Verkamaðurinn

Issue

Verkamaðurinn - 31.12.1937, Page 1

Verkamaðurinn - 31.12.1937, Page 1
Samlylking verklýðs- flokkanna við bæjar- síjórnarkosningarnar. Sameiginlegnr listi á Siglufirði, Vestmanna* eyjum og ísafirði. Sameiginleg stefnuskrá og sameigin- legl blað á Norðfírði. Eins og skýrt hefir verið frá áð- ur í blaðinu hefir samvinna náðst milli Kommúnistafl. og Alþýðufl. á Siglufirði um sameiginlega upp- stillingu og málefnasamning við bæj arst j órnarkosningarnar. Listi verklýðsflokkanna hefirnú verið birtur og er hann þannig skipaður: Erlendur Þorsteinsson, Gunnar Jóhannsson, Jóhann Fr. Guð- mundsson, Þóroddur Guðmunds- son, Jón Tr. Jóhannsson, Aðal- björn Pétursson, Arnþór Jóhanns- son, Sveinn Þorsteinsson, Kristján Sigurðsson, Kristján Dýrfjörð, Rósmundur Guðnason, Kristmar Óláfsson, Óskar Garibaldason, Gunnlaugur Sigurðsson, Kristján Sgtryggsson, trésmiður, Guðm. Sigurðsson, Túngötu, Páll Ás- grímsson, Páll Jónsson, bygg.fullt. í Vestmannaeyjum hafa verk- lýðsflokkarnir sömuleiðis sameig- inlegan lista og sameiginlega stefnuskrá. Eru 5 efstu mennirnir á listanum þessir. ísleifur Högnason. Páll Þorbjarnarson. Haraldur Bjarnason. Guðmundur Sigurðsson. Jón Rafnsson. Á ísafirði mun einnig verða sameiginlegur listi, en hann hefir ekki verið birtur enn opinberlega. Á Norðfirði hafa verklýðsflokk- arnir sameiginlega stefnuskrá og sameiginlegt blað en tvo lista. Nú er röðin komin að Akureyri. Og alþýðan hér er engu síður fylgjandi sameiginlegri uppstill- ingu verklýðsflokkanna en alþýð- an á Siglufirði, Vestmannaeyjum og ísafirði. Hún trúir því ekki enn að Alþýðuflokkurinn láti sam- fylkinguna stranda á einum manni, manni sem reynslan hefir sýnt að ekki er til þess fallinn lengur að hafa á hendi forustuna í hagsmunabaráttu alþýðunnar. Alþýðuflokkurinn hér á nóg af mönnum, sem eru vel færir um að gæta hagsmuna alþýðunnar í bæj- arstjórn. Einar M. Einarsson rekinn af „Ægi“. Fyrir nokkrum dögum siðan var Einari M. Einarssyni skip- stjóra á »Ægi« vikið úr embætti en Jóhann P. Jónsson, vildar- vinur ólats Thors settur i stað- inn. Þegar þetta er skrifað heflr blaðið engar áreiðanlegar fregnir fengið um hver ástæðan er fyrir þessu tilviki, sem hefir, að von- um, vakið afarmikla athygli. \erkamaðurinn“ óskar alþýðunni glœsi- legra sigra i hags■ muna- og menningar- baráttu hennar á kom- andi ári.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.