Verkamaðurinn - 24.04.1937, Blaðsíða 2
V E R K A M A Ð U R \ V 1L
■——— *.
Sameining .... . . Álít togaranefndarinnar
2
Laugardags- og
sunnudagskvöld kl. 9:
Bregstu
mér aldrei
Tal- og hljómmynd í 10 þátt-
um gerð eftir hinu fræga
leikriti >Escape me never« eltir
Margaret Kennedy.
Áðalhlutverkið leikur af ó-
viðjafnanlegri snild
Elisabet Bergner.
Kl. 5 alþýðusýning.
Endurfæðing.
Staðhæfingar bretsku .........
(Framh. af 1. síðu).
uppreistarmenn, skuli ganga í
einn flokk »FaIang«, fasistaflokk
Spánar, hefir undanfarið borið
mjög mikið á misklíð milli stuðn*
ingstlokka Francos.
Þá herma fregnir að óánægja
fari vaxandi í her uppreistar-
manna og hefir hún jafnvel brot-
ist út í 'uppreistum svo sem á
Cordoba-vígstöðvunum.
Uppreistarmenn hafa undan-
farið gert tilraunir til að hindra
algjörlega skipasiglingar til Bilhao.
Hafa þeir hótað öllu illu og lagt
tundurdufl úti fyrir höfninni. —
Bretska stjórnin tók í upphafi
afstöðu með þeim og hélt því
fram, að skipum væri ófært tii
Bilbao. Hafa þessar fullyrðingar
stjórnarinnar reynst staðleysur
einar. Síðast i fyrrakvöld lögðu
3 bretsk flutningaskip frá frönsku
höfninni St. Jean de Luz. Komust
þau heilu og höldnu til Bilbao i
gærmorgun, sömuleiðis tvö holl-
ensk skip.
NÆTURVÖRÐUR er í Stjömu Apó-
teki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er
næturvörður í Akureyrar Apóteki.)
(Framh. af 1. síðu).
þegar um inngöngu í það — sem
einstaklingar, en allir í hóp, og
með því skilyrði, að þeir verði
allir teknir í félagið í einu.
Peir meðlimir Verkamanna-
félagsins, sem á þennan hátt fá
inngöngu í Verklýðsfélagið, skoð-
ast þar með gengnir úr Verka-
mannafélagi Akureyrar.*
Urðu allmiklar umræður í
sambandi við þessa tillögu en að
þeim loknum var hún samþykt
í einu hljóði.
Var síðan útbýtt listum til und-
irskrifta undir inntökubeiðni í
Verklýðsfélagið. Má búast við að
það verði allfjölmennur hópur
verkamanna, sem sækir um inn-
göngu í Verklýðsfélag Akureyrar
á fundi þess á morgun og er þess
að vænta að þeim verði vel fagn-
að og samþyktir í félagið einum
rómi.
Verkamannafél. Ak. hefir með
þessari nýju ákvörðun sinni sýnt
það enn einu sinni, að þvi er
ekkert hjartfólgnara en að sam-
eining verkalýðsins takist og það
sem allra fyrst. Svar Verklýðs-
félagsins eða öllu heldur hluta
stjórnarinnar, sem var óneitan-
lega ekki sem ákjósanlegast, við
þeirri málaleitun Verkam.fél. Ak.,
að félagið gengi sem heild inn í
Verklýðsfélagið, hindraði þess
vegna engan veginn Verkam.fél.
í að balda áfram sameiningartil-
raunum sinum.
Meðlimum Verkam.fél. er það
ljóst eins og yfirleitt meðlimum
Verkalýðsfélags Ak. að ástandið
meðal hins vinnandi fólks er svo
alvarlegt að verkalýðurinn hefir
alls ekki ráð á þvi að standa
sundraður.
Sameining verklýðsfélaganna er
svo mikið nauðsynjamál, fyrst
og fremst verkalýðsins hér á Ak-
ureyri, að það er siðferðileg og
stéttarleg skylda meðlima beggja
þessara félaga að gera alt sem
þeir geta til að sameina þessi fé-
lög í eitt voldugt félag.
Fyrir þessu öudvegismáli verða
öll ágreiningsmál að víkja.
(Framh. af 1. síðu).
hafa þeir Árni Jóhannsson og
Axel Kristjánsson yfirfarið at-
huganirnar og Stefán Jónasson
einnig að nokkru leyti.
Nefndin sneri sér strax til
skipulagsmálanefndar og barst
svar frá henni fyrri hluta febr.-
mánaðar, og voru það aðallega
skýrslur um rekstursafkomu 30
togara árin 1934 og 1935 og afla-
skýrslur 1934, 1935 og 1936.
Niðurstöður nefndarinnar eru
að mestu leyti bygðar á reksturs-
afkomu 4 af 6 nýustu togaranna
(7-12 ára) afkoma þessara skipa
er stórum betri en eldri skipanna.
Segir nefndin svo í áliti sínu:
»Þar, sem hér kæmi naumast
til greina nema rekstur nýrra
eða nýlegra togara, höfum við
tekið upp úr skýrslu skipulags-
nefndar rekstursafkomu fjögurra
at hinum 6 nýrri skipum. Þau
tvö skip, sem slept er, hafa ekki
verið gefin upp til skatts nema
annað árið hvort þeirra, og auk
þess gefa þau upp með nokkuð
öðrum hætti en hin og myndi
því raska meðaltali hinna ýmsu
liða. Annars virðist afkoma þess-
ara tveggja skipa mun betri en
hinna.a
Rekskturshalli þessara 4 skipa
er til jafnaðar kr. 4.562.00. I áliti
nefndarinnar segir svo:
loÞessi 4 skip eru, eins og áður
er fram tekið, nýrri og betri
skipin af islenska togaraflotan-
um. Ekkert þeirra er þó nýtt og
þvi ekki sennilegt, að þau séu
jafnlikleg til góðrar rekstursaf-
komu og nýtt skip, útbúið hið
besta og nú er fáanlegt.
Með hliðsjón af þessu höfum
við reynt að gera okkur grein
fyrir rekstri nýs skips með full-
komnum útbúnaði til veiða, og
byggjum þá athugun að mestu
á- skýrslum Skipulagsnefndar.
Samkvæmt áætlun nefndarinn-
ar, sem virðist vera mjög varleg,
er gert ráð fyrir að rekstursaf-
gangur verði kr. 1.627.00, miðað
við skip er kostar 570 þús. kr.
f*á segir nefndin ennfremur: