Verkamaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkamaðurinn - 31.12.1937, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 31.12.1937, Qupperneq 3
VERKAMAÐURINN Orkunýting nýfu rafstöðvarinnar. Eftir HALLDÓR HALLDÓRSSON, byggingameistara. Rafveitumál okkar Akureyringa mun nú það vel á veg komið, að vænta má framkvæmda á kom- andi ári. Næsta atriðið er hagnýt- ing orkunnar. Það er vitað mál, að iðnaður bæjarins mun þegar í byrjun nota allmikla raforku. Sala á suðutækjum með hag- kvæmum afborgunarskilyrðum mun einnig á skömmum tíma tryggja almenna notkun raf- magnsins til suðu, verði það selt með hæfilegu verði til þeirra af- nota. Raforkunotkun til ljósa verður varla miklu meiri en nú, og telur ekki nema lítinn hluta þeirrar orku sem nýja stöðin mun framleiða. En allar þessar þrjár greinar á notkun rafmagnsins, það er iðnaður, suða og ljós, nota al- fjölbreytni að höfundum og þetta. í einum og sama árgangi fáum við að kynnast fjölmörgum af okkar yngstu og bestu rithöfund- um og skáldum, konum og körl- um. Af erlendum höf, er okkur gefin sýnishorn af hinum skörp- ustu og snjöllustu höf. víðsvegar um heim. Við fáum sögu eftir Maxim Gorki, sýnishorn af austurríska rithöf. Stefán Zweig; yfirlit yfir sænska, nútíma öreigarithöfunda, kvæði eftir Norðmanninn Arnulf Överland, enska og ameríska höf- unda o. fl. í öllu þessu safni vakir einn og sami grunntónn. Öll stilla skáldin strengi hörpu sinnar á baráttuóð hinnar kúguðu alþýðu, sem er samhljóma um heim allan. í gegnum Rauða penna er það, að íslenska alþýðan eflist að víð- sýni, kjarki og þori í baráttu sinni fyrir bættum lífsskilyrðum, aukinni menningu og frelsi. drei nema nokkurn hluta þeirrar raforku, sem hægt verður að framleiða. Stafar það fyrst og fremst af því, að þessi notkun fellur aðallega á vissa hluta sólar- hringsins. í áætlun Árna Pálsson- ar, verkfræðings, er gert ráð fyrir mestri notkun raforkunnar til jafnaðar 14 kl. fult álag á sólar- hring. Við það er áætlun hans um rekstursafkomu fyrirtækisins mið- uð. Orkuframleiðsla stöðvarinnar í 10 kl. á sólarhring að meðaltali er talin ónothæf, eða ekki reiknuð með til tekna. Þó er það vitanlegt, að til hitaframleiðslu er þessi orka mjög verðmæt. í ráði mun vera að byggja 4000 hestafla stöð. 10 kl. orkuframleiðsla þessarar stöðvar samsvarar að hitagildi 5—6 tonnum af kolum, eða með núverandi kolaverði um 300 kr. Með 250—300 daga notkun þessar- ar afgangsorku mætti áætla verð mæti hennar 75—90 þúsund kr. á ári. Tvent mundi ávinnast við hagnýtingu þessarar afgangsorku: 1. Öruggari fjárhagsafkoma fyr- irtækisins. 2. Möguleikar á lægra verði raf- orkunnar til annara afnota. Sjálfsagt verður raforka eitt- hvað seld til upphitunar húsa. Þó mun sú notkun ekki ná afgangs- orku stöðvarinnar, næturrafmagn- inu, nema að litlu leyti. Eina leið- in til þess að notfæra sér þessa raforku, er að geta breytt henni í hita, sem með hitageymir sé safnað saman til notkunar á dag- inn. Sá hitageymir mundi vera vatnsþró. Frá vatnsþrónni lægju síðan vatnsleiðslupípur að húsum þeim, sem hituð yrðu með vatni frá henni. Þessi afgangsorka stöðvarinnar mundi hægja til að hita öll hús í Hafnarstræti norðan Samkomuhúss, húsin við Ráðhús- torg og máske eitthvað þar út frá. Vatnsþróin yrði bygð í bakkann ofan Hafnarstrætis. Eg ætla með línum þessum ekki að leggja fram kostnaðaráætlun að ofangreindri hitaveitu, hefi heldur ekki aðstöðu til þess. En eg hygg að stofnkostnaður hennar yrði ekki miklu meiri, en þó að í hvert þessara húsa yrðu keypt raftæki til upphitunar í sambandi við miðstöðvarlagningar þeirra. Á það má og líta, að mikill hluti þessa stofnkostnaðar mundi verða vinnulaun við framkvæmd verks- ins. Aðeins á ofangreindan hátt er hægt að ná fullkomnastri orku- nýtingu stöðvarinnar, sem á að fara að bggja. En samtímis bygg- ingu hennar þarf að undirbúa sem fullkomnust afnot hennar. Erlendar fregnir. Blaðið „Daily Herald“ skýrir frá því að stjórnin í Brasilíu hafi nýlega ákveðið að banna hinar kunnu Tarzan-sögur eftir Edgar Rice Burroughs. Stjórnin telur á- stæðuna fyrir banninu vera þá, að þessar barnasögur flytji „komm- únistiskar skoðanir“. Meðal ítalskra hermanna, sem eru nýlega komnir heim til Ítalíu frá Abessiníu, ganga sögur um það, að árásin á Garziani hafi raunverulega verið skipulögð af ítölskum ofursta í stórskotaliðinu hét hann Gobi og var tekinn af lífi strax eftir árásinaá Graziani. Allir sem voru handteknir í sam- bandi við árásina, voru tafarlaust skotnir. Hertoginn af Aosta var látinn taka við embætti Grazianis vegna hinnar geysilegu óánægju hermannanna yfir harðýðgi Grazianis. Við nýlega afstaðnar bæjarstjórn- arkosningar í Geispolsheim í Els- ass, hlaut frambjóðandi kommún- ista í þessu sveitakjördæmi, 2.473 atkvæði; frambjóðandi jafnaðar- manna fékk 399 atkvæði. Blaðið „Daily Worker“ hermir að ein af ástæðunum fyrir afsetn- ingu dr. Schacht fyrverandi fjár-

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.