Verkamaðurinn

Issue

Verkamaðurinn - 04.01.1938, Page 4

Verkamaðurinn - 04.01.1938, Page 4
r 4 VERKAMAÐURINN Niels Nielsen: Vatnajökull. Útgefandi: Mál og menning. Þessi bók um Vatnajökul er efa- laust merkilegasta og um leið glæsilegasta bókin, sem komið hefir á íslenska bókamarkaðinn í ár. Legst þar alt að einu. Við fyrstu sýn, hinn vandaði frágang- ur útgefandans, góður pappír og glæsileg mynd á forsíðu og tilval- in teikning á baksíðu. Um efni og innihald bókarinnar mætti margt segja: Hið mikilfenglega rann- sóknarefni vísindamannanna, til- raunir til að gera sér grein fyrir hamförum og ógnar kyngikrafti þeirra stórfenglegustu náttúruvið- burða, þegar eldur, ís og vatnsflóð æða í algleymingi, virðast engu eira, en aðeins í tilgangsleysi ætla öllu að tortíma, en eru þó einn hinn sterkasti þáttur í sköpun landslags og nýmyndunar. Þessi bók um rannsóknir eld- stöðvanna á Vatnajökli er á vís- indalegan mælikvarða afar merki- leg. Þarna eru vísindamennimir að lesa úr atburðum (næstum því að segja um leið og þeir gerast), sem líklega hvergi í heimi er jafn- gott tækifæri til og í Vatnajökli. Einn stærsti og eftirtektaverðasti kostxrr við bókina er sá, hve höf- undinum tekst í frásögn sinni að gera efnið ljúft, alþýðlegt og auð- skilið. Á hinn snjalli þýðandi Pálmi Hannesson vafalaust drjúg- an þátt í því, í meðferð máls og efnis, með tilliti til íslenzkra al- þýðulesenda. Um 80 prýðilegar myndir eru í bókinni. Skýra þær og glöggva svo lesmálið að það er næstum því eins og maður sjái staði og við- burði í raunveruleika. Takist Mál og menníng jafn vel framv. og s.l. ár um val á útg. al- þýðlegra fræðibóka, er full trygg- ing fyrir því, að fél. nær tilgangi sínum sem stórkostlegt menning- artæki alþýðunnar. Er það einlæg ósk mín, að svo megi verða. Því TILK¥NNING. Framboðslistum við næstu bæjarstjórnarkosningar skal skila til undirritaðs formanns kjörstjórnar á skrifstofu bæjarstjóra. Framboðsfrestur útrennur laugardagskvöld 8. janúar næstk. kl. 12 á miðnætti. Akureyri 4. janúar 1938. $ t e i n n S t e i n s e n. miður er útgáfan uppseld þó prentuð væru 2500 eintök. Mun upplagið hafa nær eingöngu lent í höndum félaga í „Mál og menn- ing“, sem hefir fjölgað svo gevsi- ört. Hvort tiltækilegt gæti verið, kostnaðar vegna, að endurprenta, veit ég ekki, en líklegt þætti mér að mikið gæti selst enn af bók- inni. a + b. Forsætisráðberrann »okkar« hann Hermann lagði aðaláhersl- una á það í nýjársboðskap sín- um, að nauðsyn væri á að verða við óskum E. Claessens og Ó. Tbors og koma á vinnulöggjöf og ,hefta með því frelsi alþýð- unnar. Fjorseti Bandaríkjanna lagði aftur á móti megináhersluna á það í ræðu sem hann flutti á þingi Bandaríkjanna nú í árs- byrjun, að bann myndi beita kröftum sínum í þágu hinna vinnandi stétta í baráttu þeirra gegn auðmönnunum, og fór ómjúkum orðum um auðmenn- ina og stefnu þeirra, og m. a. kvaðst forsetinn myndi stefna að þvi að lækka skatta á þeira fá- tæku en hækka þá á þeím riku. Það ermannamunur þeim for- sætisráðherra Islands og forseta Bandarikjanna. Jóhann Þorkelsson hefir verið skipr.ð- ur héraðslæknir í Akureyrarhéraði. Al(!ire¥íðnleilil K. F. i. hefir fund í Verklýðshúsinu annað kvöld kl. 8,30. FUNDAREFNI: Bæjarstjórnarkosningarnar. Áriðandi að félagarnir mæti. STJÓRNIN. Frakki af ungliugspilti var tekinn í misgripum í Verklýðs- húsinu í gær. Skilist í Fingvalla- stræti 14. Átfadansi »Þórs«. verður frestað tii föstudagskvölds 7. þ. m. kl. 9 e. h. Slór- orustur við Teruel. Grimmilegir bardagar hafa staðið yfir undanfarið við Teruel. Eru fregnirnar afar ósamhljóða. Uppreistarmenn telja sér sigra, en stjórnin mótmælir þeirri tilkynn- ingu uppreistarmanna, að þeir hafi tekið Teruel aftur. Síðast í gær geisaði stórorusta við borgina og í henni, og var mannfall mikið á báða bóga. 10— 12 stiga frost hefir verið á víg- stöðvunum og mikil snjókoma. Ábyrgðarm.: Þóroddur Guðmundsson. Prentverk Odds Björnssonar.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.