafa misnotað nafn hans. Áður en Trotsky var útlægur ger frá Sovétlýðveldunum talaði hann við mig, Rakovsky og Smilga um nauð- syn þess, að koma á fót miðstöð er- lendis, er gæti leitt starfsemi Trotsky- istanna í Sovétlýðveldunum. í janúar undirbjó hann flótta sinn og réði mér og öðrum að gera slfkt hið sama,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.